Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Side 12

Frjáls verslun - 01.04.1971, Side 12
12 ÍSLAND FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 700 milljónum. Myndu eignir um 100 lífeyrissjóða um síð- ustu áramót þá hafa numið 3.7 milljörðum króna, eða því sem næst. í samræmi við þetta má enn gizka á, að eignaaukning- in í ár verði 7-800 milljónir. Ættu lífeyrissjóðir okkar þá að eiga um 4.5 milljarða króna í árslok 1971, — og munar um minna. Skv. upplýsingum Seðla- bankans voru það 9 lífeyris- sjóðir, sem lánuðu yfir 10 millj- ónir hver árið 1969. og eru það að líkindum stærstu sjóðimir. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóð- ur starfsmanna ríkisins, sem er langstærstur, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóð- ur starfsmanna SÍS, Lífeyris- sjóður togarasjómanna og und- irmanna á farskipum (nú Líf- eyrissjóður sjómanna), Lífeyr- issjóður barnakennara, Lífeyr- issjóður atvinnuflugmanna, Líf- eyrissjóður starfsm. Reykjavík- urborgar, Lífeyrissjóður verk- smiðjufólks og Lífeyrissjóður starfsm. Landsbanka fslands. Fiskiskip 1866 fleytur skráðar 1. jan. Um síðustu áramót voru á skipaskrá hjá Siglingamála- stofnun ríkisins 1866 fiskiskip og opnir vélbátar. Nánar til- greind eru þetta 24 togarar (16.981 tonn), 199 fiskiskip yf- ir 100 tonn (41.411 tonn), 549 fiskiskip undir 100 tonn (18,- 314 tonn) og 1094 opnir vélbát- ar (3.350 tonn). Togararnir og öll fiskiskip yfir 200 tonn brúttó eru úr stáli, 73 200-299 tonn, 26 300- 499 tonn og svo togararnir 24, sem allir eru stærri. Meðalald- ur þessara stálfiskiskipa 200- 499 tonn er 7.3 ár, en togar- anna 18.9 ár. Meirihluti fiskiskipa 100-199 tonn er einnig úr stáli, 77 alls, en 27 úr tré. Meðalaldur þess- ara skipa er 11 ár. Þau fiskiskip, sem eru undir 100 t., eru flest úr tré, eða 511 skip, aðeins 38 eru úr stáli. Meðalaldur skipa af þessari stærð er 18.9 ár, og eru þar elzt skip af stærðinni 25-49 tonn, eða að meðaltali 21.6 ára gömul. Opnir vélbátar eru flestir úr tré. A siOasta aratug var byggöur upp stór tloti 200-499 tonna fiskiskipa. Sum skipanna voru smíðuð hérlendis, þeirra stærst Eldborg GK, til hægri á myndinni. FV. 68 í SMÍÐUM. Um áramótin voru 68 togar- ar og fiskiskip í smíðum hér og erlendis fyrir íslenzka aðila. Þar af 6 togarar erlendis, 19 fiskiskip 100-499 tonn og 49 undir 100 tonn. Rafreiknar l\lýr og fljótari rafreiknir frá IBIU Þann 8. marz sl. boðaði IBM á íslandi til fundar með fulltrú- um viðskiptavina sinna til að kynna nýjan rafreikni IBM 370, gerð 135. Samsvarandi kynn- ingarfundur var haldinn í 108 löndum þennan dag. í fyrra voru kynntar erlendis þrjár stærri gerðir af IBM 370 kerf- inu. IBM 370/135 er minnsti raf- reiknirinn af 370 flokknum. Miðað við afkastagetu er verð- ið mjög hagstætt fyrir þá, sem hafa þörf fyrir rafreikni af þessari stærð.. . Gerð 370/135 mun fyrst og fremst vekja athygli fyrir mik- inn innri hraða, sem er allt að fjórum sinnum meiri en hjá IBM 360/30 (rafreiknir Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar), sem er álíka kostnaðarsamur í rekstri. Lögð hefur verið áherzla á aukið rekstraröryggi og eru flestar aðgerðir endurteknar, ef vélin getur ekki framkvæmt þær í fyrstu tilraun. Ef eitt tákn mis- ferst, leiðréttir vélin villuna á sjálfvirkan hátt, en skráir jafn- framt upplýsingar um hvað rra runainum er llilVl 370/135 var kynntur.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.