Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 23
FRJALS VERZLUN 23 ætíð kappkostað að veita fyrsta flokks þjónustu, hafa góðan og fjölbreyttan mat á boðstólum, enda teljum við, að bezta aug- lýsing, sem Naust hafi fengið, sé hin mikla aðsókn. En í sam- ræmi við mottó okkar hefur Naustið oft orðið til þess að ríða á vaðið með nýja rétti. Ég get nefnt körfukjúkHinginn, humarhalana, ýmsar steikur, sem. kenndar eru við húsið, ýmsa logandi rétti, þorramat- inn, sem við urðum fyrst húsa til að innleiða, síldarrétti ýmis konar og eins má minnast á, að eitt sinn höfðum við lifandi ál í kerjum í húsinu, sem ekki var drepinn fyrr en pöntun barst og fengu gestir hann því glænýjan. Mæltist þetta vel fyr- ir. Loks höfum við gert tilraun- ir með ýmis konar skelfisk, en ekki hefur gengið eins vel að venja gesti á hann. Allur þessi matur hefur verið búinn til af yfirmatreiðslumanni Naustsins — Ib iWessmann. Naustið hef- ur hlotið margvíslegar viður- kenningar erlendis frá, svo sem frá A.A.T.A.-samtökunum, er veittu staðnum gæðastimpil. Jafnframt hafa erlend blöð og tímarit skrifað mikið og vel um Naustið. í Nausti hafa m. a. verið haldnar kóngaveizlur, og einn básinn hlotið heitið kónga- básinn. Já, og fyrst við minn- umst á bása. Sú var tíðin, að allir matargestirnir vildu fá borð í einhverjum básnum, og enginn vildi sitja við borðin á miðgólfinu. Þess vegna réðumst við í það fyrirtæki nokkru fyr- ir áramótin að láta setja upp bása á miðgólfinu líka. Hafa þeir strax orðið mjög vinsæl- ir.“ Við spyrjum Guðna um álit hans á vínveitingalöggjöfinni. „Ýmislegt er við hana að at- huga,“ segir hann. „Fyrst og fremst held ég að lögin verði að skipta vínveitingastöðunum niður í flokka eftir því, hvort matur er framreiddur í þeim eða ekki. Við vitum öll, að það eru aðeins 4—5 staðir í borginni, sem leggja eitthvað upp úr að fá matargesti, hinir hugsa einungis um áfengissöl- una. Hjá okkur gerir maturinn t. d. lítið annað en að standa undir sér, því að hráefni til hans er það dýrt. Það er þvi áfengissalan, sem stendur und- ir meiri hlutanum af rekstrar- kostnaði húsanna allra. En það er engin sanngirni að láta þau öll falia undir sama hatt, hvað gæði snertir." Guðni minnist ennfremur á miðvikudagana og bar-bindind- ið á þessum dögum. „Þessi reglugerð er algjör fyrra gagn- vart útlendingum og eitt af því, sem erfiðast er að útskýra fyr- irþeim. Hugsaðu þér. Skemmti- ferðaskip kemur inn til Reykja- víkur á miðvikudagsmorgni, og gestir fara í land. Þeir geta hvergi farið inn á bar til að fá sér „einn“, því að það er bann- að að selja áfengi á þessum degi, og þeir geta hvergi feng- ið sér sterkan bjór til þess að svala borstanum, því að hér er með öllu bönnuð sala á sterk- um bjór. Fyrir bragðið fá út- lendingarnir afskaplega rangar hugmyndir um þjónustumál á íslandi, og þegar heim kemur breiða þeir út sögur um afkára- legar reglugerðir Íslendinga." Við spyrjum Guðna, hvort hann álíti að stefna beri að því að koma hér upp næturklúbb- um, og hann svarar: „Ég var afskaplega mótfallinn nætur- klúbbunum, sem hér spruttu upp eins og gorkúlur í fyrra og hvernig þeir voru starfrækt- ir, enda var mest öll starfsemi þeirra ólögleg. En auðvitað eiga næturklúbbar að rísa hér, eins og á öðrum stöðum, sem ætla sér einhvern sess í ferðamál- um. Þeir þurfa hins vegar að vera reknir eins og hver önn- ur vínveitingahús, og falla und- ir sömu reglugerðir. Þar þarf að vera framreiddur einhver málsverður, og hljómsveit að leika fyrir dansi en ekki „diskó- tek“. „Eitt gott leiddi þó af gömlu næturklúbbunum,“ segirGuðni, ,,og það var að lokunartími vín- veitingahúsanna var lengdur, þ. e. til kl. 2 á laugardögum. Strax hafa heyrzt raddir, sem telja þetta ekki nóg — staðirnir eigi að fá að hafa opið til kl. 2 á föstudögum og til kl. 3 á laugardögum. Mér er til efs að þetta hafi nokkra þýðingu — HOTEL SAGA SIMI 20 600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.