Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 21
Dr. Benjconín Eiríksson, bankastjóri: EFNAHAGSMÁLA- RÁÐST AF ANIRN AR í síðasta liefli Frjálsrar Verzlunar \ ar birtur fyrri hluti fram- söguræðu, sem dr. Benjamín Eiríksson, bankastjóri, flutti á um- ræðufundi Stúdentafélags Kevkjavíkur 14. febrúar sl. En á þess- um fundi voru ræddar viðreisnaráætlanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum. Hér fer á eflir síðari lduli framsöguræðunn- ar, þar sem m. a. koma fram mjög athyglisverðar liugleiðingar um gróða og eignamyndun. Peningamól Ég vík að peningamálunum með aðeins örfáum orðum. Á undanförnum árurn Jtefi ég nokkrum sinnum haft tækifæri til þess að koma þeirri skoðun á fram- færi, að ég teldi að það þyrfti að brevta til um meðferð og yfirstjórn peningamálanna í landinu. Þessar skoðanir mínar eru óbreyttar. Félagasamtök Ég mun nú fara nokkrum orðum ttm samtök borgaranna á efnahagssviðinu. í því þjóðfélagi, sem við lifum, hagar þannig til, að mikið af atvinnutækjunum eru stór og rnikil fyrirferðar. Einingarnar eru stórar. Nútímaat- vinnulíf, með hinum mikilvirku atvinnutækjum og stóru framleiðslueiningum, útheimtir samtök. Fæst- ir einstaklingar eru svo voldugir efnahagslega, að þeir ráði við þau nema í samvinnu við aðra. Þá koma einnig til mismunandi skoðanir manna á fé- lagsmálum. Ríkisvaldið hefir því sett löggjöf um þau félög og samtök, sem láta til sín taka í efna- hagslífinu, fyrst og fremst um hlutafélög, en einn- ig um samvinnufélög og' félög eins og launþega- samtökin. Hér með má einnig telja löggjöf um at- vinnurekstur sveitarfélaga og ríkisins. 011 hefir þessi löggjöf geysimikla þýðingu. Sum laganna þyrftu mikillar endurskoðunar við. í sameiningu hefir fé- lagalöggjöfin, og yfirleitt löggjöfin um atvinnu- rekstrarform landsmanna, ásamt. með skattalög- unum, haft hin óheillavænlegustu áhrif á þróun efnahagskerfisins og yfirleitt allt þjóðlífið. Því mið- ur get ég ekki staldrað við til þess að ræða þessi þýðingarmiklu mál. En hér er að nokkru að lcita orsakanna til ófarnaðarins. Hugsunarhóttur þjóðarinnar Eitt af því, sem ég tel að eigi þátt í því, hvernig farið hefir, er úreltur og rangur hugsunarháttur þjóðarinnar í efnahagsmálum. Við lieyrum oft talað um nútímann, enda er hann okkur næstur. Menn segja gjarna: Allt er svo breytt! Hér eru komnar vélar, hér eru komin stór skip, verksmiðjur og flugvélar, hér eru komin hluta- félög, samvinnufélög og verkalýðsfélög, margir hlut- ir, sem þjóðin þekkti ekki fyrr en nú nýlega. Yfir þessi nýju fyrirbrigði notum við oft gömul orð, og sést þá tíðum yfir, að um nýjung sé að ræða. Þannig hafa orð eins og félag breytt um merkingu. Og orð eins og skattur merkir nú orðið fyrst og fremst greiðslu fyrir sameiginlega þjónustu, eða styrk til samborgarans. Áður fyrr merkti þetta orð greiðslu til erlends þjóðhöfðingja og fór til að standa straum af hirðhaldi hans og her. En við sjáum fljótlega, að þrátt. fyrir hinar miklu breytingar á atvinnuvegunum og stofnunum þjóð- arinnar lifir margt hið gamla áfram. Leifar liins eldra þjóðfélags lifa áfram í hugsunarhætt.i fólks- ins. Hið gamla þjóðfélag er enn þá sterkur þáttur í_ sál þjóðarinnar. Þannig er um orð eins og gróða. Áður fvrr merkti það tilviljunarkenndan hagnað, oft og tíðum fenginn eftir misjafnlega heiðarlegum leiðum. Gróði var eitthvað ncikvætt. Hvað er gróði? í frjálsu atvinnulífi er gróðinn fyrirbrigði, sem hcfur mikla þjóðhagslega þýðingu. Ilann er fyrst og frcmst afgangur af rekstri atvinnuf.yrirtækja, eftir að þau hafa greitt allan sinn kostnað. í frjálsu at- vinnulífi mælir atvinnurekendagróðinn fyrst og fremst hagkvæmnina, sem kemur fram í st.jórn fyr- irtækisins og hagkvæmnina í ]>ví, hvernig fjármagn- ið er notað. Og að svo miklu leyti, sem atvinnu- lífið er frjálst og um frjálsa samkeppni er að ræða, hverfur þessi gróði, eftir því sem fleiri leita inn á sama athafnasviðið. Gróði, sem er meiri en þarf til þess að viðhalda fyrirtækinu, er því fyrst og FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.