Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 24
ýtarlegum upplýsingum, sem safnað hefur verið undanfarin tvö ár á vegum fyrrverandi ríkisstjórn- ar um þessi mál. í þessum upplýsingum er margt athyglisvert, en enn sem komið er ber víst að skoða það sem trúnaðarmál, þannig að óheimilt er að segja nema undan og ofan af varðandi það, sem þar er að finna. Það er út af fyrir sig óheppilegt, að slík leynd skuli hvíla yfir niðurstöðum þeirra at- liugana, sem gerðar eru af sérfræðingum á sviði efnahagsmála, en það er mál út af fyrir sig. Svo mikið ætla ég þó að leyfa mér að segja, að hinir erlendu sérfræðingar, sem hingað voru kvaddir haustið 1956 til þess að semja álit og tillögur um nauðsynlegar lagfæringar á efnahagskerfi Islend- inga, töldu, að efnahagsvandamálin hér á landi ættu einkum rót sína að rekja til tvenns konar orsaka. í fyrsta lagi, að þeirra áliti, óstjórnar í fjárfestingar- og l)ankamálum. I öðru lagi þess, sem þeir kölluðu ofgengi krónunnar. Það var að ýmsu leyti athyglis- vert, að í áliti þeirra var tiltölulega lítið gert úr sjálfstæðri þýðingu kaupgjaldsmálanna og þróunar þeirra, sem annars hefur verið mikið rætt um í sam- bandi við þessi mál. Þeir virtust líta þannig á, en þar með er ekki sagt, að það sé hið rétta sjónar- mið — að hér væri frekar um að ræða afleiðingu þess, sem aflaga liefði farið á öðrum sviðum. held- ur en að það væri grundvallarorsökin. Ég er ekki að segja þetta sem mína skoðun, en það er dálítið athyglisvert, að þannig litu þessir menn á. En grundvallarskilyrði þess, að hægt væri að skapa festu og jafnvægi í efnahagsmálum íslendinga var að þeirra áliti að lagfæra þetta hvorttveggja. Þeir lögðu og mikla áherzlu á það, hve óheppilegt það væri, að uppbætur þær, sem sjávarútvegnum voru greiddar, skyldu vera svo mismunandi til einstakra greina útvegsins, sem þá var raun á. Svo að ég víki þá fyrst að síðara atriðinu, sem þeir kölluðu of- gengi krónunnar, eða þa staðreynd, sem öllum kaupsýslumönnum er Ijós, að verðið a erlenda gjald- eyrinum er miklu lægra, heldur en svarar til k<aup- máttar útlendra peninga, miðað við það, sem mað- ur fær fyrir íslenzkii peningana. Eða, með öðrum orðum, það hefur lengi verið um verulcgt misræmi að ræða milli kaupmáttar peninganna hér innan- lands og kaupmáttar peninganna eftir að keyptur hefur verið fyrir þá erlendur gjaldeyrir á skráðu gcngi. Núverandi gengi nær því að vera jafnvægisgengi en oft óður Allir, sem komið hafa til útlanda og yfirleitt ])ekkja verðlagið í útlöndum, vita hvcr hagnaður það mundi vera, ef menn ættu kost a því, að fá erlendan gjaldeyri keyptan á skráðu gengi. Það er þetta, sem átt er við, þegar talað er um ofgengi krónunnar. En hvað þetta atriði snertir, er þó búið að gera talsverða lagfæringu á síðastliðnu ári, bæði með lögunum um útflutningssjóð á síðastliðnu vori, og þeim ráðstöfunum, sem nýver- ið hafa verið gerðar, þótt enn vanti mikið á að um nokkurt jafnvægisgengi sé að ræða. Til þess að gefa nokkra liugmynd um þessa lagfæringu má benda á það, að ef miðað er við árin 1953 og 1954 — sem gjarnan hefur verið vitnað til, og með réttu, sem þess tímabils eftir stríðið, sem mest jafnvægi hefur verið í verðlags- og viðskiptamálum — þá hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað úr 162 stigum, sem hún hélzt í allt árið 1954 hér um bil óbreytt, í 202 stig, þannig að verðlagið hér innan- lands hefur hækkað um urn það bil 25%, síðan 1954. Hins vegar hefur verðið á erlenda gjaldeyr- inum, ef miðað er við hið almenna yfirfærslugjald, sem mun ná til um 9/10 hluta af öllum gjaldeyris- yfirfærslum, raunverulega hækkað á sama tíma um 55%. Þannig að síðan 1954 hefur verðlagið hér inn- anlands — ef miðað er við vísitölu 202, en í það hefur verið lofað að greiða vísitöluna niður, frá 1. marz — hækkað um 25%, en á sama tíma hefur verðið á erlendum gjaldeyri hækkað um 55%. Á þessum grundvelli finnst mér því mega fullyrða, að enda þótt við búum ekki við jafnvægisgengi í dag, þá er það nær því að vera jafnvægisgengi held- ur en var árið 1954. Hér við bætist þó, sem gerir í rauninni þetta dæmi enn hagstæðara, að nú er það ekki svo að verðlagið í nágrannalöndum okkar hafi haldizt alveg óbreytt frá því sem var 1954, það hefur einnig hækkað, þó að sú hækkun sé að vísu ekki eins mikil og hér. Þannig erum við nær því að búa við jafnvægisgengi nú heldur en verið hefur nokkru sinni, síðan ef til vill fyrst eftir gengisfellinguna 1950, og efast ég þó um, að það gengi, sem ákveðið var með gengislækkunarlögun- um 1950 hafi verið öllu nær því að vera jafnvægis- gengi, heldur en cr í dag, að vísu miðað við óbreytt verðlag. Jöfnun útílutningsbóta Ef verðlag og kaupgjald tæki nú nýtt stökk upp á við, þá mundu þessar niðurstöður auð- vitað raskast. Og hvað snertir annað atriði, hinar mismunandi uppbætur til sjávarútvegsins, sem er auðvitað í nánu sambandi við þetta, þá verður því heldur ekki neitað, hvernig sem að öðru leyti er litið á þær efnahagsmálaráðstafanir, sem gerðar voru á síðastliðnu vori, að með þeim ráðstöfun- u m var verulegt spor stigið í þá átt að jafna þær. En áður en þær ráðstafanir voru gerðar, fékk mik- ill hluti útflutningsframleiðslunnar alls ekki neinar uppbætur, — þetta átti meðal annars við um alla framleiðslu á vegum iðnaðar, — en i ýmsum öðr- 24 FRJÁLS VERZLTTN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.