Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 30
þar hafði orðið harður aðgangur milli manns og
dýrs, en það síðarnefnda þó borið sigur úr býtum.
Hræið af manninum fannst þar skammt frá og
heitir þar Krossvarða.
Hér eftir eru litlar líkur til að Reykjaheiði verði
jafn sögurík heiðarslóð sem verið hefur fram eftir
öldum. Nú er vegur að mestu aflagður þar nema
hvað ferðalangar fara hann sér til gamans um há-
sumarleytið. Góður akvegur er kominn fyrir Tjör-
nes og ekki horfur á öðru en að þar verði franitíðar-
leiðin, jafnt að sumri sem vetri. Reykjaheiði lifir
því á fornri frægð — og henni illri.
Elzta fyrirtæki heims
Elzta fyrirtæki, sem nú er starfandi í heiminum
er vafalaust sænska fyrirtækið Stora Kopparberg
Bcrgslags Aktiebolag, sem rekur sögu sína allt aft-
ur til ársins 1288 og jafnvel ekki örgrannt um, að
það sé eilítið eldra.
Stora Kopparberg var í fyrstu eingöngu kopar-
framleiðandi og átti mikinn þátt í pólitísku veldi
Svía í Evrópu miðalda. Þannig gerði t. d. gróðinn
af Stora Kopparberg Gústaf Adolf, Svíakonungi,
kleyft að taka þátt í Þrjátíu ára styrjöldinni 1618—
1648.
í byrjun 19. aldarinnar minnkaði mikilvægi kop-
arsins og Stora Kopparberg sneri sér að öðrum hlut-
um. Nú er fyrirtækið stærsti rafmagnsframleiðandi
í Svíþjóð, stór framleiðandi af dagblaðapappír, sem
það flytur út til um 40 landa, hefur með höndum
mikla verzlun með mjólkur- og aðrar landbúnaðar-
afurðir, stærsti stálframleiðandi Svíþjóðar og hefur
miklu hlutverki að gegna í efnaiðnaði landsmanna.
En þrátt fyrir aldur sinn heldur Stora Koppar-
berg enn áfram að færa út kvíarnar og hefur þegar
byggt nokkrar verksmiðjur erlendis, auk þess sem
það hefur miklar tekjur af því að leyfa fyrirtækj-
um víðs vegar um heim að framleiða ýmsar vélar
til sérstakra nota, sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á.
Það má því með sanni segja að þótt aldurinn sé
orðinn nokkuð hár skortir Stora Kopparberg ekki
lífskraftinn.
★
Auglýsingar hér og erlendis
Framh. af bls. 6
menn í ríkara mæli til fyrirlestrahalds. Efna til sýn-
inga erlendra og innlendra. Efla þarf þann vísi, sem
nú er í Handíðaskólanum að fagskóla, i auglýs-
ingagerð, jafnvel styrkja nemendur til utanferða,
því eins og ástandið er hér, er fátt um að vera í
faginu. Stuðla þarf að því að meir verði efnt til
samkeppna, þar sem slíkt stuðlar að heilbrigðum
metnaði. Ættu þar stærri fyrirtæki og hið opinbera
að gangast fyrir að verðlauna eða veita viðurkenn-
ingu verzlunum sem beztar útstillingar hafa, verð-
launa góðar auglýsingar, auglýsingapésa, og svo
mætti lengi telja. Gera yfirleitt allt sem til örvunar
yrði. Síðan en ekki sízt að stuðla að því, að hér
verði gerð ýtarleg markaðskönnun.
Sagt hefur verið að höfuðverkefni auglýsingar-
innar, þjóðfélagslegt verkefni hennar sé að gera
menn óánægða með það sem þeir þegar hafa, og
væru þeir sem að þessu vinna því hálfgerðir skað-
semdarmenn, en því verður að vísa á bug. Góðir
auglýsingamenn eru hinir óþekktu og oft nafn-
lausu aðilar, sem stuðla að eðlilegum framförum,
þjónar viðskiptalífsins, sem sjá um að vélin hakli
áfram gangi sínum.
011 góð fyrirtæki eiga að vera sér meðvitandi
um það hlutverk sem þau gegna, að það, sem þau
auglýsa sé góð vara, markaðshæf vara og hlýða
þeim reglum sem leiða til árangurs. Meðal þessara
reglna er krafan um sannleika í auglýsingum, því
hann tryggir helzt árangur sem getur orðið til fram-
búðar, og það skiptir máli. Vara verður ekki dýrari
við það að vera auglýst, heldur ódýrari, og því
meiri sem veltan er, því meir aukast möguleikarnir
á að framleiða vöruna á hagnýtari og einfaldan
hátt, og þar með að gera hana neytendum ódýrari.
Lélegar auglýsingar eru dýrar, ósannar, fjárhagslegt
sjálfsmorð.
Góðar auglýsingar aftur á móti þjóna bæði aug-
lýsendum og neytendum.
Fréttamaður frá Stjörnunni átti stutt viðtal við
dóttur kunns borgara, og hún var komin af létt-
asta skeiði.
„Er það ekki rétt eftir haft, ungfrú Elísabet, að
þér ætlið að fara að giftast á næstunni?“
„O, nei, ekki stendur það nú heima. En ég er engu
að siður ósköp þakklát fyrir orðróminn.“
30
FRJÁLS VERZLUN