Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 33

Frjáls verslun - 01.01.1970, Page 33
FRJÁLS VERZLUNÍ ,33 BIFREIÐASALA: VERULEG VERÐLÆKKUN Á MINNI FÓLKSBIFREIÐUM — en lítil á jeppum og stœrri bifreiðum. Ríkisstjórnin hefur nú nýlega beitt sér fyrir breytingum á tekju- öflun ríkissjóðs af bifreiðainn- flutningi, og hefur Alþingi sam- þykkt breytingarnar. Þær eru í meginatriðum fólgnar í því, að leyfisgjöld eru felld niður og að tollar eru lækkaðir á stærri vöru- og fólksflutningabifreiðum. Ganga breytingarnar i gildi 1. marz nk., og lækkar þá verð minni bifreiða mjög verulega, nema lítilsháttar á jeppum, og einnig lækkar verð stærri bifreiða litið eitt. Þeir sem kaupa bifreiðar á tímabilinu frá 1. jan. til 28 febr. á „gamla verð- inu“, fá endurgreiðslu, sem nem- ur lækkuninni frá 1. marz. FV hafði samband við allmarga bifreiðainnflytjendur og fékk til birtingar verð nokkurra gerða eftir breytingarnar, mest seldu bifreiða hjá hverjum aðila. Er þó jeppum sleppt að mestu og stærri bifreiðum alveg, enda litlar breyt- ingar á verði þeirra og eins svo fjölmörg verðafbrigði um að ræða. Verðbirtingin er því aðeins ætlu'ð til að gefa hugmynd um nýtt verð einkabifreiða, sem mest lækka í verði, og er þó hvergi nærri tæm- andi sem slík RÆSIR HF. Verð Mercedes Benz bifreiða lækkar um 100 þús. og þar yfir. Algengasta tegund 6 manna bif- reiða kostar nú 570 þúsund í stað 695. JÓN LOFTSSON IIF. Minni Rambler bílarnir lækka um nálægt því 60—70 þús. kr. Nú kostar Rambler American 440, 420 og 460 þúsund. Stærri bílarn- ir kosta svo nokkuð á 6. hundrað þúsund og þar yfir. VÖKULL HF. Verð minni Plymouth og' Dodge bílanna lækkar um nálægt 70 þús. kr. Plymouth Valiant kostar 450 og 465 þúsund, en Dodge Dart 460 og 485 þúsund. Næstu stærð- ir þessara gerða kosta 540—550 þús. Simca bílarnir lækka aftur á móti um 30—50 þús. kr. og sá ó- dýrasti kostar nú um 240 þúsund. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Hillman bílarnir lækka um 35 —55 þús. kr. Sá ódýrasti kostar nú 174 þúsund og aðrir 250—275 þúsund. Commér sendibílarnir lækka einnig, þeir-kosta nú 220 og 258 þúsund, en Sumbeam sendi- bíllinn kostar 135 þúsund. Willys jepparnir eru á svipuðu verði og kostar ódýrasti jeppinn um 385 þúsund.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.