Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 23

Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 23
FRJALS VERZLUN 23 ætíð kappkostað að veita fyrsta flokks þjónustu, hafa góðan og fjölbreyttan mat á boðstólum, enda teljum við, að bezta aug- lýsing, sem Naust hafi fengið, sé hin mikla aðsókn. En í sam- ræmi við mottó okkar hefur Naustið oft orðið til þess að ríða á vaðið með nýja rétti. Ég get nefnt körfukjúkHinginn, humarhalana, ýmsar steikur, sem. kenndar eru við húsið, ýmsa logandi rétti, þorramat- inn, sem við urðum fyrst húsa til að innleiða, síldarrétti ýmis konar og eins má minnast á, að eitt sinn höfðum við lifandi ál í kerjum í húsinu, sem ekki var drepinn fyrr en pöntun barst og fengu gestir hann því glænýjan. Mæltist þetta vel fyr- ir. Loks höfum við gert tilraun- ir með ýmis konar skelfisk, en ekki hefur gengið eins vel að venja gesti á hann. Allur þessi matur hefur verið búinn til af yfirmatreiðslumanni Naustsins — Ib iWessmann. Naustið hef- ur hlotið margvíslegar viður- kenningar erlendis frá, svo sem frá A.A.T.A.-samtökunum, er veittu staðnum gæðastimpil. Jafnframt hafa erlend blöð og tímarit skrifað mikið og vel um Naustið. í Nausti hafa m. a. verið haldnar kóngaveizlur, og einn básinn hlotið heitið kónga- básinn. Já, og fyrst við minn- umst á bása. Sú var tíðin, að allir matargestirnir vildu fá borð í einhverjum básnum, og enginn vildi sitja við borðin á miðgólfinu. Þess vegna réðumst við í það fyrirtæki nokkru fyr- ir áramótin að láta setja upp bása á miðgólfinu líka. Hafa þeir strax orðið mjög vinsæl- ir.“ Við spyrjum Guðna um álit hans á vínveitingalöggjöfinni. „Ýmislegt er við hana að at- huga,“ segir hann. „Fyrst og fremst held ég að lögin verði að skipta vínveitingastöðunum niður í flokka eftir því, hvort matur er framreiddur í þeim eða ekki. Við vitum öll, að það eru aðeins 4—5 staðir í borginni, sem leggja eitthvað upp úr að fá matargesti, hinir hugsa einungis um áfengissöl- una. Hjá okkur gerir maturinn t. d. lítið annað en að standa undir sér, því að hráefni til hans er það dýrt. Það er þvi áfengissalan, sem stendur und- ir meiri hlutanum af rekstrar- kostnaði húsanna allra. En það er engin sanngirni að láta þau öll falia undir sama hatt, hvað gæði snertir." Guðni minnist ennfremur á miðvikudagana og bar-bindind- ið á þessum dögum. „Þessi reglugerð er algjör fyrra gagn- vart útlendingum og eitt af því, sem erfiðast er að útskýra fyr- irþeim. Hugsaðu þér. Skemmti- ferðaskip kemur inn til Reykja- víkur á miðvikudagsmorgni, og gestir fara í land. Þeir geta hvergi farið inn á bar til að fá sér „einn“, því að það er bann- að að selja áfengi á þessum degi, og þeir geta hvergi feng- ið sér sterkan bjór til þess að svala borstanum, því að hér er með öllu bönnuð sala á sterk- um bjór. Fyrir bragðið fá út- lendingarnir afskaplega rangar hugmyndir um þjónustumál á íslandi, og þegar heim kemur breiða þeir út sögur um afkára- legar reglugerðir Íslendinga." Við spyrjum Guðna, hvort hann álíti að stefna beri að því að koma hér upp næturklúbb- um, og hann svarar: „Ég var afskaplega mótfallinn nætur- klúbbunum, sem hér spruttu upp eins og gorkúlur í fyrra og hvernig þeir voru starfrækt- ir, enda var mest öll starfsemi þeirra ólögleg. En auðvitað eiga næturklúbbar að rísa hér, eins og á öðrum stöðum, sem ætla sér einhvern sess í ferðamál- um. Þeir þurfa hins vegar að vera reknir eins og hver önn- ur vínveitingahús, og falla und- ir sömu reglugerðir. Þar þarf að vera framreiddur einhver málsverður, og hljómsveit að leika fyrir dansi en ekki „diskó- tek“. „Eitt gott leiddi þó af gömlu næturklúbbunum,“ segirGuðni, ,,og það var að lokunartími vín- veitingahúsanna var lengdur, þ. e. til kl. 2 á laugardögum. Strax hafa heyrzt raddir, sem telja þetta ekki nóg — staðirnir eigi að fá að hafa opið til kl. 2 á föstudögum og til kl. 3 á laugardögum. Mér er til efs að þetta hafi nokkra þýðingu — HOTEL SAGA SIMI 20 600

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.