Frjáls verslun - 01.02.1969, Síða 29
FRJÁLS VERZLUN
27
Aukning Austurríkis, Danmerkur
og Sviss hélzt yfir 10%, en inn-
flutningur Svíþjóðar jókst um
6,4%. Innflutningur Finnlandsfrá
EFTA-ríkjunum var óbreyttur og
á árinu dró úr innflutningi Portú-
gals um 0,1%. Á fyrsta ársfjórð-
ungi 1968 var um töluverða aukn-
ingu að ræða hjá öllum EFTA-
ríkjunum nema Bretum í útflutn-
ingi til samstarfsríkjanna innan
fríverzlunarsvæðisins, ef borið er
saman við árið á undan. Nam
aukningin frá 7,6% hjá Noregi til
22,5% hjá Austurríki, en 15%
lækkun útflutnings Breta til
hinna EFTA-ríkjanna varð til
þess að draga úr heildaraukningu
EFTA-viðskiptanna niður í 3,5%.
Lönd þau, sem mest hafa aukið
viðskipti sín við önnur EFTA-ríki
síðan samtökin voru stofnuð, eru
Portúgal (343%), Austurríki
(249%) og Sviss (174%). Við-
skipti Norðurlandanna fjögurra,
sem aðild eiga að samtökunum,
hafa stöðugt numið um 56% af
heildarviðskiptunum innan EFTA,
en heildarútflutningur þeirra til
annarra EFTA-ríkja hefur aukizt
um 135% á tímabilinu 1959—
1967. Aukningin að því er hvert
einstakt þeirra snertir nemur frá
117% hjá Danmörku upp í 149%
hjá Noregi. Innbyrðis viðskipti
Norðurlandanna hafa aukizt um
200% síðan 1959, þar af um 14%
á árinu 1967 einu. Bretland, sem
hefur aukið útflutning sinn um
94% síðan 1959, er eina landið,
sem ekki hefur ennþá tvöfaldað
útflutning sinn til annarra EFTA-
ríkja, og hlutur þess í heildarvið-
skiptum samningsríkjanna inn-
byrðis hefur því fallið úr 32%
niður í 26%.
VIÐSKIPTI EFTA VIÐ EFNA-
HAGSBANDALAG EVRÓPU.
Á árinu 1967 nam innflutning-
ur frá EBE jafnvirði 11.462 millj-
ón dala og útflutningur til banda-
lagsríkjanna 7.559 milljónumdala,
svo að viðskiptajöfnuður varóhag-
stæður um 3.903 milljónir dala
eða 619 milljónum dala hærri fjár-
hæð en 1966. Yfirlit yfir þróun-
ina á árinu sýnir, að útflutningur
til EBE óx hraðar milli annars og
þriðja ársfjórðungs en í byrjun
ársins, en milli þriðja og fjórða
ársfjórðungs féll hann um 2%.
Einnig hér mun gæta áhrifa geng-
isfellinganna. Athyglisvert er, að
á fyrsta ársfjórðungi 1968 jókst
útflutningur til EBE á ný um
1,1%.
Minnkun á útflutningi tilÞýzka-
lands, um 9%, ræður mestu um
lækkunina á sölum til EBE, enda
þótt útflutningur til Benelúx-
landanna hafi einnig minnkað. Út-
flutningur til Frakklands jókst
um 2% og til Ítalíu, — sem er til-
tölulega fljótandi markaður, —
um 8,8%. Aðeins Noregur (6,6%
aukning) og Sviss (2,6% aukn-
ing) juku útflutning sinn til EBE.
Útflutningur annarra EFTA-ríkja
til EBE minnkaði frá 1,6% (Bret-
land) til 11,4% (Finnland). Á
fyrsta ársfjórðungi 1968 juku
hins vegar öll EFTA-ríkin nema
Finnland og Portúgal útflutning
sinn til EBE. Nutu ríkin þess, að
þennsla hófst á ný í Þýzkalandi
og Frakklandi.
Meðal EFTA-ríkjanna var að-
flutningur þaðan óx um 5,4%,
í
LAGFREYÐANDI