Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 66
66
FRJAL5’ VERZLUN
FRJÁLS
VERZLUN
frá
ritstjórn
Þetta tímarit, Frjáls Verzlun, sem þér liafið nú fyrir
augunum, hefur komið út síðan 1939, eða í rúm 30 ár.
Frá upphafi hefur það verið málsvari íslenzks atvinnu-
hfs, á þrengri eða hreiðari grundvelli, eftir atvikum, og
að sínu leyti tengiliður atvinnuhfsins og borgaranna.
Síðustu árin hefur stefnan í útgáfu blaðsins verið sú,
að fjalla emkum mn viðskipta- og efnahagsmál á breið-
um grundvelh. Þessi stefna hefur hlotið viðurkenningu
lesendanna, þótt vissulega hefði mátt gera betur, fara
víðar og vanda efnið hetur. Með hvort tveggja í huga, er
nú stefnt eftir föngum að því að hæta blaðið, ná fastari
tökmn á efnisvali, en jafnframt að liafa það l'jölbreytl
og fræðandi, bæði fyrir þá, sem að atvinnulifinu standa,
og borgarana almennt. Mun það koma í ljós smátt og
smátt næstu mánuði, hvernig til tekst.
Þetta verksvið, sem Frjálsri Verzlun er ætlað, er eng-
inn hégómi. Þvi er það ekki vandalaust að gera verkefn-
unum viðunandi skil, ekki sízt, þar sem við Islendingar
erum ekki enn komnir nógu langt á sviði hvers konar
upplýsingastarfsemi varðandi þjóðarbúskapinn og ein-
staka þætti hans. Það er blaði af þessu tagi oft fjötur mn
fót. Þó væri það ekki slikt tiltökumál, sem raun ber vitni,
ef ekki bættist við, að samtök atvinnuhfsins eru æði
tvístruð og vanmegnug á sviði kynningar- og upplýsinga-
starfsemi i eigin þágu. Er það næsta furðulegt, því al-
gengt hefur verið, að vegið væri að atvinnuhfinu á einn
og annan hátt, án þess samtökin fengju rönd við reist,
vegna aðstöðuskorts á sviði kynningar og upplýsinga.
Ætti það að haí'a haft nokkurn lærdóm í för með sér.
En hann virðist a. m. k. seinmeltur.
Hinn almenni skortur á upplýsingum, bæði frá hinu
opinbera og samtökum atvinnuhfsins, sníður Frjáisri
Verzlun að sjálfsögðu þrengri skorður en æskilegt væri.
Engu að síður eru verksviðið og verkefnin fyrir hendi,
og viðleitni blaðsins hefur verið tekið þann veg, að
ástæða er til nokkurrar bjartsýni og fuhrar haráttu fyrir
viðgangi þess og eðhlegum vexti, enda jafnvel mikilvæg-
ara en ella, vegna skorts á upplýsingum frá öðrum að-
ilum.