Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Page 13

Frjáls verslun - 01.06.1966, Page 13
má, að fyrstu ár Fríverzlunarbandalagsins hafi mót- azt nokkuð af því að menn voru að bíða nýrri tíð- inda í mairkaðsmálum Evrópu. EFTA beið fyrstu ár sín eftir því, að ný leið opnaðist til samstarfs eða sameiningar við Efnahagsbandalagið. Þessi Ieið virtist vera að opnast 1961, er Bretar sóttu um iimgöngu í Efnahagsbandalagið og hófu viðræður við það. Ljóst var að fengju Bretar inngöngu í Efnahagsbandalagið myndu fleiri EFTA-ríki fylgja fordæmi þeiiu'a og freista þess að fá inngöngu í bandalagið. Alger óvissa ríkti því um framtíð Ehví'A meðan á viðræðum Breta og Efnahagsbandalags- ins stóð. En eflir að slitnað hafði upp úr viðræðum Breta og Efuahagsbandalagsins í ársbyrjun 1963 urðu þáttaskil í sögu EFTA. Ríkjum Fríverzlunar- bandalagsins varð ljóst, að EFTA mundi um langa firamtíð eiga miklu hlutverki að gegna og sameining Evrópu í eina markaðsheild mundi geta dregizt um langt skeið. í samræmi við þessa skoðun töldu EFTA-ríkin nauðsynlegt að efla og styrkja banda- lagið. Lissabonfundurinn Það var Lissabon-fundur EFTA í maí 1963, sem markaði hina nýju stefnu, en sá fundur var haldinn til þess að ræða hin nýju viðhorf, er skapazt höfðu, eftir að upp úr viðræðum Breta og Efnahagsbanda- lagsins slitnaði. Nokk.rar miklivægar ákvarðanir voru teknar á Lissabonfundinum. Hin mikilvægasta þeirra fjallaði um það að flýta tollalækkunum bandalagsins og afnámi viðskiptahafta. Skyldi tolla- lækkunum lokið í árslok 1966 í stað 1970. Portúgal fékk þó undanþágu frá þessari nýju ákvörðun og ákveðið var, að nokkrar norskar iðnaðarvörua- yrðu undanþegnar. Var Norðmönnum heimilað að fella niður tolla á þeim vörum á jafnlöngum tíma og upphaflega hafði verið ákveðið. Þá var ákveðið að flýta enn meira niðurfellingu tolla á þeim sjávar- afurðum, sem tollalækkun EFTA næði til að freð- fiskflökum undanteknum. Skyldu tollar á umrædd- um vörum falla niður í ársbyrjun 1964. Kom sú ákvörðun þá til framkvæmda og niður voru felldir tollar á niðursoðnu fiskmeti, lýsi og mjöli. Var þessi mikilvæga ákvörðun um tollalækkanir á sjávaraf- utrðum tekin vegna kriifu frá Norðmönnum, sem höfðu óskað eftir því að tollalækkanir EFTA næðu til fleiri sjávarafurða. Hafa Norðmenn ætíð lagt á það áherzlu, að allar sjávarafurðir fengju EFTA meðferð, en ekki hefur sú krafa þeirra náð fram að ganga ennþá. Danir lögðu á það áheirzlu á Lissabon- fundinum, að EFTA léti landbúnaðarmálin til sín taka. Var samþykkt á fundinum, að hafnar skyldu árlegar athuganir á landbúnaðarmálunum, en sú ósk Dana, að tollalækkanir EFTA næðu almennt til landbúnaðarvara, hefur ekki náð fram að ganga. Varðandi viðskipti með landbúnaðarvörur hafa tví- hliða samningar aðilda.rríkja EFTA reynzt mikil- vægari en hin almennu ákvæði. Tvíhliða samningar um viðskipti með landbúnaðarvörur hafa verið gerð- ir milli Dana annars vcgar og Breta, Norðmanna, Svisslendinga, Portúgala og Svía hins vegar. Hafa Bretar m. a. veitt Diinum fríðindi á sviði smjöa-- viðskipta. En á Lissabon-fundinum var ekki aðeins rætt um tollalækkanir og aukna fríverzlun EFTA-ríkjanna, heldur var þar einnig fjallað um víðtækara sam- starf aðildarríkjanna og þá fyrst og fremst samstairf á sviði efnahagsmála. Var samþykkt að aðstoða þau aðildarríki EFd'A, sem skammt voru á veg komin í efnahagslegri þróun og var þá Portúgal einkum haft í huga. Var ákveðið að koma á fót sér- stakri nefnd til þess að sinna þessu verkefni og nefnist hún Economic Development Committee. I því skyni að stuðla að auknu efnahagslegu sam- starfi buðu Bretar EFTA-löndunum sarna aðgang að fjármagnsmarkaðnum í London og samveldis- löudin njóta. Svíar lýstu því einnig yfir, að þeir myndu gera ráðstafanir til þess að auðvelda EFTA- ríkjunum aðgang að fjármagnsmarkaðnum í Sví- þjóð, en Svisslendingar höfðu áður veitt EFTA- ríkjunum sérstakan aðgang að fjármagni í Sviss. Þessar ákvarðanir EFTA um efnahags- og fjármál hafa haft nokkra þýðingu en þó ekki mikla. EFTA hefur þrátt fyrir þær fyrst og fremst verið friverzl- unarbandalag, sem látið hefur sig tollalækkanir mestu skipta og efnaliagslegt samstarf hefur verið lítið. Þróun EFTA og starfsemi liefur skýrt ýmis ákvæði stofnsamningsins sem óljós voru í uþphafi. Enda þótt afnám tolla og hafta sé aðalatriði EFTA, fjallar stofnsamningurinn um mörg önnur atriði, en í framkvæmd hafa þau litla þýðingu. í stofnsamningnum er t. d. kveðið svo á að afnema skuli útflutningshöft, opinbera styrki og niður- greiðslur, ef þau dragi úr því viðskiptalegu hagræði, sem fríverzlunin eigi að skapa. Einnig skuli opinber rekstur lagður niður veiti hann innlendri framleiðslu óeðlilega mikla vernd. En í framkvæmd hafa þessi ákvæði þó ekki haft neina þýðingu. Hin einstöku aðildarríki hafa getað túlkað það nokkuð frjálslega, Iivort útflutningsstyrkir og opinber rekstur drægju FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.