Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 41
FRJALS VERZLUN 39 HVERS VEGNA EKKI AD NOTA HUGMYNDIR HVERS OG EINS? Hugmyndir og tillögur starísmanna íyrirtœkja geta sparað stórkostlega og gert vinnuna auðveldari. Allir hafa einhverjar hugmynd- ir varðandi sitt eigið starf og næst- um sérhver heíur einhverjar hug- myndir um þá starfsemi, sem starí hans er þáttur í. Hugmyndir um hvað? Allt og ekki neitt. í verk- smiðju: framleiðsluhætti, gæða- eftirlit, minnkun á rýrnun við- hald o. s. frv. í hvaða fyrirtæki sem er, skapar fólk sér einhverjar hugmyndir, eins og um sölu og söluaukningu, þjónustu við við- skiptavini, einfaldari starfshætti o. s. frv. Þessar tougmyndir eru ekki all- ar góðar og jafnvel góðar hug- myndir þurfa endurbóta við áður en þær geta komið að gagni. Þeir framkvæmdastjórar fyrirtækja eru beztir, sem geta látið starfs- fólk sitt koma að gagni, og geta örvað hugsunarhátt þess og lært af reynslu þess og hugmyndaauðgi. Eítirfarandi grein skiptist í tvennt: FYRRI HLUTINN er ætlaður yfirmanninum framkvæmdastjór- anum o. s. frv. og er ætlað að veita honum aðstoð í því að safna sam- an þeim hugmyndum, sem stuðl- að geta að framförum og hagnaði. SÍÐARI HLUTINN er ætlaður starfsfólki fyrirtækja og stofnana. Honum er ætlað að hjálpa því að koma hugmyndum þeirra á fram- færi við yfirmann þeirra. FYRRI HLUTINN : TIL YFIRMANNSINS Enginn þekkir nokkurt starf betur en sá, sem vinnur við það allan daginn. Enginn er líklegri til þess að finna leiðir til þess að koma með endurbætur í því starfi. Þetta hefur verið sannað í þús- undum fyrirtækja um allan heim, hvort sem þau eru stór eða lítil. Aðeins lítill hluti góðra hugmynda er notaður. Hættan er jafnan sú, að viðkomandi yfirmaður fái ekki einu sinni vitneskju um flestar þær hugmyndir, sem góðar eru, og það starfsfólk, sem hjá honum starfar, hefur á takteinum. Hvers vegna? Ef til vill verður það vegna þess, að viðkomandi yfirmaður vill ekki hlusta á þær, eða hann er bara of önnum kaf- inn. Mjög oft er það þannig, að það er ekki nóg að búa yfir hug- mynd. Til þess að koma henni í framkvæmd verður að móta hana og koma henni á framfæri. Möguleikarnir á nýjum hug- myndum í hverju fyrirtæki eru geysimiklir. Fólk er lang líkleg- ast til þess að koma fram með nýjar hugmyndir, þegar það hef- ur einhverja spurningu í huga: „Hvernig getum við gert þetta?“, ,,Er unnt að bæta úr þessu?“ Hér verður fjallað svolítið um það, hvernig unnt er að afla fleiri nýrra hugmynda frá starfsfólki. 1. Spyrjið spurninga Þeim mun snjallari sem viðkom- andi verður í því að spyrja spurn- inga, þeim mun betri svör fær hann. Spurningar geta verið víð- tækar eða um sérstakt efni, auð- veldar eða erfiðar: „Hvernig er hægt að stytta tím- ann frá pöntun til afhendingar?“ „Hver er raunverulega ástæðan fyrir þessum vandræðum varð- andi gæði vörunnar?“ „Hvað er það í starfi einhvers starfsmanns, sem kemur í veg fyrir það, að hann gerir það, sem hann getur?“ „Hvernig væri unnt að auka söl- una um 20% á næsta ári?“ 2. Setjið markmið Framfarir eru hraðari, þegar allir vita, að hverju er keppt. Sér- hvert fyrirtæki þarfnast mark- miðs, varðandi næsta mánuð, varð- andi næsta ár. Markmið örvar undir hugmyndir, sem miða að því að ná því. Gerið markmiðin ákveðin: 10% söluaukning, framleiðslutegund verði tilbúin í júní, 25% minnkun í rýrnun o. s. frv. 3. Fáið starfsfólk yðar til þess að koma saman Þegar þér hafið einu sinni spurt spurningar, eru langmest líkindi á að fá góð svör, ef starfsfólk yðar vinnur að þeim í sameiningu. Það er líklegt til þess að leggja frekar og betur saman ráð sín, ef enginn yfirmaður er viðstaddur. Tillaga, sem hópur verður sammála um, er mjög líklega góð tillaga. 4. Ákveðið tíma Gerið ekki ráð fyrir því, að fólk elti yður með hugmyndir sínar. Ef því mistekst að vekja athygli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.