Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 12
aðarhéruðum. Þessi sérstæði eiginleiki iðnaðarins gerir það einmitt að verkum, að hann kemur frekar til greina á Islandi, en ef til vill nokkur annar stóriðnaður. Annar eiginleiki aluminium- iðnaðarins er sá, að hann krefst mjög stórra verksmiðja. í Evrópu munu 50.000 tonna verk- smiðjur vera það minnsta, sem nú þykir hag- kvæmt að byggja, en í Bandaríkjunum og Kan- ada eru verksmiðjur er framleiða undir 100.000 tonnum af aluminium á ári vart taldar sam- keppnisfærar á heimsmarkaðnum. (Búast má við, að byggingarkostnaður 50.000 tonna verk- smiðju myndi nema 50—60 millj. dollara og helmingi stærri verksmiðju um eða yfir 100 millj. dollara.) Fimmtíu þúsund tonna verk- smiðja myndi þurfa 120—130 þús. kw. orku, og orkunotkunin myndi vaxa í réttu hlutfalli við aukin afköst. Ef erlendum aðilum yrði leyft að byggja aluminiumverksmiðju hér á landi og hinu frum- skilyrðinu yrði fullnægt, sem ekki skiptir minna máli, að einhverjir fyndust, er hefðu raunveru- legan áhuga á því, þá sýnist eðlilegt að lands- menn sjálfir kæmu upp nauðsynlegum orkuver- um og seldu raforkuna. Með því að hafa orku- verin allmiklu stærri, en nauðsynlegt væri vegna aluminiumvinnslunnar, myndi fást mjög ódýr raforka, sem nýta mætti í þágu nýrra iðngreina í landinu, eins og þeirra, sem minnzt var á hér að framan. En telja má líklegt, að erlent lánsfé fengist á frjálsum markaði til að koma upp slík- um orkuverum, þegar selja ætti mikinn hluta orkunnar erlendu stóriðjufyrirtæki. Samningur um sölu á raforku til langs tíma myndi einmitt notaður sem trygging fyrir lánveitendur. Nauðsyn erlends fjórmagns íslendingum hefur verið nokkuð gjarnt að minnast á hinn mikla auð, sem væri fólginn í orkulindum landsins. En því aðeins er um mik- inn auð að ræða, að orkulindirnar séu nýttar í stórum stíl. Slík nýting sýnist óhugsandi, nema útlendingar leggi fé í einhver fyrirtæki í landinu, einkum vegna þess að íramkvæmdir mega ekki dragast mjög lengi. Innan fárra áratuga eða jafnvel nokkurra ára geta framfarir í nýtingu kjarnorkunnar og vetnisorkunnar valdið því, að ekki yrði gerlegt að koma upp orkufrekum út- flutningsiðnaði á Islandi. Nauðsyn skjótra fram- kvæmda á sérstaklega við um fossana, því telja má líklegt að hitaorkan frá jarðhitasvæðunum muni töluvert lengur standast samkeppni kjarn- orkunnar og vetnisorkunnar. Hafi vatnsorku- verum aftur á móti verið komið upp þarf lítt að óttast samkeppni hinna nýju orkugjafa, því eins og kunnugt er standast gróin fyrirtæki yfirleitt vel samkeppni nýrra fyrirtækja. Tilgangslaust er að tala um fjárfestingu er- lendra aðila, ef ekkert er gert til að laða þá að landinu. Það er útbreiddur misskilningur, að Is- lendingar þurfi ekki annað en láta boð út ganga, að þeir vilji hleypa erlendu fjármagni inn í land sitt, þá muni fjöldi fyrirtækja bjóða fram fé og þekkingu til framkvæmda. íslenzku fossarnir eru góðir, en þó er þess ekki að vænta, að um orku þeirra verði barizt af mikilli hörku. Sérstaklega yrði erfitt að fá fyrsta fyrirtækið til að hefja hér framkvæmdir, þar sem engin reynsla er af viðskiptum við íslendinga á þessu sviði. Mæti sá, er ísinn brýtur, sanngirni og velvilja, má búast við að fleiri komi á eftir. íslendingar gætu þá valið sér viðskiptamenn, og alltaf má stöðva þróunina, þegar henta þykir, enda þarf hún að vera í samræmi við það vinnuafl, sem fyrir hendi er, og aðrar aðstæður á hverjum tíma. Ilagnaður landsbúa af erlendri fjárfestingu gæti orðið margvíslegur og hefur einkum verið drepið á tvö atriði hér að framan. Það er hvernig fá mætti mjög ódýra raforku til frjálsrar ráð- stöfunar samtímis því sem orka væri seld er- lendum aðilum, og að við myndum tryggja nýt- ingu fossanna áður en aðrir orkugjafar hefðu dregið mjög úr verðgildi þeirra. Af þessu tvennu myndi leiða aukna fjölbreytni atvinnuveganna og landsmenn myndu eignast mikil raforkuver. En af þessu myndi einnig leiða margvíslegan annan hagnað og verður nú drepið á það helzta. Meðan á byggingu stórverksmiðju stæði myndu skapast miklar gjaldeyristekjur, og mætti gera ráð fyrir, að allt að helmingur slíkra tekna yrði til frambúðar, þar sem langflestir starfs- menn við bygginguna og reksturinn yrðu inn- lendir; væri þar með kominn nýr gjaldeyrisafl- andi atvinnuvegur. Að sjálfsögðu yrði rekstur hinna crlendu aðila skattlagður, og vegna stærð- ar gæti orðið um miklar upphæðir að ræða, þó við gætum ekki komið við okkar venjulegu skattstigum (en um skattamálin yrði eðlilega að semja fyrirfram). Einnig er hugsanlegt að fá skattana greidda á þann hátt, að íslenzka ríkið 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.