Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 59
FRJALS VERZLUN
59
hafi tekið við gömlum og grón-
um fyrirtækjum, sem notið
hafa trausts, en farið allt öðru
vísi og ver að ráði sínu en fyr-
irrennarar þeirra. Með því að
fylgjast með hræringum sem
þessum, getum við aukið til
muna öryggi í íslenzku við-
skiptalífi.
Telur þú líklegt, að þið mun-
ið í framtíðinni gefa út skrár
um stöðu og afkomu íslenzkra
fyrirtækja?
Svar: Stærstu erlendar upp-
lýsingaskrifstofur hafa miklu
víðtækari starfsemi heldur en
við. Má þar nefna almenna
fræðslustarfsemi um viðskipta-
mál, hagfræðilegar rannsóknir
og útgáfu hagskýrslna og hand-
bóka, þar sem hverju fyrirtæki
er lýst og því gefin lánstrausts-
einkunn. Vissulega væri eðli-
legt, að við veittum slíka þjón-
ustu síðar meir. En við þyrft-
um marga kaupendur að slík-
um analysum og við erum fá-
tækir og smáir.
Ég hef tekið eftir því í er-
lendum kaupsýsluritum, að fyr-
irtæki keppast við að gefa upp
stöðu sína, hvað umsvif þeirra
hafi aukizt mikið. Hér sjáum
við sjaldan slíkar fréttir.
Svar: Þau fyrirtæki, sem
hafa hag að því að gefa almenn-
ingi upp afkomu sína, eru eink-
um þau, sem byggjast á þátt-
töku margra hluthafa. Erlendis
eru almenningshlutafélög al-
gengari en hér, en þess eru
einnig dæmi, að stærri íslenzk
fyrirtæki birti árlega niðurstöð-
ur reikninga sinna og skýrslur
um afkomu. Hjá fyrirtækjum,
þar sem eigendur eru færri,
skipta slíkar upplýsingar minna
máli. Þessi fyrirtæki senda
þá gjarnan viðskiptavinum sín-
um sjálf slíkar upplýsingar eða
treysta á okkar þjónustu í
þessu tilliti.
Ef ég ræki fyrirtæki hér og
vildi fá upplýsingar um ís-
lenzkt fyrirtæki, fengi ég þœr
upplýsingar hjá ykkur?
Svar: Nei. Ég vil segja, að
upplýsingar um lánstraust sé
einn mikilvægasti þátturinn,
sem vantar í viðskiptalíf okkar
í dag. En það hefur ekki verið
mögulegt að koma á fót upplýs-
ingum á svipaðan hátt og við
VALUR
VANDAR
VÖRUNA
Sultur * Avaxtahlaup
IVBarmelaði Saftir
IVIatarlitur Sósulitir
Ediksýra Borðedik
Tdmatsósa > Issósur
- Sendum um allt land -
EFNAGERÐIN VALUR
KARSNESB RALJT 124, KDPAVDGI. SÍMAR 4□ 795 - 41366