Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 43
FRJALS' VERZLUN
43
Vísindi og tækni:
STIRÐ SAMVINNA
EVRÚPUÞJÚÐA
Aðildarþjóðir Efnahags-
bandalags Evrópu hafa á ný
tekið upp viðræður um sam-
ræmingu og samvinnu á sviði
vísinda og tækni, einkum þó
við rannsóknir. Jafnframt hef-
ur því verið lýst yfir, að Bretar
og aðrar þjóðir, sem hug hafa
á inngöngu í EBE, geti orðið
aðilar að hugsanlegri samvinnu
á þessu sviði.
Á s. 1. árum hefur sitt-
hvað gengið á afturfótunum
með þjóðum Evrópu. Vestur-
Evrópuþjóðirnar hafa ekki
komið sér saman um gerð or-
ustuflugvélar með hreyfanlega
vængi. Þjóðverjar og Bretar
eru að smíða í sameiningu her-
flugvél, en útgáfur verða þó
tvær, sín fyrir hvorn herinn.
Svo getur farið, að Þjóðverjar
og Frakkar smíði saman ,,Air-
bus”, 350 manna flugvél fyrir
stuttar leiðir, án þátttöku
Breta, þar sem Tæknimálaráðu-
neyti Breta hefur tafið málið
mjög. Og jafnvel þótt smíði
„Airbus” komist á rekspöl, er
líklegt að McDonnel-Douglas
DC 10 og Lockheed 1011 komi
fyrr á markað. Væri það ekki
í fyrsta sinn, sem hugmynd
Evrópumanna kæmist í fram-
kvæmd í Bandaríkjunum.
Geimrannsóknir Evrópu-
þjóða eru í molum. Bretar telja,
að kaupa eigi eldflaugar frá
Bandaríkjunum, en Þjóðverjar,
Frakkar og Belgar vilja ekki
una því, að verða að sækja slík
undirstöðutæki til Bandaríkj
anna, t.d. vegna fjarskipta-
hnatta, veðurrannsóknahnatta
og annarra öryggis- og vísinda-
tækja, sem notuð eru í háloft-
unum.
Bretar leggja til, að stofnuð
verði ný samtök um tæknilega
samvinnu Evrópuþjóða. Þeir
vilja ekki styðja þá stofnun,
sem lengst hefur náð á því
sviði, CERN, Centre Européen
de Recherches Nucléares. Og
á meðan Evrópuþjóðirnar deila,
þróast tæknin ört í Bandaríkj-
unum.
í tölvuiðnaðinum eru Þjóð-
verjar, Frakkar og Bretar allir
að reyna að byggja upp þjóð-
legan iðnað, sem ekki nálgast
það, að geta keppt við IBM. Ef
þjóðimar sameinuðust í þessu
efni, yrði tölvuiðnaður þeirra
að öllum líkindum samkeppnis-
fær. Þá eru þessar þjóðir að
byggja hver sinn kjarnaofn,
óhemju dýr fyrirtæki, sem
kosta skattgreiðendur alls 1.500
milljónir dollara. En þrátt fyrir
þennan gífurlega kostnað,
vegna sundurlyndisins, er
hætta á að öllum gangi svo
seint, að bandaríska fyrirtækið
Westinghouse nái algjörum yf-
irburðum áður en verulegur ár-
angur sést hjá Evrópuþjóðun-
um.
Á fjölmörgum sviðvun hafa
Evrópuþjóðimar næga tækni-
kunnáttu, iramleiðslugetu og
fjármagn tii að geta keppt við
Bandaríkjamenn, ef samvinna
er fyrir hendi. En um hana er
ekki að ræða í raun á meðan
allar ákvarðanir eru háðar
duttlungum stjórnmálamanna.
Sælgætisgerðin
VÍKINGUR
H.F. SVANUR
Vatnsstíg 11
Reykjavík
Pósthólf 516
Símar:
11414 og 14928
Framleiðir hinar
viðurkenndu
• VlKINGSVÖRUR
Súkkulaði-rúsínur
Konfekt
í öskjum og pokum
• SVANA-
SÚKKULAÐI
• ÁTSUKKULAÐI
Dollatta,
Amaro,
Cocktail,
Tromp,
Mjólkui-súkkulaði,
Blokk,
Buff,
Kókosbollur,
Karamellur
o. m. fl.