Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Page 23

Frjáls verslun - 01.04.1963, Page 23
Gilda ótti hans líf „Einninn deyði Jón Arnason í Keldunesi (hann var afi Skúla Magnússonar fógeta) fyrir norðan og það með undarlegum hætti. Hann reið í Fnjóska- dal að fá menn til að curera son sinn Gunnar. lliðu upp á Reykjahciði um haustið, litlu fyrir skips- siglingu á Húsavík, riðu svo þrír saman, Jón, Indriði Pétursson, hver son hans skyldi lækna, og piltur einn með þeim. Fengu svo á heiðinni snjó mikinn og mesta óveður með hræðilegu norðvestan veðri, sem ekki hefur í manna minnm annað þvílíkt skeð. En sem þeir komu austur á heiðina, þar sem heita Höfuðreiðar, villtust þeir af veginum suðaust- ur í hraunið. Þá varð hríðin svo sterk, þeir réðu sér ekki, pilturinn lagðist þá fyrir og gróf Indriði hann Uppi á miðri Reykjaheiði í fönn. Urðu þeir að láta þar fyrirberast, því snjórinn var svo mikill að hestarnir komust ekki áfram. Uppgafst þá Jón, sem var mannburðamað- ur mikill og lagðist fyrir, en þegar hann vildi á fætur aftur, gat hann ei upp staðið, en maðurinn gat ei rétt hann við. Því bragðaði hann það, að hann leiddi hest Jóns þangað, svo Jón náði báð- um höndum í ilveg ístaðsins og meinti svo að reisa sig við, því ókaldir voru fætur hans, en Indriði hélt hinsvegar í, svo ekki snaraðist af. Ei að held- ur gat Jón uppstaðið, en af ofboði og orku kippti hann ilveginum úr ístaðinu. Sá Jón að þetta átti að gilda hans líf. Lagðist hann þá fyrir loksins undir brekkunni og befalaði sig guði og bað mann- inn að gefa ekki sitt líf við, heldur komast til byggða; kaus sér legstað í Ilúsavík hjá sínum for- feðrum, en yrði það ekki, þá að Múla. Bað svo heilsa bróður sínum Bergþóri, en afréði manninum norður af að ríða, hvað og var ómögulegt, heldur snúa aftur vestur af heiðinni, því það væri skemmra. Setti Indriði svo uj)p til leiðarvísis hans arngeir, þar við háan liraunblett. Skildi þá við Jón og tók með sér piltinn úr fönninni, reið svo í hríðinni og náði svo seli frá Klömbru í Ilvömmum og skreið þar inn um stund, þar til dagaði. Birti þá hríðina, og svo til byggða með piltinn, illa fær. Safnaði þá Bergþór mönnum, og riðu þeir austur heiðina eftir tilvísun Indriða og fundu fyrst arngeirinn. Var þá snjórinn nær tvær mannhæðir undir brekkunni of- an að Jóni. Var liann þá látinn, síðan fluttur að Múlakirkju og þar jarðaður. Þannig hljóðar þessi áhrifamikla Iýsing Gríms- staðaannáls á sviplegum atburði sem skeður á heit- asta tíma ársins uppi á Reykjaheiði. Og hvers er þá ekki að vænta í haust- og vetrarveðrum þegar slíkir atburðir geta skeð um hásumar? Sennilega feigðarboði Um það bil hálfri öld eftir að Jón í Keldunesi varð úti, eða nánar til tekið haustið 1748, skeði annar og enn átakanlegri atburður á Reykjaheiði. Þetta haust var Guðrún Bjarnadóttir á Rauðu- skriðu í Skriðuhverfi að koma austan af landi ásamt ástmanni sínum, Þorsteini sýsluskrifara Þoi'steinssyni á Fornastöðum, stúlkukorni og' tveim fylgdarmönnum. Fóru þau Reykjaheiði, en lentu í stórviðri og byl. Guðrún Bjarnadóttir var kona auðug en talin bæði ágjörn og nizk. Var erindi hennar austur að heimta afgjöld af jarðeignum sínum, því hún vildi sjálf fylgjast með því að goldið væri af jörðunum án refja. í ferð þessari er sagt að einn leiguliði hennar, fátækur, hafi ekki getað staðið skil á af- gjaldinu og lenti í hörðu þeirra á milli. Hafði karl í heitingum við Guðrúnu að skilnaði. A vesturleið hafði Guðrún og fylgdarlið hennar átta klyfjaða hesta sem fylgdarmennirnir teymdu. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þau komu norð- ur á Ilólsfjöll og gistu á bæ einum. Kvaðst bónd- inn þar sjá ófrýnilegan strák í för með þeim. Myndi sá ekki boða gott, sennilega feigð. Kvaðst hann munu selja þeim fylgd og koma þeim heilum heim, enda fór orð af því að bóndi væri fjölkunn- ugur. Ekki þáði Guðrún fylgdina og kvaðst munu komast af án hennar. FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.