Frjáls verslun - 01.02.1970, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERZLUNT
41
„Það er víðar Guð en í Görðum“. Náttúra íslands er söm við sig, hvar sem er, og því þarf að tengja
helztu ferðamannastaðina rmeð góðum samgön gum. f því neti er Akureyri mikilvæg miðstöð.
áform eru á döfinni í bví efni,
svo ekki er ástæða til að hafa
sérstakar áhyggjur af gistirým-
isskorti þar. Öðru máli gegnir
á öðrum helztu ferðamanna-
stöðum landsins, sumujm liverj-
um, og þarf að samræma upp-
byggingu gistirýmis þar þróun-
inni í Reykjavík, að svo miklu
leyti, sem ekki er unnt að auka
það með nýtingu heppilegs
skólahúsnæðis.
Aðal aðdráttaraflið fyrir er-
lenda ferðamenn á íslandi er
að sjálfsögðu landið sjálft og
það, sem hér er frábrugðið því,
sem finna má annars staðar í
ferðamannalöndum. Eitt ogann-
að harf bó að gera til að draga
einstök atriði fram í dagsljósið,
og jafnvel er nauðsynlegt að
geta boðið ý/msa sérstaka að-
stöðu, þótt ekki sé cinsdæmi í
veröldinni, einkum til að lengja
ferðamannatímann ár hvert.
Beinist atliygli nú einkum að
iðkun vetraríþrótta á Akureyri,
vetraríþróttamiðstöð Iandsins,
veiði vatnafiska og heilsubótar-
dvöl við leirböð og hveravatn,
auk ráðstefnuhalds. Er það
skynsamlegt að bcina athygl-
inni að afmörkuðum þáttum í
einu, í stað 'þess að gýna yfir
öllu í senn. Ekki er þó vafi á,
að hver einstakur þessara þátta
dregur sjálfkrafa aðra minni í
kjölfarið.
Það er nauðsynlegt, að ríkis-
valdið taki ferðamálin föstum
tökum, setji um þau víðsýna
löggjöf og skipi þeim sess í
stjómarstofnun Imeð viðeigandi
yfirsýn og fyrirgreiðslu. Ný-
lega hefur verið skýrt frá því.
að vænta mætti aðstoðar Sam-
einuðu þjóðanna við rannsókn
á möguleikum íslendinga til að
auka ferðamannaþjónustuna í
Iandinu og laða hingað stórauk-
inn fjölda ferðamanna. Eru það
einkum þeir möguleikar til að
fjölga aðdráttaröflum, sem fyrr
eru nefndir. Staðfesting á þessu
er að vísu ókomin, en er vænt-
anleg. Þegar hún liggur fyrir,
og rannsóknin hefst, þarf jafn-
framt að skipa ferðamálunum
í heild sinni til betri vegar. Af
kynnum mínuim við ferðamála-
menn okkar Islendinga, hef ég
þá bjargföstu trú, að þeir séu
mæta vel því hlutverki vaxnir,
að lyfta Grettistökum á sínu
verksviði, og skemmir þá ekki,
að við munum eiga vísan áhuga
erlendra aðila á margs konar
leiðbeiningum og aðstoð, ásamt
hlutdeild í einhverjum mæli, —
þegar, er víðsýn og stórhuga
opinber stefna í ferðamálum
liggur fyrir. Við eigulm hiklaust
að ganga til verks í þessu efni
og nota vel einstætt tækifæri
til að byggja upp nýjan og arð-
vænlegan grundvallaratvinnu-
veg. Ekki mun af veita.
GJALDEYRISTEKJUR AF ER-
LENDUM FERÐAMÖNNUM
1969 680 MILLJÓNIR
Samkvæmt áætlun Ferða-
málaráðs, voru gjaldeyristekjur
af erlendum ferðamönnum árið
1969 tæpar 680 milljónir króna,
en þá nam heildarverðmæti út-
flutnings okkar íslendinga 9.-
466 millj. Eru þá taldar tekjur
flutningaaðila (áætl.), ásamt
eyðslueyri, sem skilað var í
bankana og fríhafnarsölu. Sam-
bærileg tala 1968 var 592.6
milljónir og 1967 389.4 millj.
Tölur um fjölda þeirra er-
lendu ferðamanna, sem komu
til Islands síðustu þrjú ár, eru
þessar: 1967 44.228 (þar af
með skemmtiferðaskipum 6.-
500), 1968 47.647 (7.200) og
1969 54.189 (10.090).
Árið 1969 fóru 19.482 íslend-
ingar utan.