Frjáls verslun - 01.06.1966, Blaðsíða 22
Gunnar J. Friðriksson:
Iðnaðurinn og EFTA
Það má segja, að ekki sé það nýlunda, að um-
ræður um ísland og markaðsmál Evrópu lcomist á
dagskrá hér á landi. Þessi mál hafa verið hér til
umræðu af og til frá því á árunum 1957 og 1958,
þegar ítarlegar umræður áttu sér stað á vegum
OEEC um stórt fríverzlunarsvæði. Hæst risu þó
umræðurnar um þessi mál á árinu 1961—1962 og
fóru þá frain allvíðtækar athuganir á ýmsu því er
máli skipti varðandi hugsanleg tengsl íslands við
Efnahagsbandalagið, en þá voru horfur á því að
Bretar og fleiri EFTA-Iönd gerðust aðilar að því
bandalagi.
Hér gefst ekki tími til að gera í örstuttu erindi
grein fyrir þeim áhrifum, sem slík aðild kann að
hafa á íslenzkan iðnað né heldur að ræða hagsmuni
hinna einstöku iðnaðargreina í því sambandi. Eg
vil aðeins lýsa hinum almennu viðhorfum iðnaðarins
til þessara mála eins og þan voru fyrir fjórum ár-
um og eins og þau eru í dag.
Þegar umræður risu sem hæst um Island og mark-
aðsmál Evrópu árið 1962, markaði ársþing iðn-
rekenda afstöðu iðnaðarins til þessara mála eins og
þau þá horfðu við. Mælti ársþingið með því að sótt
yrði um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu til
þess að úr því fengist skorið á hvern hátt sú aðild
yrði. I ályktuninni segir ennfremnr að iðnrekendur
séu hlynntir aðild, ef athuganir leiði í Ijós, að slík
aðild sé hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði, jafn-
vel þótt það hefði í för með sér ákveðna annmarka
fyrir sumar iðngreinar.
Nú munu vafalaust margir telja að viðhorf iðn-
aðarins til þessara mála hljóti að vera svipuð eða
þau sömu og árið 1962. Svo er hins vegar ckki, og
er mér óhætt að segja, að miðað við þær aðstæður,
sem iðnaðurinn býr við í dag, þá getur hann ckki
fallizt á aðikl íslands að EFTA. Og sama gildir
um afstöðu iðnaðarins til fyrirhugaðra áætlana um
stiglækkandi tolla óháð því, hvort ísland gerist að-
ili að eða tengdist á einhvern hátt þeim markaðs-
bandalögum, sem mynduð hafa verið í Evrópu.
Ástæðan til þessa er sú þróun í efnahagsmálum,
sem átt hefur séa’ stað hér á landi á síðustu fjórum
árum. Sú þróun hefur valdið því, að aðstaða iðn-
aðarins til að mæta aukinni samkeppni er allt önn-
ur en hún var á árinu 1962. Á þessu tímabili hefur
framleiðslukostnaður hér innanlands farið stórum
vaxandi. Til dæmis um það má nefna, að frá því
á miðju ári 1962 hafa samningsbundnir kauptaxtar
iðnverkamanna hækkað um ca. 70% og kauptaxtar
iðnverkakvenna um rúmlega 100%. Ekki er ólik-
legt. að raunverulegar hækkanir hafi jafnvel orðið
meiri af völdum launaskriðs, vegna þeirrar miklú
þenslu, sem ríkt hefur á vinnumarkaðnum á tíma-
bilinu. Þá má geta þess, að á sama tímabili nemur
hækkun á byggingarvísitölunni um 55%, og að svip-
aðar hækkanir hafa orðið á flestum þeim innlendu
kostnaðarliðum, sem ganga inn í framleiðsluna, svo
sem rafmagni og allri aðkeyptri þjónustu.
En nú má spyrja, hvers vegna iðnaðnrinn þurfi
sérstaklega að setja fyrir sig þessar kostnaðarhækk-
anir, þar sem þær hljóti einnig að hafa bitnað á
öðrum framleiðsluatvinnugreinum svo sem landbún-
aði, sjávarútvegi og fiskiðnaði. Það er að vísu rétt,
en hins vegar hafa á sama tíma verið gerðar ýmsar
ráðstafanÍT, þessum atvinnugreinum til styrktar. Ef
við tökum landbúnaðinn, þá horfa málin þannig
22
F11.IÁLS VERZLUN