Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 4
í ýmsum stærðum á mismunandi tímum og stöð-
um, og þægilegt er að breyta einstökum hlutum
hennar án mikils kostnaðar.
Plakatið er í krafti stærðar sinnar og litafjölda
ein vinsælasta og sterkasta auglýsingin. Vegur þess
virðist fara vaxandi út um allan heim, og í mörg-
um löndum er árlega efnt til samkeppni um beztu
plakötin. Hér hafa þau enn ekki náð fótfestu, að-
allega vegna þess að möguleikar til að hengja þau
upp eru fáir.
Það á einnig að vera hlutverk teiknarans að sjá
um form umbúða alveg eins og að teikna á þær.
Þessir tveir hlutir eiga að fara saman. Hér gætir enn
mikils skilningsleysis á þessu sviði, því það skiptir
ekki svo litlu máli, hvernig form umbúðanna er.
Umbúðir sem slíkar eru orðin auglýsing, þær gefa
til kynna innihald sitt og eiga að sannfæra kaup-
anda um gæðin. Hlutverk umbúðanna hefur að
sjálfsögðu orðið enn meira við tilkomu kjörbúðanna.
Möguleikar á notkun útvarpsauglýsinga hér eru
mjög takmarkaðir vegna þeirra reglna sem Ríkis-
útvarpið sjálft setur um þá starfsemi. Auglýsinga-
textar eru settir undir smásjá og síðan allt lesið
upp í belg og biðu, engin tónlist leyfð og yfirleitt
ekkert sem sker sig úr.
Að sjálfsögðu mætti ræða hvern einstakan þátt
auglýsingastarfseminnar miklu ýtarlegar og væri
það efni í marga fyrirlestra, en ég hef tekið þann
kostinn að koma sem víðast við.
Flest fyrirtæki sem eitthvað auglýsa og vilja
fylgjast með tíðarandanum leitast við að gefa
ákveðinn svip öilu, sem frá þeim fer. Firmasvip-
urinn bera sín merki alls staðar, hvort sem um er
að ræða útlit bygginga fyrirtækisins, bifreiðir þess,
sýningar eða auglýsingar. Allir smáir og stórir hlutir
fyrirtækisins eru jafn áríðandi og eiga að bera svip
þess.
Firmamerkið og firmaskriftin er upphafið, og með
því byrjar fyrirtækið starfsemi. sína. Merki og
pappíra fyrirtækisins mætti kalla andlit þess. Hér
á landi gætir mjög mikils ósamræmis og skilnings-
leysis á þessum atriðum.
Stór fyrirtæki búa í nýtízku húsakynnum. Allir
innanstokksmunir bera svip tímans, forstjórinn ek-
ur um í vagni síns tíma, en andlit fyrirtækisins,
það sem snýr að kaupendum, er oft áratugum á
eftir timanum, svo sem merki og pappírar. Heilsíðu-
auglýsingar í dagblöð eru lagðar óundirbúið í hend-
ur setjurunum, og notast er við allskonar aðfengið
efni, sitt úr hverri áttinni, texti lélegur, ljósmynd-
ir slæmar. Þetta eru samt fyrirtæki, sem verja oft
hundruðum þúsunda í auglýsingar. Algengt mun
vera að fyrirtæki verji árlega á milli 2—1.5% af
veltu sinni í auglýsingar. Fer auðvitað mikið eftir
eðli þeirra og öðrum ástæðum. Árið 1961 vörðu
Japanir t. d. 1,56% af þjóðartekjum sínum í auglýs-
ingar. Áætla má að venjulegu verzlunarfyrirtæki sé
eðlilegt að verja 4—7% af veltu sinni í auglýsingar.
Mörg fyrirtæki gætu náð góðum árangri með aug-
lýsingum sínum, með því að verja minni upphæð,
en gera það á skynsamlegri hátt en þau gera.
Hér virðast flest fyrirtæki vera þeirrar skoðunar,
að ef þau auglýsi, þá eigi þau ekkert að gera fyrir
auglýsingar sínar, þær eigi að vera sem minnst áber-
andi og oftast er tilgangurinn raunar einhvers kon-
ar styrktarstarfsemi við blöð og tímarit. Má þar
nefna fyrirtæki, sem þó verja tugum ef ekki hundr-
uðum þúsunda í þessu skyni, svo sem Ríkisútvarp-
ið og Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Sá skiln-
ingur hjá stofnunum hins opinbera, að auglýsingar
séu óþarfi eða ill nauðsyn sem styrktarstarfsemi,
virðist ekki ríkja hjá opinberum aðilum erlendis.
Má þar nefna fyrirtæki eins og Póst og síma í V.-
Þýzkalandi, sem meira að segja er að mörgu leyti
brautryðjandi á sviði blaðaauglýsinga, hvað upp-
finningasemi og grafiskan frágang snertir, og ekki
bara á því sviði heldur eru frímerki þeirra sam-
ræmd því, sem er að gerast. Gæti íslenzka póst-
stjórnin mikið lært af þessu.
Frámunalegra fyrirkomulag á frímerkjasam-
keppnum en hér tíðkast, mun varla vera til. Þá
sjaldan sem til þeirra er efnt, er skilafrestur lítill,
samkeppnisskilmálar óljósir, frá dómnefnd er sjaldn-
ast eða aldrei skýrt, verðlaun lítil, og síðast t. d.
minni en taxti teiknarafélagsins segir til um. Inn-
sendar lausnir, ef einhverjar eru, hvergi sýndar
til samanburðar. í eitt skipti efndi póststjórnin til
samkeppni um Evrópumerki svo seint, að á sama
tíma var þeirri sömu keppni lokið í öðrum löndum
og búið að velja þar og birta niðurstöður opinber-
lega. Enda er svo komið, að þátttaka er engin orð-
in, og í samkeppni um skáta- og íþróttafrímerki í
sumar, barst aðeins ein lausn, sem þótti ekki upp-
fylla lágmarkskröfur þær, er settar voru. Þó er rétt
að geta þess, að eitt sinn valdi bandarískt stór-
blað eitt íslenzkt frímerki með hundrað beztu
merkjum ársins, að dómi blaðsins, blómamerki. Síð-
an hafa blómamerki teiknuð af svissnesku fyrir-
tæki skipað allstóran sess í frímerkjaútgáfu hér.
Við getum ekki að svo stöddu ætlast til, að hér
4
FRJÁLS VERZLUN