Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 29

Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 29
AF ERLENDUM VETTVANGI Hætfuástand í Suðausfur-Asíu Atburðir síðustu vikna í Laos hafa vakið ugg manna, en hefðu engum þurft að koma á óvart. Reynslan, sem fengizt hefur af starfsaðferðum hins alþjóðlega kommúnisma hefði átt að gera mönnum það fyrirfram ljóst, að það samkomulag, sem gert var í Genf um Laos gat ekki staðizt til lengdar. Það er jafnan háttur kommúnista, þegar þeir hafa komið sér sæmilega fyrir í nýrri vígstöðu að hefja nýja sókn. Þetta hafa þeir alls staðar gert, þar sem aðstæður hafa verið fyrir hendi og engum þurfti því að koma á óvart, þótt hersveitir Pathet-Laos brytu við fyrsta tækifæri alla samn- inga, sem gerðir voru í Genf um framtíðarstjórn landsins. Ástandið í þessum heimshluta fer hraðversnandi og spurningin nú er sú, hvenær Bandaríkjastjórn, sem að mestu leyti hefur tekið á sínar lierðar veg og vanda af vörnum gegn kommúnismanum í Suð- austur-Asíu, lætur sér bit.ra reynslu að kenningu verða og tckur upp nýjar starfsaðferðir. Undanfarin ár hefur undirróðursstarfsemi og skæruhernaður kommúnista í Suðaustur-Asíu eink- um beinzt að Suður-Vietnam og Laos. í Suður- Vietnam geysar nú í raun réttri algjör styrjöld og þar til á síðustu mánuðum fóru hersveitir stjórnar Suður-Vietnam augljóslega halloka fyrir skærulið- um Vietkong, sem laumað hefur verið inn í landið frá Norður-Vietnam og Laos. Þessi framsókn hefur nú að vísu verið stöðvuð en það væri rangt að segja að spilinu liafi alveg verið snúið við og ekki er ann- að fyrirsjáanlegt en langvarandi styrjöld muni standa, verði ekki aðrar starfsaðferðir upp teknar. í Laos er nú talið að kommúnistar hafi þegar um tvo þriðju hluta landsins á sínu valdi og ekki annað að sjá en landið allt verði þeim að bráð fyrr en varir. Thailand hefur hingað til að mestu leyti sloppið við undirróðursstarfsemi kommúnista, en nú benda öll sólarmerki til þess að þar sé friður- Forsætisráðherra Thailands — einn eindregnasti andstæðingur kommúnista í þessum heimshluta inn einnig úti. Stórir hópar skæruliða eru taldir komnir inn í landið frá Laos og notfæra þeir sér óspart þá staðreynd að innan landamæra Thai- lands eru stórir þjóðernisminnihlutar bæði frá Vietnam og Laos, sem ekki finna t.il neinnar holl- ustu við ríkisstjórn landsins. Það er ómótmælanleg staðreynd að kommúnistar hafa hægt og sígandi verið að auka við sig lands- svæði í þessum heimshluta undanfarin ár, með skæruhernaði, undirróðursstarfi og alþjóðlegum ó- hróðursherferðum á hendur ríkisstjórnum þessara FRJALS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.