Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Síða 12

Frjáls verslun - 01.04.1963, Síða 12
Verzlunarbankimi fái gjaldeyrisrélfindi Aðalfundur Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn föstudaginn 29. marz í húsakynnum félags- ins í Tjarnargötu 14. Formaður félagsins, Kristján G. Gíslason, setti fundinn og minntist þeirra félagsmanna, sem látizt hafa á sl. starfsári. Risu fundarmenn úr sætum til þess að votta hinum látnu virðingu sína. Fundar- stjóri var kjörinn Þorsteinn Bernharðsson, stór- kaupmaður, en fundarritari Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. í skýrslu formanns og framkvæmdastjóra félags- ins yfir starfsemi þess á hinu liðna starfsári var skýrt frá hinum fjölmörgu verkefnum, sem stjórn félagsins og skrifstofa hafa haft með að gera á sl. starfsári. Var m. a. sagt frá því, sem gerzt hefði í verðlagsmálum, tollskrármálinu, lóðamálinu og inn- borgunum á greiðsluheimildir. Við það tækifæri lagði formaður fram bréf frá viðskiptamálaráðu- neytinu, dagsett 29. inarz, þar sem félaginu er til- kynnt, að ákveðið hafi verið að innborganir á greiðsluheimildir skuli lækka úr 25% í 10%. Kom fram í skýrslu stjórnarinnar að ríkisvaldinu beri nú þegar að hefja raunhæfar aðgerðir í því að fella niður hömlur í sambandi við verðlagsákvæði, því að ljóst væri, að framboði og eftirspurn á vörum og þjónustu væri nú þannig háttað, að hag neyt- enda væri bezt borgið með eðlilegri samkeppni á markaðnum. Slík samkeppni tryggði neytendum bezt kjör. Þá var og skýrt frá því, að stjórn fé- lagsins stæði í stöðugu sambandi við forráðamcnn borgarinnar í sambandi við úthlutun á lóð undir skrifstofu- og vörugeymsluhús fyrir félagið í ná- grenni lmfnarinnar. Þá var og skýrt frá mjög góðri samvinnu, sem væri á milli félagsins og stórkaup- mannafélaganna á Norðurlöndum, og væri þessi samvinna sífellt að aukast. Mundi sennilega verða háð hér norrænt stórkaupmannamót á árinu 1964. Þá var og fagnað hinum öra og mikla vexti Verzl- unarbanka íslands hf. á sl. ári, og var í því sam- bandi m. a. gerð ályktun, þar sem skorað var á stjórn Seðlabanka íslands og ríkisstjórnina að veita Verzlunarbankanum nú þegar gjaldeyrisréttindi, svo að Verzlunarbankinn geti fullnægt öllum banka- viðskiptum verzlunarstéttarinnar. Á fundinum voru einnig gerðar ályktanir um verðlagsmál og afnám einkasala, sem nánar verður skýrt frá hér síðar. Gjaldkeri félagsins, Vilhjálmur II. Vilhjálmsson, stórkaupmaður, las upp reikninga félagsins og skýrði þá. Kom greinilega í ljós, að hagur félagsins hefur aukizt mjög á hinu liðna starfsári. Bergur G. Gíslason, stórkaupmaður, fulltrúi fé- lagsins í stjórn íslenzka vöruskiptafélagsins sf., skýrði frá starfsemi ])ess félags svo og reikningum fyrir síðastliðið ár. Guðmundur Árnason, stórkaupmaður, fulltrúi fé- lagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, skýrði frá starfsemi sjóðsins, svo og reikningum. Formaður félagsins, Kristján G. Gíslason, ræðis- maður, skýrði frá því, að hann mundi ekki gefa kost á sér áfram sem formanni, og gerði það að til- lögu sinni, að Ililmar Fenger yrði kjörinn formað- ur, en hann hefur verið varaformaður í stjórn fé- lagsins að undanförnu. Var Hilmar Fenger sam- hljóða kjörinn formaður félagsins. Úr stjórn félagsins áttu að ganga stórkaupmenn- irnir: Friðrik Sigurbjörnsson, Hilmar Fenger og Hannes Þorsteinsson. Friðrik Sigurbjörnsson baðst eindregið undan endurkjöri. Kjörnir voru til tveggja ára Hannes Þorsteinsson, Einar Farestveit og Ól- afur Guðnason. Sjórnina skipa nú eftirtaldir menn: Hilmar Fenger, formaður, en meðstjórnendur eru Hannes Þorsteinsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Gunnar Ingimundarson, Jón Ó. Hjörleifsson, Einar Farestveit og Ólafur Guðnason. Endurskoðendur voru endurkjörnir samhljóða þeir Ólafur Ilaukur Ólafsson og Tómas Pétursson. Aðalfulltrúar félagsins í stjórn Verzlunarráðs ís- lands voru kjörnir Hilmar Fenger og Kristján G. 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.