Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 9
Valdimar Kristinsson, viðskiptafr.: Erlent fjármagn og aukning atvinnuveganna Þjóðarframleiðslan þarf að fimm- til sexfaldast á nœstu 4-0 árum Á rúmlega hálfri öld hefur íslenzka þjóðin haf- izt úr sárri fátækt og komizt í allgóð efni. Öllum mun þó ljóst, að með þessu er engu endanlegu markmiði náð, heldur þarf stöðugt, að stuðla að sem mestum framförum. Segja má, að á Islandi bíði óteljandi óleyst verkefni, hvert sem litið er, en brýnasta verkefnið er vissulega að treysta þann efnahag, sem við búum við í dag. I því sambandi getur verið nauðsynlegt að hvetja til nægjusemi á sumum sviðum, en aðaláherzluna verður samt að leggja á að auka framleiðsluna, þar sem allar kjarabætur byggjast á því, að það takist. Einnig verður stöðugt að hafa í huga, að búa þarf í haginn fyrir æ fjölmennari þjóð, vegna hinnar öru fólksfjölgunar, og að á hverjum áratug þurfa lífskjörin að batna verulega, þó að við ættum ekki að gera betur en að halda í við þær þjóðir, sem framsæknastar eru. Líklegt má telja, að um nokkurt skeið hafi fslendingar verið í hópi 12—15 þjóða, sem hafa boðið þegnum sínum upp á bezt lífskjör í heim- inum, en jafnvíst er, að það mun kosta mikið átak og stöðuga framsókn í efnahagsmálunum, ef við ætlum að vera áfram í þessum hópi. Sú stefnubreyting, sem nú hefur verið tekin upp í efnahagsmálunum er einmitt eitt helzta skil- yrði þess, að þetta takist. Aukning atvinnuveg- anna verður að byggjast á heilbrigðu efnahags- lífi, ef hún á að geta orðið undirstaða bættra lífskjara. En dýrkeypt reynsla síðustu ára liefur einmitt fært okkur heim sanninn um þetta. Og einnig ber að minnast þess, að hið stöðugt aukna frelsi, sem nági’annaþjóðir okkar hafa á undan- förnum árurn verið að búa þegnum sínum, hlýt- ur að teljast til bættra lífskjara, sem við höfum farið á mis við allt fram að þessu. Núverandi atvinnuvegir Margt stuðlaði að fátækt íslendinga fyrr á öldum. Hinn frumstæði landbúnaður og litlar fiskveiðar gátu ekki veitt þjóðinni góð lífskjör í nútíma skilningi. Undirstaða hinna miklu fram- fara síðustu áratuga eru stórvirk veiðitæki og betri aflanýting, en jafnframt hefur landbúnað- urinn tekið miklum framförum og ýmis mikils- verður iðnaður risið upp. Þrátt fyrir framfar- irnar hefur efnahagslífið þó einkennzt af óstöð- ugleika, sem einkum má kenna einhæfum út- flutningsatvinnuvegum og því, hve þjóðin er háð síbreytilegri veðráttu og fiskgengd. En erlend efnahagsaðstoð og ýmsar óvenjulegar aðstæður hafa vegið upp á móti þessu síðari árin. Vonir standa til, að miklar framfarir muni verða í höfuðatvinnuvegum landsmanna á næstu áratugum, en af ýmsum ástæðum virðist ólík- legt að þeir muni fullnægja þeim kröfum, sem gerðar verða. — Fáir munu hafa mikla trú á, að unnt verði að flytja út héðan landbúnaðar- afurðir, svo nokkru nemi. Helzt er talað um kindalcjöt í þessu sambandi, en jafnvel þótt við yrðum samkeppnisfærir hvað verð snertir, er mjög takmarkað hvað afréttarlöndin geta borið stórar hjarðir, og líklegt má telja að beit á rækt- uðu landi yrði of kostnaðarsöm. Aftur á móti hefur landbúnaðurinn mikilvægu hlutverki að gegna fyrir vaxandi innlendan markað. Ef vel tekst til um verndun hrygningarstöðv- anna, má vafalaust auka fiskveiðarnir verulega, og nýjar veiðiaðferðir munu bæta aðstöðuna, en einkum mun fullkomnari fiskvinnsla eiga mikla FliJÁLS vehzlun 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.