Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 15
Nú er hafin fiöldaframleiSsla ó verksmiðjubyggðum aiumimumhúsum í Bandaríkiunum. Verð á aluminium Ekkert heimsmarkaðsverð hefur myndazt á al- uminium, cins og á mörgum öðrum málmum, svo sem kopar, zinki og tini, vegna þess að flest Evrópu- lönd framleiða málminn til innanlandsþarfa. Er hann þannig mjög misdýr í ýmsum löndum, en þau, sem liafa litlar, gamlar verksmiðjur vernda framleiðsluna með tollum. Það hefur orðið til að lækka framleiðslukostnað- inn, að nú er mun ódýrara en áður að flytja raf- magn um langa vegu. Þannig er oft. hægt að flytja það frá orkustöðvum í fjöllunum til liafna við strendurnar, þar sem hráefninu, sem vinna á úr, er skipað á land. Skilyrði til aluminiumframleiðslu snúast að veru- legu Ieyti um mikið og ódýrt rafmagn. En þar sem rafmagn er ódýrt, svo sem í Kanada og Noregi, cr orkukostnaðurinn aðeins um 7% af heildar-kostn- aðinum við aluminiumvinnsluna. Víðast er hann ]>ó meiri, sums staðar allt að 20% af kostnaði hins fullunna málms. Vegna nauðsynjarinnar á ódýru rafmagni getur aluminiumiðnaðurinn ekki keppt um orkukaup við annan iðnað eða heimilisnotendur. í Evrópu er t. d. víðast hvar mikil eftirspurn eftir allri þcirri orku, sem fyrir hendi er. Vinnulaun eru ekki talin nema meira en 10—12% af kostnaði við framleiðslu á aluminium og hafa þau því mun minni áhrif í þessum iðnaði en ýms- um öðrum, svo sem stáliðnaðinum, þar sem vinnu- laun nema 17—20% af heildarkostnaðinum. Talið er að samanlögð vinnulaun og orkukostnaður megi ckki fara yfir 20% af heildarvcrðmæti hins fullunna aluminiums, ef það á að vera samkeppnisfært á heimsmarkaðinum; því er hægt að greiða hærri laun, ef orkukostnaðurinn er mjög lítill. Aðalkostnaðurinn við siðara stig aluminium- vinnslu er hið gífurlega fjármagn, sem þarf til að koma upp verksmiðjum og orkuverum. Fjármagns- kostnaður við aluminiumvinnslu er um það bil helmingi hærri en fjármagnskostnaður við fram- leiðslu á sama vcrðmæti af stáli og fjórum sinnum hærri ef miðað er við sama magn og af stáli,. Aluminiumnolkun í einstökum iðngreinum Einn bezti eiginleika aluminiummálmsins er létt- leiki. Er hann þannig ómissandi við flugvélasmíð- ar, og er ekkcrt efni, sem keppir við hann í þeirri grein. En jafnframt því, sem flugvélasmiðir geta ekki verið án málmsins er hann að verða sífellt mikilvægari fyrir önnur flutningatæki. Léttleiki leiðir af sér meiri hraða og minni orkunotkun. Þess vegna er aluminium notað í járnbrautir, bíla og skip. Mikið af járnbrautarvögnum (nema undir- vagninn) er nú smíðað úr aluminium. Svisslending- ar eru einna lengst komnir í þessum efnum og mun hin litla stálframlciðsla þeirra ciga sinn þátt í því. Notkun á aluminium í bílaiðnaðinum hefur auk- izt mjög hin síðari ár. Einkum hefur aukningin orð- ið mikil í Evrópu, þar sem meiri áherzla er lögð á létta bíla, heldur cn í Ameríku. Sem dæmi má nefna enska, tveggja hæða strætivagna, en við smíði þeirra er notað mikið aluminium. Búizt er við stór- aukinni notkun málmsins í þessum iðnaði. Sífellt cr notað meira og meira aluminium við skipasmíðar. í stórskipinu United States hefur ver- FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.