Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Síða 4

Frjáls verslun - 01.06.1966, Síða 4
tollalækkana og draga úr þeirri tollamismunun, sem fór vaxandi í markaðsbandalögunum. ísland gerðist þannig bráðabirgðaaðili að GATT 5. marz 1964 til þess aö geta tekið þátt í Kennedy- viðræðunum. Þær hafa nú staðið yfir í næstum þrjú ár, án þess að hafa leitt til nokkurs árangurs enn- þá. Á næstu mánuðum fæst vonandi úr því skorið, hvort samkomulag næst milli stærstu iðnaðarþjóð- anna um alhliða tollalækkanir, ekki um 50% cins og takmarkið var, heldur 20—25% og þá einkum á iðnaðarvörum. Um landbúnaðar- og sjávarafurðir ríkir mikil óvissa vegna þess, að EBE hefur ekki enn getað komið sér saman um sameiginlegt tilboð aðildarríkjanna fyrir þessar afuirðir. En engin ástæða er til nokkurrar bjartsýni að því er snertir sjávar- afurðir. Mikil hætta er á, að tollkvótar EBE falli niðuir á næstu árum kannske strax 1967 eða kann- ske dregst það til 1970, og hugsanleg lækkun á ytri tolli EBE fyrir fisk og fiskafurðir verður að- eins lítil uppbót fyrir það áfall. Við getum því ekki með nokkrum rétti reiknað með að aðstaða okkar til fisksölu til markaðsbandalaganna batni verulega vegna Kennedy-viðræðnanna. Þótt vel aflist í bili og verðlag útflutningsins sé hagstætt eru samt margar blikur á lofti, sem við verðum að gefa gaum. Kennedy-viðræðurnar koma ekki til að leysa fyrir okkur þann vanda, sem markaðsbandalögin skapa okkur með afnámi innbyrðistolla 1967 og stórhækkun ytri tolla EBE, sem geta komið til framkvæmda fyrr en varir. Þar að auki nálgast sá dagur, þegar EBE ákveður fiskimálastefnu sína, og ef hún svipar til landbúnaðarstefnunnar eins og búizt er við, veirsnar aðstaða okkur til fisksölu til EBE-landanna. Er þá komið að því að ræða, hvað sé rétt að gera undir núverandi kringumstæðum. Um Efnahags- bandalagið er ekki tímabært að ræða núna en hins vegar gegnir allt öðru máli um EFTA. Verðum við því að gera okkur grein fyrir því hvað skuldbind- ingar og vandamál má reikna með, að fylgi aðild að EFTA og þá um leið, hvaða hag og fríðindi má ætla, að við fáum á móti. Skuldbmdingar EFTA-sáttmólans Aðalskuldbindingar EFTA-sáttmálans eru um af- nám á tollum og innflutningshöftum á þeim vörum, sem EFTA nær til og fluttar eru inn frá EFTA- svæðinu. En í 6. gr. sáttmálans eru fjáröflunar- tollar undanþegnir, og því aðeins skylt. að fella nið- ur verndartolla, þ. e. a. s. tolla á vörum, sem líka eru framleiddar í innflutningslandinu. Ef farið væri nákvæmlega eftir þessum ákvæðum, og ekki tekið tillit til annarra hluta, væri tollalækkun samfara EFTA-aðild ekki víðtæk, því að vörur, sem keppa við íslenzka framleiðslu, voru á árinu 1964 fluttar inn fvriir 991 millj. kr. Af þessari upphæð, 991 m. kr., komu 477 m. kr. frá EFTA-löndum og námu tollar á þeim innflutningi 203 m. kr. — En dæmið er ekki svona einfalt. I fyrsta lagi cru tollar á iðnaðarvör- um yfirleitt svo háir, að einhliða tollalækkun á þeim frá EFTA-löndum þýddi sama og innflutningsbann á þessum vörum frá öðrum löndum. Er því óhjá- kvæmilegt að lækka einnig tollana gagnvart öðrum löndum, þótt ekki þyrfti að fella þá alveg niður. Væri ekki óeðlilegt, að einhvcr tollamismunur væri gerður eftir því hvort varan er flutt frá EFTA- landi eða ekki — en hversu langt ætti að ganga i slíkri mismunun færi að nokkru eftir því, hvernig gengi að semja um sérfríðindi fyrir íslenzkan út- flutning til EFTA-landa. t öðru lagi er ekki hægt að lækka tolla á iðnaðarvörum án þess að lækka um leið eða jafnvel fyrr tolla á hráefnum, sem inn- lendi iðnaðurinn notar og ennfremur á iðnaðarvél- um. Innflutningur á hráefnum frá öllum löndum var 1964 896 millj. kr. og tollar 276 m. kr. en á vél- um og áhöldum einkum til iðnaðar 251 millj. kr. og tollar alls 66 m. kr. Samtals var innflutningurinn á iðnaðarvörum, hráefnum og vélum 2.139 m. kr. og tollar á þessum vörutegundum námu samkvæmt lauslegum útreikn- ingi 826 m. kr., en heildar tolltekjurnar voru það ár 1484 m. kr. Miklu ýtarlegri athuganir og áætl- anir þarf að gera um væntanleg áhrif tollabrevt- inga vegna EFTA-aðildar bæði á fjárhag rikisins og einstakar iðngreinar. En áður en það eir gert þarf að ákveða, hversu langt er rétt að ganga í almennri endurskoðun tolla. Verður eflaust ekki komizt hjá lækkun á ýmsum háum fjáröflunartollum til að draga úr óeðlilegu misræmi í verðlagi milli vöru- tegunda og jafnframt draga úr ólöglegum innflutn- ingi þeirra. Um tekjutap ríkissjóðs af þessum ástæð- um, og hvernig mætti bæta honum það, mun ég ræða síðar. t EFTA-sáttmálanum er gert ráð fvrir, að vernd- artollar lækkuðu um 10% á ári og yrðu að fullu afnumdir 1970. Á Lissabon-fundinum 1963 var þess- atri áætlun hraðað, svo að fullt tollfrelsi gengur í gildi um næstu áramót. Einnland hefur þó eitt ár í viðbót, en Portúgal fylgir ennþá áætlun um af- 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.