Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1969, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.02.1969, Qupperneq 48
46 FRJAL5 VERZLUN: fjárskort að ræða hjá bönkunum, er erfitt fyrir bankastofnanir að gera nákvæmlega fyrirfram áætl- anir um, hvenær þeir geta keypt framboðna víxla. Er oft á tíðum dagafjöldi lítill, sem eftir er til gjalddaga, þegar peningastofnun- in loks kaupir. Fyrir nokkrum ár- um lét Félag ísl. stórkaupmanna athuga meðalkostnað af svona víxlaviðskiptum, og reyndist hann vera um 18% á ári fyrir innan- bæjarvíxla, en allt að 20% fyrir utanbæjarvíxla. Augljóst er að fjáröflun eftir þessari leið er afar dýr. Vegna þeirra miklu örðugleika með að fá lán og fjármagnsskorts- ins, sem hjá verzluninni er, hefur innflutningsverzlunin neyðzt til að notfæra sér heimildir á fyrirfar- andi árum til þess að taka erlend vörukaupalán. Þessi lán eru venju- lega vaxtalaus og virðast því við fyrstu sýn hagkvæm. En í raun og veru eru þau ef til vill alverstu lánin, sem verzlunin hefur neyðzt til að taka. í fyrsta lagi tapast við svona lántöku sá greiðsluafsláttur, sem annars er gefinn vegna stað- greiðslu. í sumum tilfellum verða því vextir raunverulega mjög há- ir og gera vöruna dýrari. í öðru lagi má segja, að þessi erlendi greiðslufrestur hafi reynzt hrein neyð fyrir verzlunina, vegna þeirra gengisfellinga, sem skollið hafa yfir hvað eftir annað. Ótti við svona lántökur er nú mikill. En hvað á verzlunin að gera, hvar fær hún lán til reksturs og vöru- kaupa? Eins og fyrr er sagt, getur verzl- unin þvi aðeins orðið hagkvæm þjóðinni, að henni sé gert mögu- legt að fá aðgang að fjármagni með sæmilegum kjörum. Góður og hagkvæmur verzlunarrekstur er eitt af undirstöðuatriðum al- mennrar velmegunar þjóðarinnar. Augljóst virðist, að mjög kallar á, að úrbót fáist á þessum málum. Fyrst og fremst er þörf á ráðstöf- unum til þess, að heilbrigð fyrir- tæki fái að leggja fyrir eigið fé, sem nota má í rekstur þess. Þetta mætti gera með því að hækka verulega varasjóðstillag, sem væri frádráttarhæft við álagningu skatts og útsvars. Aðstöðugjaldið: þarf að gera álagningarhæft, eins. og ráðgert var í upphafi, þegar lögin um það voru sett. í öðru lagi er aðkallandi þörf á, að efldur verði Verzlunarlánasjóður, sem veitir stofnlán til langs tíma. Ann- an sjóð væri æskilegt að stofna, sem veitti lán til skamms tíma til rekstursins. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að skilyrði til lántöku úr þessum sjóðum væri, að viðkomandi lántakandi upp- fyllti ákveðnar skyldur viðkom- andi rekstri sínum, sem tryggði það, að fyrirtækið raunverulega veitti heilbrigða þjónustu með starfsemi sinni. Lausn á fjár- magnsskorti verzlunarinnar er að- kallandi mál, ekki aðeins fyrir verzlunina sjálfa, heldur þjóðina í heild. HVADA LÍFTRYGGING HENTAR YÐUR? EIGNAVERND: Er tryggingardœtlun, sem veitir ótakmarkaða vernd og er umbreytanleg í lílstíðartryggingu. Mjög sveigjanleg vernd, sem auðvelt er að aðlaga ólormum og þörfum hverrar fjölskyldu. SKULDAVERND: Er tryggingaráœtlun, sem tryggir yður að framkvœmd fjár- festingaráœtlana, lúkning skulda eða annarra fjárhagslegra skuldbindinga til langs tíma verði í samrœmi við áform yðar. ALPJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAG'IÐ H F. ■ AÐALUMBOÐ FYRIR THE INTERNATIONAL LIFE INSURANCE CO. (U.K.) LTD. SlMAR: 18060 OG 23490
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.