Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 16
fyrir þjóðarinnar hönd, falið að ráða stefnunni, til góðs eða ills. Hveniig á að leysa þennan hnút? Ég sé ekki að það verði betur gert á annan hátt en þann, að ríkisstjórninni sé fenginn réttur til þess að víkja seðlabankastjórunum frá starfi vegna ágreinings um stefnu. Vitanlega er það neyðarúrræði að þurfa að grípa til slíkra ráðstafana, og löggjafinn þarf að sjá til þess að þeim sé ekki beitt gálauslega, m. a. með því að veita bankastjóra sem fvrir slíku yrði nokkurt fjárhagslegt öryggi. Ég tel, að hér eigi aðeins að vera um varnagla að ræða, og ef vel tekst til um val bankastjóra, ætti nauðasjaldan að þurfa að koma til þess að þessum rétti væri beitt. Einmitt þarna er eitt mikilvægasta atriðið. Það er ekki nóg að bankastjórar seðlabankans uppfylli almenn embættisskilyrði um að vera með fullu viti og hafa ekki komizt í kast við hegningarlögin. Þeir þurfa að hafa þekkingu og skilning á þeim sér- stöku viðfangsefnum, sem seðlabönkum er ætlað að leysa umfram aðra banka. Þeir verða að geta komið fram út á við gagnvart þeim seðlabönkum og öðrum stofnunum, sem seðlabankinn þarf að skipta við erlendis. Og síðast en ekki sízt þurfa þeir að hafa þá lipurð að geta unnið með ríkis- stjórnum, sem þeir eru kannske ekki að öllu sam- mála, og það lítillæti, sem þarf til þess að geta komið á góðu samstarfi við aðra banka í landinu. Ef þegar í upphafi er lagður sá hornsteinn að nýjum, sjálfstæðum seðlabanka, að erfðavenjur hans geti orðið í samræmi við þetta, mun hann, eins og helztu seðlabankar nágrannaríkja íslands, ávinna sér þann myndugleik gagnvart ríkisstjórn- unum sem hvílir á trausti til þekkingar og dóm- greindar, — og þá er vel. ÁFANGAR Sveinbjörn Árnascm hefur haf- ið rckstur eigin verzlunar, sem er Fatabúðin á Skólavörðustíg 21. Sveinbjörn er fæddur í Ólafs- vík 2. júlí 1904. Hann réðist til Iíaraldarbúðar árið 1920, sem sendisveinn og starfaði þar síðan við öll almenn verzlunarstörf. Sveinbjörn dvaldist í Englandi á árunum 1926 og ’27 og lærði þar „útstillingar“ og hagnýta verzlunarstarfsemi. Síðan sá hann um gluggaskreytingar í meira en 20 ár og þótti það starf lians til fyrirmyndar. Sveinbjörn var síðan verzlunarstjóri í Haraldarbúð þar til í júlí 1959. Hann keypti Fatabúðina á árinu 1959 og tók að starfa við hana í sept. sl. sem framkvæmdastj. og aðaleigandi. Sveinbjörn var um árabil einn af for- ystumönnum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og hefur látið margvísleg verzlunarmálefni til sín taka. Sverrir Ilermannsson hefir ný- lega verið ráðinn að dagblaðinu Vísi. Sverrir er fæddur 26. febr. 1930 að Ögri við ísafjarðardjúp. Hann lauk stiidentsprófi frá M. A. 1951 og prófi í viðspiptafr. frá H. í. 1955. Að loknu námi starf- aði Sverrir um eins árs skeið hjá Vinnuveitcndasambandi íslands, en síðan hjá Verzlunarmannafél. Reykjavíkur þar til nú. — Sverrir hefir tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hann er form. Landssambands ísl. verzlunarmanna. Magnús L. Sveinsson tók um miðjan marz sl. við starfi fram- kvæmdastjóra hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur. Magn- ús er fæddur 1. maí 1931 að Uxa- hrygg á Rangárvöllum. Hann út- skrifaðist úr Samvinnuskólanum vorið 1951. Að námi loknu hóf hann skrifstofustörf hjá Kaup- félagi Árnesinga, Selfossi, og starfaði hjá því þar til í apríl 1958, að hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist skrifstofum. hjá Olíufélaginu Skeljungi. 16 PRJÁLS VERZLDN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.