Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1963, Blaðsíða 3
veru hennar á augljósan og ódýran hátt. Iílutverk auglýsingarinnar er að selja. Fallegar, listrænar aug- lýsingar eru því miður ekki alltaf þær sem árangurs- ríkastar verða. Þróunin hefur verið sú, að hver ný auglýsing leitast við að yfirgnæfa það sem fyrir er. Hún vill vera betri þeim sem fyrir eru, hafa hærra, en þess ber að gæta, að órói, yfirboð og hin stóru loforð hafa sín takmörk. Svo virðist nú sem hápunkti gagnkvæmra yfirboða sé náð, sem fyrirgangurinn skírskoti ekki lengur til fólks. Þar á ég ekki við gæðin, heldur uppbyggingu auglýsinganna. Og það er fleira sem máli skiptir — skriftin, sú leturteg- und sem notuð er, er t. d. mikilvæg. Hver letur- gerð hefur sitt sérstaka svipmót, það er hennar að segja frá og sannfæra, hún verður að laga sig eftir öðrum hlutum auglýsingarinnar. Ekki má rugla saman ólíkum skriftum eða notast við of margar tegundir. Hér á landi er því miður um marga erfið- leika í þessu efni. Prentsmiðjurnar eru fátækar af hinum nýrri Ieturgerðum, og þótt þær eigi citthvað, er sjaldan nema fáum stærðum fyrir að fara, svo hættan á samsulli ólíkra og andstæðra skrifta er alltaf til staðar. En því miður má ekki bara kenna um fátækt og smæð prentsmiðjanna, heldur oft vöntun á smekk og þekkingu við innkaup á letri. Þetta veldur teiknurum hér miklum erfiðlcikum. Einnig ber að gæta þess, að stærð auglýsingar- innar er ekki það sem mestu máli skiptir, heldur innihaldið og fyrirkomulag hennar. Hálfsiðuaug- lýsing í dagblaði og jafnvel minni auglýsing, vel gerð, hefur sama lesendafjölda og stundum meiri en heilsíðuauglýsing, sem ekkert eða lítið er til vandað. Talað er um beinar og óbeinar auglýsingar. Bein- ar auglýsingar eru t. d. pésar og bréf, sem send eru beint til ákveðinna aðila, afmarkaðra hópa. Lyfjafyrirtæki t. d. hefur venjulega ckki ástæðu til að auglýsa lyf sín á almennum vettvangi, enda bannað hjá fjölda þjóða, heldur senda þau lækn- um og lyfjafræðingum beint upplýsingar um vörur sínar. Beinar auglýsingar tíðkast mjög mikið er- lendis og þykja gefa góða raun. Óbeinar auglýsing- ar eru t. d. blaðaauglýsingar, plaköt, umbúðir og útvarpsauglýsingar. Blaðaauglýsingin skipar þegar veglegan sess í viðskiptalífinu. Kostir hennar eru margir og aug- ljósir, lilutfallslega lítill kostnaður við að ná til stórs, öruggs hóps kaupenda. Hægt er að koma henni á framfæri á stuttum tíma, hún getur birzt berlin ROMA NEWYORK Tilraunir til að samlaga skriitir „persónuleika" hinna ýmsu borga FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.