Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Síða 56

Frjáls verslun - 01.01.1970, Síða 56
56 FRJALS VERZLUN BIFREIÐ ATRY GGINGAR: „ÞAÐ HEFUR HEYRZT, AÐ IÐGJALD FÆRI UPP í 50 ÞÚSUND KRÓNUR" annars vegar eru glannarnir, hins vegar þeir tillitslausu Víð bjöðum yður alla ohkar Ijitfengu rétti HAFN ARSTRÆTI 19 - SÍMI 13835 • Það hefur flogið fyrir og orð- ið nokkuð þrálátur orðrómur síð- ustu vikurnar, að búast mætti við verulegri hækkun iðgjalda af bif- reiðatryggingum. Eins og menn minnast, varð töluvert fjaðrafok út af tryggingariðgjöldunum árið 1966, er þau bólgnuðu og hjöðn- uðu á víxl — og Hagtrygging hf. varð til með brauki og bramli. Hvað sem olli, varð niðurstaðan sú, að iðgjöldin stóðu nær því eða alveg í stað eftir allt saman, og héldust óbréytt þar til í fyrra, en þá hækkuðu þau um 30%. Það er því í raun eina hækkunin á ið- gjöldum af bifreiðatryggingum frá 1965, en á sama tíma hefur kostn- aðarstofninn hækkað um eða yfir 100 %., Þetta bendir til og sannar harða samkeppni í bifreiðatrygg- ingum hér á landi, þótt vissulega kunni að hafa dregið úr áföllum jaínhliða. • FRJÁLS VERZLUN hafði samband við tvo aðila að bifreiða- tryggingum og reyndi að kanna, hvort von væri á iðgjaldahækkun í vor. Aðilarnir voru sammála um, að hækkun í fyrra hefði einungis miðast við áorðnar kostnaðar- hækkanir þá, síðan hefðu orðið enn frekari hækkanir á fiestum kostnaðarliðum. En þessa aðila greindi hins vegar mjög á um hugsanlega iðgjaldahækkun. Ann- ar taldi ekki ólíklegt, að iðgjöldin hækkuðu verulega, hinn nær frá- leitt, að þau hækkuðu nokkuð, sem næmi, og líklegast ekkert. • í viðtölunum við þessa aðila kom að öðru leyti sit hvað merki- legt fram um bifreiðatrygginga- mál hérlendis. M. a. kvað annar aðilinn það reynzlu síns félags, að persónutjón væru um þriðjungur allra tjóna, sem bifreiðatrygging- arnar bættu. Því væri mjög rík ástæða til að láta lágmarkstrygg- ingarupphæð fylgja verðlagsþró- uninni, og það væri á mörkunum, að núverandi lágmarksupphæð, 2 millj., væri fuilnægjandi. Á hinn bóginn kom fram, að ástæða væri til að endurmeta viðbrögð við tvenns konar tjónum, annars veg- ar þeim, sém gl'anriar valda, hins vegar þeim, sem krafizt er bóta fyrir algerlega án tillits til þjóð- hagslegra sjónarmiða. ,,Það er of vægt tekið á klaufum og glönnum, þeir halda ökuleyfi nær endalaust, þrátt fyrir sifelld afglöp. Nú hafa tryggingarfélögin það þó i hendi sér, að hækka iðgjöldin, þegar slíkir menn eiga í hlut. Og það hefur heyrst, að iðgjald færi upp í 50 þúsund krónur á ári. En það nær auðvitað engri átt, að svo var- hugaverðir ökumenn haldi öku- leyfi.“ — „Stór hluti tryggingar- bóta fer til að greiða nýja hluti, vegna smáskemmda, t. d. á stuð- urum, þótt þeir séu fyrst og fremst til að taka af smáhögg. Með þessu er mikium verðmætum og gjald- eyri kastað á glæ. Slíkar smá- skemmdir, sem eru mjög algeng- ar, ætti að bæta aðeins á sann- virði, en ekki margföldu verði. Þetta skiptir félögin litlu máli, að vísu, því þessi kostnaður reiknast inn í iðgjöldin eins og annar, en bifreiðaeigendui- og þjóðarbúið tapa stórlega á þessu.“

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.