Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1970, Blaðsíða 19
FRJÁL5 VERZLUN 19 FRAKKLAND: MARKAÐURINN í LIS HALLES LAGÐUR NIÐtR „Dreifingu á matvörum i París er mjög ábót,avant,“ sagði einn af ráðherrum Frakkakonungs fyrir átta hundruð árum. Ráðherrann 'var Abbé Suger og konungurinn Loðvík sjöundi, og þeir voru að tala um þrengslin í Les Halles, matvælamarkaði Parísar. Þessar sömu kvartanir hafa heyrzt æ sið- an, frá kóngum, keisurum og for- setum. Milljónir ferðamanna þeklga Les Halles af veitingahúsunum, sem eru opin alla nótlina og .sér- staklega fræg fyrir lauksúpu. Hef- ur það þótt mjög skemmtilegt að fara til Les Halles, þegar skemmt- unum næturinnar er að ljúka og borða lauksúpu innan um verka- mennina, bílstjórana og kaup- mennina, sem ýmist eru að seija eða kaupa. Nú er verið að flytja Les Halles, að undirlagi stjórnar Pompidous til Runges, rétt við Orly flugvöll, þar sem byggður hefur verið ný- tízku markaður, með tuttugu sinn- um meira rými en var í Les Hall- es. Standa vonir til, að þessi nýi markaður verði stórt skref í þá átt að endurnýja allt matvæladreif- ingarkerfi Frakklands, sem er mjög úrelt og gamaldags. Miklar deilur hafa staðið um, hvað gera eigi við svæðið í Les Halles. Plefur verið ákveðið, að byggja helming svæðisins nýjum byggingum, en gera við og end- urbæta byggingar á hinum helm- ingi svæðisins. Þetta er gert með- al annars vegna þess, að á þessu svæði eru mörg af elztu húsum Parísar, og hafa sum þeirra þeg- ar verið lýst fornminjar og má þá ékki rífa þau. Á þeim hluta svæðis- ins sem byggður verður upp, á að byggja nýja viðskipta- og sýningar- miðstöð. Er þegar mikill áhugi fyrir að fá þar húsrými. Á öðrum hluta verða byggð ibúðarhús fyrir millistétta- og láglaunafólk, og > því hverfi verður stórt almenn ingsbókasafn. Á þriðja hluta svæðisins verða byggð verzlunar- og menningarmiðstöð. íbúar svæðisins eru áhyggjuíull- ir vegna deilnanna og óttast, að dragast kunni úr hömlu að gera nokkuð og að hverfið verði að fá- tækrahverfi á meðan. Flest hinna frægu veitingahúsa í Les Halles ætla að halda áfram og benda á, að viðskipti þeirra hafi á seinni árum byggzt á París- arbúum og' ferðamönnum, en ekki á markaðinum. Meðal þeirra eru Au Chien Qui Fume, stofnað 1040, L’Escargot, stofnað 1830 og til húsa í byggingu frá sextándu öld, og Au Pied de Cochon. ENSKIR FRAKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.