Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 30

Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 30
3d FRJÁLS VERZLUN ISLENZK HÚSGÖGN: VANTAR SÉREINKENNI TIL AÐ VERÐA GILD ÚTFLUTNINGSVARA Segja má, að útflutningur hús- gagna hafi nánast enginn verið til þessa. Nokkrar sundurlausar athuganir hafa verið gerðar á möguleikum á útflutningi, en lít- ið sem ekkert komið út úr því. Bæði á vegum Félags íslenzkra iðnrekenda og einstakra fram- leiðenda er nú verið að athuga þessa möguleika og virðist ekki óhugsandi, að einhver árangur náist. Þegar er íarin af stað fyrsta sending af stálhúsgögnum frá Stáliðjunni í Kópavogi og gæti orðið framhald á þeim viðskipt- um. J. P. - innréttingar hafa selt innréttingar til Færeyja og virð- ist eðlilegt. að framleiðsla, sem hægt er að selja þar, í samkeppni við Dani, ætti að geta verið sam- keppnishæf annars staðar. Við getum margt lært af Dön- um í þróun húsgagnaiðnaðar. Húsgagnasmíðameistarafélagið í Kaupmannahöfn gekkst fyrir sýn- ingum á húsgögnum allt frá 1927, þar sem veitt voru verðlaun fyrir beztu húsgögnin. Varð þetta mikil örvun fyrir húsgagnaarkitekta og framleiðendur. Má líta á núver- andi yfirburði Dana á sviði hús- gagnaframleiðslu, sem beina af- leiðingu þessarar starfsemi. Eins og stendur eru íslenzk hús- gögn í örri framþróun. Bæði eru þau betur teiknuð en fyrr og frá- gangur og vinnugæði betri. Það, sem enn vantar, eru þjóð- leg einkenni af einhverju tagi. „Danish design“ og „Scandinavi- an modern“ eru hugtök, sem eru orðin mjög kunn út um heim. Það er erfitt fyrir okkur að ætla að keppa á beinum jafnréttisgrund- velli við skandinavisku þjóðirnar þrjár, sem eru búnar að koma sér fyrir á mörkuðum, nema við höf- um upp á eitthvað sérstakt að bjóða, eitthvað, sem aðskilur okk- ur frá fjöldanum. Dæmi um slíkt Stóll teiknaður af Gunnari H. Guðmundssyni. (Sjá í greininni). -9:eÍK>€i+- Ódýrar úrvalsvörur GÓLFTEPPI GÓLFFLÍSAR GÓLFDÚKAR AFGREITT ÚR TOLLVÖRUGEYMSLUNNI VÍÐIR FINNBOGASON, HEILDVERZLUN PÓSTHÓLF 1084 - SÍMI 83315

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.