Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Side 42

Frjáls verslun - 01.01.1970, Side 42
42 FRJALS VERZLUN eignir rúmlega 11 billjónir doll- ara. í árslok 1965 voru Lífeyris- sjóðsfélagar 28 milljónir og sam- anlagðar sjóðseignir rúmlega 80 billjónir dollara. Áætlað er, að árið 1980 ’verði heildareignir líf- eyrissjóðanna 150 billjónir doll- ara. Árið 1966 voru um 55% af eignum lífeyrissjóðanna í formi hlutabréfa og 31% voru veð- skuldabréf vegna beinna lána til fyrirtækja. Afgangurinn, að frá- dregnum greiðsluskuldbinding- um, var ávaxtaður á annan hátt. Vegna eðlis og uppbyggingar hins frjálsa efnahagskerfis Banda- ríkjanna eru minni líkur fyrir, að félagslegir sameignasjóðir, eins og t. d. lífeyrissjóðir, komi til með að hafa úrslitavald í peninga- kerfi þjóðarinnar, eins og allt bendir til að muni verða í hinu blandaða, hálf sósíalistíska efna- hagskerfi Norðurlandanna og ým- issa annarra Vestur-Evrópulanda. Á áratugnum, sem er að líða, hafa risið upp lífeyrissjóðir í mörgum Vestur-Evrópulöndum. Hafa þeir ýmist verið myndaðir í frjálsum samningum niilli aðila vinnumarkaðsins eða á grundvelli laga. í Vestur-Þýzkalandi, Eng- landi og á íslandi hafa þessir sjóð- ir verið myndaðir á grundvelli frjálsra samnínga. í Svíþjóð Dan- mörku og Noregi hafa verið stofn- aðir landslífeyrissjóðir með lög- um. Bæði formin fullnægja kröf- um launþegans um auknar félags- legar tryggingar elli-, ekkna- og barnalífeyri, sem koma til fram- kvæmda með ákveðnum hætti eft- ir nánar tiltekinn tíma. Um mynd- un lífeyrissjóða með greiðsluþátt- töku af hálfu launþegans og vinnuveitandans, sem nemur sam- tals um 10% af greiddum vinnu- launum, á sér stað ákveðinn og veigamikill skyldusparnaður, sem nær yfir 30-40 ára tímabil. Greiðslubyrði sjóðanna fyrstu tvo áratugina er tiltölulega lítil miðað við tekjur þeirra. Það ger- ir það að verk.um, að þessir sjóð- ir koma til með að ráða yfir geysi- miklu ráðstöfunarfé. Og þegar haft er í huga, að við vissar að- stæður getur verið um takmark- aðann sparnað að ræða, þ. e. að hvorki vinnuveitandanum eða launþeganum er kleift að leggja meira til hliðar af heildarfekjum sínum, þá getur þessi framkvæmd haft geysileg áhrif á sparnaðar- form viðkomandi þjóðar og þeim mun meiri, eftir því sem lífeyris- kerfið verður viðtækara. Og þeg- ar lífeyrisréttindin ná til allrar þjóðarinnar, eins og t.d. í Svíþjóð, verður um að ræða stórfelldan skyldusparnað, sem getur dregið mjög frá fyrri sparnaðarformuin, HEKLU NIBURSUBUVÖRUR NÝJAR Fiskibollur — Fiskbúðingur " i UMBÚÐIR Grœnar baunir — Blandað grœnmeti NÝIR Gulrœtur — Rauðbeður UMBOÐS- Brauðsíld — Sardínur MENN og fleira Söluum boð: r V KONRAÐSSON & HAFSl ÍEIN H.F. HVERFISGÖTU 14 — REYKJAVÍK — PÖSTHÓLF 939 — SÍMI 11325

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.