Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 3
íslandi var ekki boðin þátttaka í EFTA, en hefði vafalaust fengið að vera með, ef þess hefði verið óskað. En tvær þýðingarmiklar ástæður voru þá til fyrirstöðu. Hin fyrri var vaxandi jafnvægislcysi og iingþveiti í efnahagsmálum um þetta leyti, sem útilokaði þátttöku í efnahagssamstarfi af þessu tagi, að óbreyttum aðstæðum. Hin seinni var svo land- helgisdeilan við Breta, s. k. þorskastríðið, sem var Þrándur í Götu nánara samstarfs við Bretland. Með viðreisninni og lausn landhelgisdeilunnar breyttust viðhorfin til EFTA. í skýrslu ríkisstjórnarinnatr til Alþingis, sem Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð- herra, flutti 12. nóvember 1!)(52 um Efnahagsbanda- lag Evrópu og ísland, segir svo um gang málanna: ,.í ársbyrjun 1061 var talið, að i undirbúningi væru viðræður um einhvers konar sameiningu bandalaganna. Ríkisstjórnin tók þá til athugunar, hvort ráðlegt væri að leita aðildar að Fríverzlunar- bandalaginu. Tilgangurinn hefði fyrst og fremst ver- ið sá, að öðlast samstöðu með Fríverzlunarbanda- lagslöndunum í samningum við Efnahagsbandalag- ið, svo og að leita innan Fríverzlunarbandalagsins hagkvæmrar lausnar á sérstökum vandamálum okk- ar í því skyni, að sú lausn yrði fordæmi, er lagt yrði til grundvallair í samningum við Efnahags- bandalagið. Það mælti einnig með því, að þcssi möguleiki yrði athugaður, að Fríverzlunarbanda- lagið hafði afráðið að hefja umræður um stefnu sína í sjávarútvegsmálum á árinu 1061, og að í samningum Finna við Fríverzlunarbandalagið hafði tekizt að finna lausn á vandamálum þeirra, að því er snerti viðskipti við Austur-Evrópu, er hugsanlega gæti orðið okkur fordæmi. f sambandi við þessar athuganir áttu íslenzkir embættismenn óformlegar könnunarviðræður við embættismenn nokkurra að- ildarríkja Fríverzlunarbandalagsins og fram- kvæmdastjórn þess. Þegar komið var fram í maí, var hins vegar orðið Ijóst, að Fríverzlunarbanda- lagið mundi ekki semja sem lieild við Efnahags- bandalagið, heldur mundu einstök lönd þess hvert um sig leita aðildar að Efnahagsbandalaginu og freista þess að fá hvert í sínu lagi lausn á sér- vandamalum sínum, þótt gert væri að vísu ráð fyrir, að þau hcfðu samráð sín í milli. Þegar svo var komið, taldi ríkisstiórnin það ekki geta verið til gagns, að fsland leitaði aðildar að Fríverzlunar- bandalaginu, og var athugun málsins því hætt.“ Nú 5 árum eftir að þetta skeði má full.yrða, að það hafi verið mikill skaði og óhapp, að ísland gerðist ekki aðili að EFTA árið 1061. Víst voru mörg vandamálin, sem hefði þurft að semja um þá — eins og nú. — En aðal kosturinn við að ger- ast þátttakandi í EFTA-samstarfinu var skuldbind- ingin um skipulega lækkun íslenzkra tolla í áföng- um, sem íslenzkur iðnaður var þá á flestum svið- um fær um að mæta. En slíkar árlegar tollalækk- anir hefðu vafalaust getað stuðlað að miklu stiið- ugri þróun verðlags og kaupgjalds heldur en við höfum upplifað síðan. Það er staðreynd, að við fulla atvinnu, og þar af leiðandi hækkandi verðlag og kaupgjald eru tollalækkanir og aukið innflutn- ingsfrelsi áhrifamestu ráðstafanirnar til að viðhalda jafnvægi. Þetta er reynsla allra EFTA og EBE landanna og væri efnahagslíf okkar í dag eflaust traustara, cf þessara áhrifa hefði gætt meira síð- ustu 5 árin. Ég tel enn ekki of seint að draga rétta ályktun af því óviðráðanlega óhappi, sem skeði 1061. EFTA-löndin höfðu þá aðeins hug á því einu, hvernig þau gætu náð samkomulagi við EBE. Við fórum líka að gera ítairlegar athuganir til undirbún- ings viðræðum við EBE, ef til þeirra kæmi. í þeim athugunum tóku m. a. þátt fulltrúar ýmissa hags- munasamtaka og lýstu þeir allir, að undantekuum fulltrúa Alþýðusambandsins, sig hlynnta þeirri hug- mynd, að ísland ætti að leita viðræðna um tengsl við Efnahagsbandalagið, án nokkurra skuldbind- inga þó. Við vitum allir, hvað skeði næst. Efti’r eins og hálfs árs samningaviðræður milli Breta og EBE, sem lengi litu út fyrir að myndu bera árangur, lögðu Frakkar eða réttar sagt de Gaulle blátt bann við að Bretar fengju inngöngu. Þetta skeði í janúar 1063. Var þá flestum Ijóst, sem með þessum málum fylgdust, að verulegur tími liði, þar til aftur yrði reynt að brúa bilið á milli EBE og EFTA. EFTA- löndin drógu þá réttu ályktun tóku að treysta meir samstarfið sín á milli og flýta tollalækkunum á sama hátt og EBE hafði gert. En hér úti á íslandi stóðu miklar og harðar umræður um efnahagsbanda- lagsmálin í mairga mánuði eftir að þessum málum var öllum slegið á frest, af þvi að hér fóru fram kosningar sumarið 1063. A meðan Bretar áttu í samningum við EBE var afstaða ríkisstjórnarinn- ar, að fylgjast sem bezt með gangi málanna, en bíða átekta. Þegar samningarnir höfðu strandað vakn- aði sú spurning, hvað væri hægt að gera til að draga úr óhagstæðum áhrifum EFTA og EBE á viðskipti okkar. Var þá talið rétt, að ísland gengi í GATT í trausti þess, að Kennedy-viðræðurnar, sem þá voru að hefjast, myndu leiða til verulegra FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.