Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 19

Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 19
FRJÁL5 VERZLUN 19 FRAKKLAND: MARKAÐURINN í LIS HALLES LAGÐUR NIÐtR „Dreifingu á matvörum i París er mjög ábót,avant,“ sagði einn af ráðherrum Frakkakonungs fyrir átta hundruð árum. Ráðherrann 'var Abbé Suger og konungurinn Loðvík sjöundi, og þeir voru að tala um þrengslin í Les Halles, matvælamarkaði Parísar. Þessar sömu kvartanir hafa heyrzt æ sið- an, frá kóngum, keisurum og for- setum. Milljónir ferðamanna þeklga Les Halles af veitingahúsunum, sem eru opin alla nótlina og .sér- staklega fræg fyrir lauksúpu. Hef- ur það þótt mjög skemmtilegt að fara til Les Halles, þegar skemmt- unum næturinnar er að ljúka og borða lauksúpu innan um verka- mennina, bílstjórana og kaup- mennina, sem ýmist eru að seija eða kaupa. Nú er verið að flytja Les Halles, að undirlagi stjórnar Pompidous til Runges, rétt við Orly flugvöll, þar sem byggður hefur verið ný- tízku markaður, með tuttugu sinn- um meira rými en var í Les Hall- es. Standa vonir til, að þessi nýi markaður verði stórt skref í þá átt að endurnýja allt matvæladreif- ingarkerfi Frakklands, sem er mjög úrelt og gamaldags. Miklar deilur hafa staðið um, hvað gera eigi við svæðið í Les Halles. Plefur verið ákveðið, að byggja helming svæðisins nýjum byggingum, en gera við og end- urbæta byggingar á hinum helm- ingi svæðisins. Þetta er gert með- al annars vegna þess, að á þessu svæði eru mörg af elztu húsum Parísar, og hafa sum þeirra þeg- ar verið lýst fornminjar og má þá ékki rífa þau. Á þeim hluta svæðis- ins sem byggður verður upp, á að byggja nýja viðskipta- og sýningar- miðstöð. Er þegar mikill áhugi fyrir að fá þar húsrými. Á öðrum hluta verða byggð ibúðarhús fyrir millistétta- og láglaunafólk, og > því hverfi verður stórt almenn ingsbókasafn. Á þriðja hluta svæðisins verða byggð verzlunar- og menningarmiðstöð. íbúar svæðisins eru áhyggjuíull- ir vegna deilnanna og óttast, að dragast kunni úr hömlu að gera nokkuð og að hverfið verði að fá- tækrahverfi á meðan. Flest hinna frægu veitingahúsa í Les Halles ætla að halda áfram og benda á, að viðskipti þeirra hafi á seinni árum byggzt á París- arbúum og' ferðamönnum, en ekki á markaðinum. Meðal þeirra eru Au Chien Qui Fume, stofnað 1040, L’Escargot, stofnað 1830 og til húsa í byggingu frá sextándu öld, og Au Pied de Cochon. ENSKIR FRAKKAR

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.