Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Síða 13

Frjáls verslun - 01.04.1963, Síða 13
Gíslason, en varafulltrúar Páll Þorgeirsson og Sig- fús Bjarnasn. Á fundinum var samþykkt ályktun um að skora á stjórn Verzlunarráðs íslands að kjósa nefnd, sem í ættu sæti fulltrúar frá Félagi íslenzkra iðnrekenda, Kaupmannasamtökum Islands og Félagi íslenzkra stórkaupmanna, til að endurskoða lög Verzlunarráðs íslands, varðandi tilgang þess og uppbyggingu. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fund- inum: 1. Verzlunarbanki íslands hf. Aðalfundur F. í. S., haldinn 29. marz 1963, ítrek- ar fyrri áskoranir til stjórnar Seðlabankans og rík- isstjórnarinnar um að þessir aðilar hlut.ist til um að Verzlunarbanka íslands hf. verði veitt réttindi til verzlunar með erlendan gjaldeyri hið hið allra fyrsta. 2. Verðlagsmól Aðalfundur F. í. S., haldinn 29. marz 1963, vill minna á þá staðreynd, að núverandi ríkisstjórn hefur lýst því yfir sem stefnu sinni, að gildandi verðlagshömlur beri að afnema. Fyrir því beinir fundurinn þeirri árskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún láti ekki hjá líða að framfylgja þessu stefnu- skrármáli sínu án tafar. 3. Afnám á einkasölum Aðalfundur F. í. S., haldinn 29. marz 1963 leyfir sér að ítreka fyrri ályktanir um að leggja beri nið- ur einkasölu á tóbaksvörum, viðtækjum, eldspýt- um, bökunardropum, hárvötnum, ilmvötnum o. fl., þar sem líklegt er, að einkafyrirtæki mundu geta annazt innflutning og dreifingu þessara vöruteg- unda með mun lægri dreifingarkostnaði til hags- bóta fyrir neytendur. í fundarlok var fráfarandi formanni félagsins, Kristjáni G. Gíslasyni, þökkuð mjög mikil og ár- angursrík störf í þágu félagsins svo og Friðrik Sig- urbjörnssyni. Jafnframt var fundarmönnum þökkuð góð fund- arsókn og fundarstjóra, Þorsteini Bernharðssyni, þökkuð góð fundarstjórn. Rétt er að geta þess, að þetta var 35. aðalfund- ur Félags íslenzkra stórkaupmanna, en félagið verð- ur 35 ára þann 21. maí nk. T ollvörugey mslan Framhald af bls. 11 fyrir að 600 fermetrar af húsinu verði einangrað og upphitað. Byggingarkostnaður hússins verður þannig 523,00 kr. pr. m3, og álít ég það mjög skap- legt, sérstaklega þegar þess er gætt að grunnurinn var mjög erfiður. Yta þurfti úr hornum ea. 3000 rúmmetrum af ónýtum jarðvegi og fylla upp aftur 9155 rúmmetra. Kostaði þetta samanlagt um 782.000,00 kr. Auk þess voru svo undirstöður all- dýrar, þar sem þær voru allt upp í fjögra metra háar. Má hiklaust telja að liúsið hafi orðið 5—600 þús. kr. dýrara vegna halla á lóðinni og hins slæma botns. í umræddri kostnaðar- og rekstursáætlun er gert ráð fyrir að bygging fyrir tollgæzlumenn kosti 675.000,00 kr. Athafnasvæði fyrir framan húsið 4.082.000,00 kr., og tvö st. forklyftara til að ferma og afferma bíla og annast flutninga utanhúss muni kosta 650.000,00 kr. Uppdrættir af húsi tollgæzlu- mannanna hafa nú verið samþykktir af tollgæzlu- stjóra og verður sú framkvæmd boðin út næstu daga. Samanlagður kostnaður við fyrsta áfanga er þann- ig áætlaður 11.762.000,00 kr. Vonast ég til að sú áætlun sé nærri lagi, cnda þegar komin nokkur reynsla á hana. Eftir að áætlunin var gerð hafa verið boðnar út liurðir og raflögn í húsið og enn- fremur ýtuvinna og uppfylling athafnasvæðisins sunnan við það. Samanlagður tilboðskostnaður í þessi verk er 1.591.184,00 kr., en samkvæmt áætl- uninni hefðu þær átt að kosta 1.663.000,00 kr., eða 72.000,00 kr. meira. Ég skal svo ekki þreyta ykkur með lengri ræðu að sinni. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn til að svara fyrirspurnum ef þess verður óskað. Uppdrætt- ir af mannvirkinu liggja hér frammi, og er ég fús til að skýra þá fyrir þeim, sem áhuga hafa á því hér á eftir. Ég vil svo Ijúka máli mínu með því að þakka stjórn Tollvörugeymslunnar fyrir mjög ánægjulega samvinnu og vonast til að svo megi áfram verða. Lítill sonur: „Mamma fór niður til að kaupa skammbyssu.“ Gesturinn: „Sagði pabbi þinn henni, hveða teg- und hún skyldi kaupa?“ Sonurinn: „Nei, veit ekki einu sinni, að hún ætlar að skjóta hann.“ FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.