Frjáls verslun - 01.02.1969, Blaðsíða 50
4B
FRJÁLS VERZLUNI
liðu aldir. Napóleon mikli fór oft
um borgina í leiðöngrum sínum
um Evrópu þvera og endilanga
og þeir leiðangrar voru ekki alltaf
farnir í friðsamlegu skyni, sem
öllum er kunnugt.
Það var í þessari borg, sem iðn-
aðarmaðurinn Georg Michael Pfaff
settist að, eftir að hann lauk iðn-
námi sínu og hóf smíði á snún-
ingsverkfærum og hljóðfærum.
Hann hagnýtti sér þá þekkingu,
sem hann hafði aflað sér erlendis
sem iðnnemi og eftir margra ára
tilraunir smíðaði hann fyrstu
saumavél sína eins og að framan
greinir. Það var skósmiður nokk-
ur, sem keypti hana og þessi vél
reyndist afar vel og eftirspurnin
eftir þessari saumavél, sem enn
var tiltölulega óþekkt í Þýzka-
landi, óx svo ört, að G. M. Pfaff
varð fljótt að leita sér að góðum
samstarfsmönnum og stækkaverk-
smiðju sína. Árið 1872 var árs-
framleiðslan þegar orðin 1000 vél-
ar, en það eru þó ekki fleiri vél-
ar en nú eru framleiddar á ein-
um degi hjá Pfaff-verksmiðjunum.
Það var mikið starf og mikil
hagleikni, sem fór í það að smíða
fyrstu Pfaff-saumavélarnar. Allt.
frá stofnun var G. M. Pfaff og síð-
ari stjórnendum Pfaff-verksmiðj-
anna Ijóst, að byggja yrði á þeirri
grundvallarreglu, að framleiðslu-
vörur þeirra yrðu að vera gæða-
vörur og því markmiði varð ein-
mitt náð hvað bezt með því að
framleiða eina vélategund, sauma-
vélar. Á þann hátt mætti með
stöðugum endurbótum og nýjum
uppfinningum varðandi þessavéla-
tegund koma því til leiðar, að
Pfaff-saumavélin yrði alltaf í far-
arbroddi, hvað snerti gæði.
í þessu skyni er öll framleiðslan
í höndum Pfaff. Allir hlutar
saumavélarinnar, allt frá fíngerð-
ustu skrúfum til stálkassans, sem
er utan um vélina, eru smíðaðir
hjá Pfaff-verksmiðjunum, sem
hafa sína eigin stálbræðsluofna í
þessu skyni og nú er þar beitt
nýjum aðferðum í málmsteypu,
sem valda því, að unnt er að
smíða hluti með þvilíkri ná-
kvæmni, að engan óraði fyrir
slíku áður.
En það varð líka ljóst, að hag-
leikni saumavélarinnar varð að
fylgja fallegt útlit og þess vegna
varð mikil áherzla á það lögð. Og
saumavél yrði ekki fullkomin,
nema henni fylgdi fallegur skáp-
ur, sem væri í samræmi við hana
og prýði að. Þess vegna er valinn
vandlega unninn viður í þennan
skáp, þar sem aðeins vandvirkir
smiðir leggja hönd að verki.
Sjálfvirk saumavélasamstæða fyrir skyrtuboðang.
SMITH-CORONA
30 GERÐIR
Stórkostlegt úrval rit-og reikni-
véla til sýnis og reynslu i nýjum
glæsilegum sýningarsal;
ásamt Taylorix bókhaldsvélum og
fullkomnum samstæðum skrifstofu-
húsgögnum
SKRIFSTOFUTÆKNI
Armúla .7. xiini .111 ÍHIO.