Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 23
Ólafur Björnsson, prófessor: Peningamálin og verðbólgan Erindi flnlt á fundi lij'á Verzlunarráði íslands 2S. febrúar lOá!) Ég var bcðina að flytja erindi nm það, sem framundan cr í efnahagsmálum, og hafði ég þá hugsað mcr að ræða þær efnahagsráðstafanir, sem að mínu áliti má telja mest aðkallandi í framhaldi af þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru með niður- færslu kaupgjalds og verðlags um síðastliðin mán- aðamót, til þess að forða þeirri upplausn í efnahags- málum, sem þá var yfirvofandi, ef ekki væri aðgcrt. En í hverju þær ráðstafanir voru fólgnar er öllum háttvirtum fundarmönnum kunnugt um, svo að ckki cr ástæða til þess að rekja það. Um nauðsyn þessara ráðstafana veit ég lika, að óþarfi er að ræða á þessum fundi, því að öllum þeim, scm hér eru staddir, mun það fyllilega ljóst, að það sem gert var, var algjört lágmark þess, sem gera þurfti, cf forða átti algjörri upplausn og öngþveiti, scm hlýt- ur að leiða af óstöðvandi verðbólgu, er þá var yfir- vofandi. Á hinn bóginn má ckki loka augunum fyrir því, að þcssar ráðstafanir ná út af fyrir sig skammt í því efni að koma á sæmilegu jafnvægi í efnahagsmálum, þannig að verði þeim ekki fljót- lega fylgt eftir með öðrum aðgerðum er hætt við, að þær reynist skammgóður vermir. Þess er að vísu ekki að vænta, að alþingi það, sem nú situr, geri neinar þær ráðstafanir, er marki nokkra slíka lausn, sem orðið gcti til frambúðar. Þó þarf að minnsta kosti að gera ráðstafanir, sem nægja til þess að tryggja rekstur atvinnuveganna til áramóta og koma í veg fyrir frekari vöxt verðbólgunnar fram til þess tíma. Nauðsyn hallalausrar fjórlagaafgreiðslu Nú er það svo, eins og mönnum er kunnugt, að gert er ráð fyrir kosningum á komandi vori og jafnvel tvennum kosningum á þessu ári, þannig að það hlýtur undir öllum kringumstæðmn að bíða til næstu áramóta, að einhverjar nýjar, gagngerðar ráð- stafanir verði gerðar. Árangur þeirra ráðstafana, sem ganga verður frá á því alþingi, sem nú situr, verður því að minnsta kosti að endast til áramót- anna, cf vel á að fara. Þótt líta beri á þessar ráð- stafanir, sem bráðabirgðaúrræði eingöngu, hefur ekki ennþá verið gengið frá þeim að fullu sem slík- um, þar eð sá vandi cr cnn óleystur að afla fjár, vegna þeirra auknu skuldbindinga, sem ríkissjóð- ur og útflutningssjóður hafa orðið að taka á sig, vcgna hækkunar bóta til sjávarútvegsins og auk- inna niðurgreiðsina. Veltur á miklu að það takist, án þess að hækka þurfi skatta eða afgreiða fjárlög og fjárhagsáætlun útflutningssjóðs með stórfelldum halla, sem óhjákvæmilega hlyti að auka verðbólg- una mjög og jafnvel valda því, að hún yrði orðin óviðráðanlcg á hausti komanda, þrátt fyrir þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar. Hér er auðvitað um verulegt vandamál að ræða, og það lciðir í rauninni af því, sem sagt hefur verið, að ef forðast á að Icggja á skatta eða afgreiða fjár- lög mcð verulegum halla, þá cr ekki nema ein leið fyrir hendi, hún er sú að minnka útgjöld ríkissjóðs. En allir, sem hér eru staddir, munu skilja, að ein- mitt þegar kosningar eru yfirvofandi, eru miklir stjórnmálalegir örðugleikar á slíkum aðgerðum, þó að nauðsynlegar kunni að vcra, að öðru leyti. Þó ætla ég ekki frekar að ræða fjárlagaafgreiðsluna, sem nú stendur fyrir dyrum, en byggja það, sem sagt verður hér á eftir, á þeirri forsendu, að viðun- andi lausn fáist á því máli, og ennfremur að ganga út frá því að takast megi að halda því jafnvægi, scm skapazt hefur í verðlagsmálum, nú í bili að minnsta kosti. Of mikil leynd yfir upplýsingum um efnahagsmól En hver yrðu þá næstu sporin, sem nauð- synlegt yrði að stíga í þá átt að skapa mcira jafnvægi í efnahagsmálum? Það var þetta, sem ég tók fram í upphafi, að erindi mitt mundi aðallega fjalla mn. Mér er töluvcrður vaudi á höndum að ræða jjessi mál, vcgna örðugleika á því að rökstyðja það, sem ég segi mcð staðreyndum, og vandinn er að vissu leyti ennþá meiri nú, hvað mig snertir, cn hann var fyrir tveimur cða þremur mánuðum, því að þá hafði ég ekki aðgang að öðrum staðreyndum í þessu máli, heldur cn þeim, sem birtust í Hagtíð- indum, Fjármálatíðindum og öðru, sem allir hafa aðgang að. En nú hcf ég öðlazt þá aðstöðu, vegna þróunar málanna, að lmfa haft meiri aðgang að all- FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.