Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 29
Nr. 3. Þessi mynd er lekin um 1882—3, og sjást á henni öll húsin, sem hér er fjallaS um. Fremst er hús Sigfúsar Eymundssonar („Prófastshúsið"), og hefur nú nýlega verið byggt ofan á það allt. Bókaverzlunin er á neðri hæðinni og siálfur stendur hann í dyrunum ásamt öðrum manni, en Sólveig kona hans úti á svölum. Húsið hefur hér í höfuðdráttum fengið það útlit, sem það hefur enn S dag, þótt allmiklar breytingar hafi á þvl orðið. Næst getur að líta húsið, sem ísleifur Einarsson lét reisa. en Presta- skólinn er þar til húsa, þegar myndin er tekin. Þá koma húsin tvö (sýslumannshúsið og bökunarhúsið) eftir að þau hafa verið saraeinuð I eitt hús og eftir þær breytingar, sem Árni Thorsteinsson landfógeti lét á því gera um 1861. Eru útlínur þess orðnar þær sömu og enn eru, þó að verulegar breytingar hafi að öðru leyti síðan verið gerðar. Fremst á myndinni má sjá kálgarð landshöfðingja, en þar er nú stjórnarráðsblettur. Mynd þessi er úr safni Georgs Olafssonar bankastj. í skjalasafni Reykjavíkur. bjó í húsinu til ársins 1851, en seldi það þá Kristjáni Kristjánssyni, sem verið hafði land- fógeti og bæjarfógeti í Reykjavík frá 1849. Dvöl hans þar varð þó ekki löng, því að eftir þjóð- fundinn 1851 var honum vikið úr embætti, sakir eindregins stuðnings við Jón Sigurðsson. Seldi því Ki’istján eftirmanni sínum, Vilhjálmi Finsen, húsið árið 1852 og bjó Vilhjálmur þar, meðan hann gegndi landfógetaembættinu og bæjarfógetaembættinu í Reykjavílc, en það var til ársins 1800. Fluttist hann síðan búferlum til Danmerkur, og varð síðar hæstaréttardómari svo sem áður greinir. Húsið keypti Árni Thorsteinsson, eftirmaður Vilhjálms, árið 1861. Lét Árni síðan byggja við húsið til austurs og auka hæð ofan áþað að hluta. Hafði húsið þá fengið þá lögun í höfuðdráttum, sem það hefur haft síðastliðin 100 ár. Árni Thorsteinsson bjó í húsinu til dauðadags 1907 og þar voru einnig embættisskrifstofur hans. Eftir lians dag var húsið í eigu erfingja hans, síðast Hannesar Thorsteinssonar bankastjóra, og bjó hann þar til ársins 1931, en það ár keypti ríkissjóður húsið. Ríkissjóður afhenti sama ár K.F.U.M. húsið í makaskiptum fyrir lóðir við Lækjargötu og hefur það síðan verið í eigu þess félagsskapar. Geysimiklar breytingar hafa verið gerðar á húsinu og einnig viðaukar. Þar hafa verið starf- ræktar verzlanir, en nú um langt skeið Hress- ingarskálinn, gleraugnaverzlunin Týli og rakara- stofa Kjartans Ólafssonar. FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.