Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 39
FRiJALS VERZLUN 39 STEFNU í Höfundur: Herbert Guðmundsson ritstjóri Eins og fram kemur í viðtöl- u]m og grein hér að framan, standa ferðamál okkar Islend- inga ekki á sem traustustum grunni. Til skamms tíma hefur skort traustar forsendur fyrir því, að svo yrði. Við liöfmn haft öðrum hnöppum að hneppa en skapa þær forsendur, þótt vissulega megi deila um það, hvort ekki hefði þó jafnhliða öðrum verkefnum mátt sinna ferðamálunum frekar en raun ber vitni. Nú ímá hins vegar fullyrða, að bæði fo'rsendur og tækifæri séu fyrir hendi til að gera ferðamál að grundvallar- atvinnuvegi. Það býður upp á möguleika, sem eru einstæðir í sinni röð, og þar með gæti okk- ur nýtzt þessi atvinnuvegur betur en aðrir, og er þó á eng- an hallað. Möguleikarnir eru fólgnir í því, að ferðamálin má by&gja upp svo að segja frá grunni með nútíma vinnubrögð- um, leggja heildarskipulagn- ingu til grundvallar og taka fyrir hagkvæma og viðráðan- lega áfanga. Þannig má nýta ferðamálin sem atvinnuveg og gera ráð fyrir hlutfallslega meiri arði en ella. Á allra síðustu árum hefur framþróun í samgöngumálum til og frá landinu og innanlands skapað forsendur fyrir veruleg- um ferðamannaflutningi og þar með ferðamannaþjónustu. Þeir aðilar, sem sinna fólksflutning- um í stórum stíl, hafa að sjálf- sögðu orðið fyrstir til að nýta tækifærin. Þannig liafa flugfé- lögin átt drýgstan þátt í að kynna ísland sem ferðamanna- land, ásamt öðrum þjónustuað- ilum. Hið opinbera liefur og komið þar við sögu, en hins vegar ekki tekið ferðamálin þeim tökum, sem vænta má. Skipulagningu hefur skort til- finnanlega nú síðustu árin, þeg- ar tækifærin höfðu skapazt, og má ekki Iengur við svo búið standa. Enda hefur nú að und- anförnu verið unnið að því, að ráða bót á að einhverju leyti. Ferðamál hafa ekki enn ver- ið sett á bekk í ríkiskerfinu með þeim grundvallaratvinnu- vegum, sem fyrir eru. Hins veg- ar hefur hið opinbera rekið Ferðaskrifstofu ríkisins um ára- tugaskeið, og er sá rekstur Iöngu orðinn úreltur. Einnig hefur Ferðamálaráð ríkisins starfað um nokkurra ára bil, en aðeins sem ráðgefandi aðili, án framkvæmdavalds. Nú má vitaskuld um það deila, hve mikil ítök rikisvaldið eigi að hafa í uppbyggingu atvinnu- veganna yfirleitt, og þá ekki sízt ferðamálanna. Það mun þó vera skoðun flestra, að liið op- inbera hafi skyldur við at- vinnuvegina að vissu marki og hlutverki að gegna við að skapa viðunandi starfsskilyrði. Er þar fyrst og fremst átt við lagalega og siðferðilega réttarstöðu, svo og rannsóknir og áætlanagerð, auk 'þátttöku í fjármögnun með einum eða öðrum hætti. Það er nú verkefni ríkisvaldsins að taka þessi atriði til gagngerðrar endurskoðunar af sinni hálfu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.