Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 14
Alvinnudeild Háskólans í aldarfjórðung
Fyrsta tilraun löggjafarvaldsins til að koma á fót
vísindarannsóknum á íslandi var sú, er Alþingi
samþykkti lög árið 1935 um rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna við Háskóla íslands. Þeim iögum
var breytt 1940 með lögum um náttúrurannsóknir,
sem eru liin gildandi lög um rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna, ásamt lögum um rannsóknir og til-
raunir í þágu landbúnaðarins, er samþykkt voru
sama ár. Aldur Atvinnudeildar háskólans miðast
þó ekki við þessar iagasetningar, heldur telzt starf
hennar hefjast með því að hún flyzt í eigið hús á
háskólalóðinni, en það hús hefur borið nafnið At-
vinnudeild háskólans, og var raunar fyrir æði löngu
ákveðið að miða aldur deildarinnar við það að
hún flutti í húsið, sem var 17. september 1937.
ýmsar ástæður lágu til þess, að aldarfjórðungs af-
mælis deildarinnar var ekki minnzt fyrr en nú
seinni hluta vetrar.
Rannsóknaráð ríkisins var stofnað 1939 og var
því falin yfirstjórn Atvinnudeildar háskólans, og
þar hefur framkvæmdastjórn þess verið til húsa.
Fjölgun starfsliðs Atvinnudeildar sýnir að nokkru
vöxt hennar. Arið 1937 störfuðu við hana 18 sér-
fræðingar og aðstoðarmenn, 33 árið 1948 og 54
árið 1962. En rannsóknastarfsemin hefur vaxið hæg-
ar hér en víðast í nágrannalöndum, og er það ein-
faldlega að rekja til þess, að fjárveitingar til rann-
sókna hafa mikið til staðið í stað í mörg ár, verið
h. u. b. 0,3% af þjóðarframleiðslunni á móti því
að aðrar þjóðir telja nauðsynlegt að verja 2% af
þjóðarframleiðslunni í þessu skyni. Lítið fé berst
deildinni annarsstaðar frá en ríkinu. Ekki liðu mörg
ár unz alltof þröngt varð í húsinu fyrir rannsókna-
starfsemina. Fiskideildin fluttist og var nokkur ár
í leiguhúsnæði úti í bæ, en eignaðist svo eigið
stórglæsilegt nýtt hús við Skúlagötu, Byggingar-
deild Iðnaðardeildar er nú í leiguhúsnæði, sem
óvíst er, hve lengi fæst. En í gamla húsinu er samt
þrengra en nokkru sinni áður. Nú á annað ár hef-
ur verið unnið að hústeikningum fyrir Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins og þær verið sendar bygg-
inganefnd. Reykjavíkurbær hefur úthlutað fyrir
rannsóknastarfsemina 48 hekturum lands í útjaðri
Reykjavíkur, á Keldnaholti, þar sem á að byggja
landbúnaðarrannsóknahverfi framtíðarinnar. Og nú
liggur fyrir Alþingi frumvarp um endurskipulagn-
ingu rannsókna í þágu atvinnuveganna.
Fislcirannsóknir
voru hafnar hér við land upp úr síðustu alda-
mótum á vegum ríkisstjórnarinnar í samráði við
Alþjóðahafrannsóknaráðið. Sá maður, er vann mest
og merkast starf á þessu sviði þá, var dr. Bjarni
Sæmundsson, sem telja má meðal forustumanna
fiskirannsókna í Evrópu. Þó telst, að kerfisbundn-
ar rannsóknir hefjist, er dr. Árni Friðriksson geng-
ur árið 1931 í þjónustu Fiskifélags íslands, sem ann-
aðist þessar rannsóknir unz Fiskideildin var stofn-
uð 1937. Tók þá dr. Árni við forustu hennar og
gegndi því unz hann 1954 gerðist framkvæmdastjóri
Alþjóðahafrannsóknaráðsins, en síðan hefur Jón
Jónsson fiskifræðingur veitt deildinni forstöðu. I
vetur eru starfandi við deildina 9 sérfræðingar og
15 aðstoðarmenn.
Meginverkefni Fiskideildar er að afla nauðyn-
legrar þekkingar til skynsamlegrar nýtingar hinna
einstöku fiskstofna og annars dýralífs sjávarins,
með kerfisbundnum athugunum á eðlisháttum
stofnsins sjálfs, áhrifum umhverfisins, áhrifum veið-
anna á stofninn, kerfisbundinni leit nýrra fiskimiða
og fiskileit á þekktum veiðisvæðum. Rannsóknir
á umhverfi fiskanna eru aðallega í athugunum á
eðlisfræðilegu ástandi sjávarins, plöntu- og dýra-
svifi í sjónum.
Rannsóknaleiðangrar hafa margir verið farnir á
vegum Fiskideildar og þannig fengizt mikilsverðar
upplýsingar um ástand og eðli sjávar og sam-
band þess við útbreiðslu og göngur fiska, t. d.
síldarinnar. Plöntu- og dýrasvif hafa verið athuguð
kerfisbundið. Framleiðni hinna ýmsu hafsvæða hef-
ur t. d. verið rannsökuð með geislavirku kolefni
og áformaðar rannsóknir með aðstoð geislavirkra
14
FRJÁLS VERZLUN