Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1966, Side 18

Frjáls verslun - 01.06.1966, Side 18
þetta í huga, þegar ég nú niun reyna að gera grein fyrir viðhorfum lieildsala til hugsanlegrar aðildar íslands að EFTA. Að því er mér skilst, er hér ekk'i á ferðinni mál, er sérstaklcga varðar lieildsala sem slíka, nema að því leyti, sem utanríkisviðskipti íslendinga ykjust hlutfallslega, svo sem við væri að búast. Aðild að EFT'A mundi fela í sér gagnkvæmar lækkanir tolla. Að öðru óbreyttu yrði þess vegna við því að búast, að vöruviðskipti okkar við núverandi EFTA-ríki mundu verða meiri en ella og að aukning þeirra viðskipta yrði meiri en minnkun viðskipta við önnur ríki. Með því að heildsalar eiga tiltölulega stærri hlut að dreifingu innflutlra vara heldur en inn- lendra vara, gætu þeir af þessari ástæðu fagnað að- ild, en ég hygg, að hér yrði þó alls ekki um mikil- vægt hagsmunalegt atriði að ræða. Miklu mikilvægara er, að skynsamleg ákvörðun um afstöðu íslands til EFTA hlýtur að verða byggð á því fyrst og frcmst, liver áhrif líklegt sé, að það hafi á hagvöxt, hvort við gerumst aðilar eða ekki. Með tilkomu EFTA erum við setlir andspænis tækifæri, sem hugsanlcga mundi verða til þess að gera hagvöxt hér meiri en ella. Vandinn við að taka ákvörðun hlýtur fyrst og fremst að vera fólgin í vandanum við að meta, hver áhrif á hagvöxt að- ild að EFTA hefði. Mér skilst, að megináhrifin á þjóðarbúskapinn í heild yrðu tvíþætt: Annars vegar væri við því að búast, að tekjur af útflutningi ákveðins vörumagns til EFTA-landa, miðað við er- lendan gjaldeyri, mundu aukast sem næst því, sem nemur niðurfellingu tolla. Hins vegar mundi kaup- verð innfluttra vara frá EFTA-ríkjunum, — í er- lendum gjaldeyri —, haldast sem næst óbreytt. Mér finnst á hinn bóginn, að hagsmunir ákveð- inna atvinnugreina eigi alls ekki að ráða um endan- lega afstöðu okkar, enda alls ekki víst, þegar til kastanna kemur, að t. d. þeir, sem telja sér hag í aðild að EFTA, muni verða til þess að njóta ávaxt- anna í ríkari mæli en hinir. Til skýringar þessu mætti taka dæmi: Við niðurfellingu tolla af útflutt- um sjávarafurðum gæti verið tilefni til að draga úr hvers konar styrkjum til sjávarútvegsins (= fisk- vciðar -j- fiskiðnaður), að óbreyttu gengi, cða að halda uppi lægra gengi erlends gjaldeyris heldur en ella væri cðlilegt. Með því mundu allir notendur innfluttra vara njóta góðs af aðildinni. Aðalatriðið í þessu sambandi er, að stjórnarvöldin hafa yfir að ráða margs konar tækjum, sem beita má til þess að dreifa til sem flestra hagræðinu af aðild, og til þess að bæta þeim aðilum, er yrðu fyrir tímabundnu eða varanlegu tjóni, upp það áfall, sem þeir yrðu fyrir. Ef vilji er fyrir liéndi, ætti að vera hægt að forða ýmsum innlendum iðngreinum frá óréttmætu tjóni, er af því hlytist, að gerð yrði veruleg röskun á starfsskilyrðum þeirra. Aðild að EFTA mundi vafalaust gera óhjákvæmi- legt að hvers konar iðnaði, öðrum en náttúrulega vernduðum iðnaði, yrðu sköpuð starfsskilyrði, sem væru þjóðhagslega mun hagstæðari en verið hefur. Og með hliðsjón af nýgefnum upplýsingum fiski- fræðinga um veiðiþol fiskstofnanna, virðist varla fara milli mála, að hvers konar iðnaður, annar en fiskiðnaðuT og náttúrulega verndaður iðnaður, muni hafa æ vaxandi hlutfallslega þýðingu, og það án tillits til þess, livað verður gert í EFTA-málinu, og hver stefna stjórnvaldanna gagnvart iðnaðinum verður. En það væri vissulega heillavænlegt að stjórnarvöldin gerðu sér sein skýrasta grein fyrir framtíðarhlutvesrki þessa iðnaðar og mundu veita lífvænlegum iðngreinum þá aðhlynningu, sem hag- kvæm væri. Það er ljóst, að af aðild að EFTA hlytist mikil röskun á tekjuöflun ríkissjóðs, svo mikilvægar, sem tollatekjur hafa verið fyrir ríkisbúskapinn. En hér getur engan veginn verið um óyfirstíganlega erfið- leika að etja. Við gætum vafalaust lært eitthvað af athugun á þeirri skipan, sem er á innheimtu ríkistekna í EFTA-ríkjunum. Ýmsir möguleikar blasa við. Fyrir utan lækkun niðurgreiðslna neyzlu- vara er að sjálfsögðu vel hugsanlegt, að hafin verði sköttun þeirra „framfærslutekna“, sem að undan- förnu hafa verið undanþegnar tekjuskatti. Svo virð- ist, sem launþega megi einu gilda, hvoi't hann greiði engan tekjuskatt, en hátt verið fyrir neyzluvörur vegna innflutningstolla, eða einhvern tekjuskatt, en lægra verð fyrir vörurnar. Áður en ákvörðun er tekin um afstöðuna gagn- vart EFTA, má okkur ekki sjást yfir að kanna, hvei' áhrif aðild er líkleg til að hafa á verðlagsþróun hér á landi. Allir, sem tjá sig opinberlega um verð- bólgu, eru sammála um, að verðbólga hafi verið þjóðarböl. Með því að gerast aðilar að EFTA, mundum við, að því því cr mér virðist, verða að sætta okkur við, að úr höndum okkar yrðu tekin ýmis tæki, sem til þessa hafa gert okkur kleift að búa við skilyrði mun meiri verðbólgu heldur en hef- ur verið í viðskiptalöndum okkar. Hér er um að ræða afnám, ef til vill hægfara afnám, möguleik- Framhald á bls. 21 18 FR.JÁLS VERZLITN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.