Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 43
FRJALS' VERZLUN 43 Vísindi og tækni: STIRÐ SAMVINNA EVRÚPUÞJÚÐA Aðildarþjóðir Efnahags- bandalags Evrópu hafa á ný tekið upp viðræður um sam- ræmingu og samvinnu á sviði vísinda og tækni, einkum þó við rannsóknir. Jafnframt hef- ur því verið lýst yfir, að Bretar og aðrar þjóðir, sem hug hafa á inngöngu í EBE, geti orðið aðilar að hugsanlegri samvinnu á þessu sviði. Á s. 1. árum hefur sitt- hvað gengið á afturfótunum með þjóðum Evrópu. Vestur- Evrópuþjóðirnar hafa ekki komið sér saman um gerð or- ustuflugvélar með hreyfanlega vængi. Þjóðverjar og Bretar eru að smíða í sameiningu her- flugvél, en útgáfur verða þó tvær, sín fyrir hvorn herinn. Svo getur farið, að Þjóðverjar og Frakkar smíði saman ,,Air- bus”, 350 manna flugvél fyrir stuttar leiðir, án þátttöku Breta, þar sem Tæknimálaráðu- neyti Breta hefur tafið málið mjög. Og jafnvel þótt smíði „Airbus” komist á rekspöl, er líklegt að McDonnel-Douglas DC 10 og Lockheed 1011 komi fyrr á markað. Væri það ekki í fyrsta sinn, sem hugmynd Evrópumanna kæmist í fram- kvæmd í Bandaríkjunum. Geimrannsóknir Evrópu- þjóða eru í molum. Bretar telja, að kaupa eigi eldflaugar frá Bandaríkjunum, en Þjóðverjar, Frakkar og Belgar vilja ekki una því, að verða að sækja slík undirstöðutæki til Bandaríkj anna, t.d. vegna fjarskipta- hnatta, veðurrannsóknahnatta og annarra öryggis- og vísinda- tækja, sem notuð eru í háloft- unum. Bretar leggja til, að stofnuð verði ný samtök um tæknilega samvinnu Evrópuþjóða. Þeir vilja ekki styðja þá stofnun, sem lengst hefur náð á því sviði, CERN, Centre Européen de Recherches Nucléares. Og á meðan Evrópuþjóðirnar deila, þróast tæknin ört í Bandaríkj- unum. í tölvuiðnaðinum eru Þjóð- verjar, Frakkar og Bretar allir að reyna að byggja upp þjóð- legan iðnað, sem ekki nálgast það, að geta keppt við IBM. Ef þjóðimar sameinuðust í þessu efni, yrði tölvuiðnaður þeirra að öllum líkindum samkeppnis- fær. Þá eru þessar þjóðir að byggja hver sinn kjarnaofn, óhemju dýr fyrirtæki, sem kosta skattgreiðendur alls 1.500 milljónir dollara. En þrátt fyrir þennan gífurlega kostnað, vegna sundurlyndisins, er hætta á að öllum gangi svo seint, að bandaríska fyrirtækið Westinghouse nái algjörum yf- irburðum áður en verulegur ár- angur sést hjá Evrópuþjóðun- um. Á fjölmörgum sviðvun hafa Evrópuþjóðimar næga tækni- kunnáttu, iramleiðslugetu og fjármagn tii að geta keppt við Bandaríkjamenn, ef samvinna er fyrir hendi. En um hana er ekki að ræða í raun á meðan allar ákvarðanir eru háðar duttlungum stjórnmálamanna. Sælgætisgerðin VÍKINGUR H.F. SVANUR Vatnsstíg 11 Reykjavík Pósthólf 516 Símar: 11414 og 14928 Framleiðir hinar viðurkenndu • VlKINGSVÖRUR Súkkulaði-rúsínur Konfekt í öskjum og pokum • SVANA- SÚKKULAÐI • ÁTSUKKULAÐI Dollatta, Amaro, Cocktail, Tromp, Mjólkui-súkkulaði, Blokk, Buff, Kókosbollur, Karamellur o. m. fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.