Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1971, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 ÚTLÖND 21 1.014 skip, samtals 4.767.000 brt., og hafði stækkað áxið 1970 um 107.000 brt. Danski kaupskipaflotinn var 1.288 skip, samtals 1.331.000 brt., hafði minnkað um 88.000 brt. árið 1970. Finnski kaupskipaflotinn var 466 skip, samtals 1.494.000 brt., og hafði hann stækkað um 86.000 brt. 1970. Til samanburðar má geta þess, að íslenzki kaupskipa- flotinn var um síðustu ára- mót 31 skip, samtals 46.156 brt., og hafði þá stækkað á árinu 1970 um 8.190 brúttólestir. Eru ekki meðtalin 6 farþega- skip, sem að verulegu leyti eru einnig vöruflutningaskip, alls um 5.200 brt., en tala þeirra var óbreytt milli áranna. Evrópa Bandarísk mat- væli vinsæl Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á bandarískum matvælum til Evrópu undan- farið, sem er afleiðing mikillar og velskipulagðrar söluherferð- ar. Þrátt fyrir hátt verð má segja að alls konar bandarísk matvæli séu rifin út úr búðun- um. Þar má t.d. nefna appel- sínusafa, hrísgrjón, saltkex og grapefruit. Þrátt fyrir innflutningshöft í EBE-löndunum seldu Banda- ríkjamenn þar ferska ávexti fyrir 32 milljónir dollara á sl. ári, sem er 40% aukning mið- að við árið 1968. Bandarísk jarðarber eiga miklum vinsæld- um að fagna og t.d. má nefna að flutningaþotur fljúga full- Bandarískur aspas borinn fram London. hlaðnar til Svíþjóðar að minnsta kosti tvisvar í viku um þessar mundir, en þar er kíl- óið selt á um 250 ísl. kr. Banda- ríkjamaður, sem búsettur er í Frankfurt er einn af stærstu innflytjendunum og hann hef- ur nú tekið 20 Boeing 707 þot- ur á leigu til að flytja 800 lest- ir af jarðaberjum til V-Þýzka- lands í vor. Appelsínusafinn er næstur jarðaberjum á vinsældalistan- um, en hann er sætari og bragð- betri en evrópsku gerðirnar. Á sl. ári keyptu Frakkar safa fyr- ir um 1,5 milljónir dollara frá Bandaríkjunum, en árið 1965 var upphæðin 5000 dollarar. Bandarískt grænmeti á einn- ig miklum vinsældum að fagna, enda eru Evrópubúar rétt bún- ir að læra að borða grænmetis- salat með matnum. Þá er inn- matur, eins og nýru, hjörtu og lifur, mjög vinsæll, en inn- flutningur á honum nam um 40 milljónum dollara til Frakk- lands á sl. ári. Eins og gefur að skilja, eru bandarískir fram- leiðendur ánægðir með þennan vaxandi markað og leggja æ ríkari áherzlu á að kynna vör- ur sínar, því að reynslan hefur sýnt, að fólkið er reiðubúið til að greiða hærra verð fyrir betri vöru. Frakkland IJmferðin í París þjökuð af bila- mergð í París er það ökumaðurinn, sem ræður. Fyrir skömmu var skýrt frá áætlunum um að setja upp stöðumæla í einu borgarhverfanna. en mótmæli voru svo heiftarleg að hug- myndinni var stungið undir stól í hvelli. Umferðarteppurn- ar verða æ meiri og vegfarend- ur eiga æ meira fótum sínum fjör að launa. Það er þó ekki svo, að borg- aryfirvöld í París hafi ekki í hyggju að reyna að bæta úr vandræðunum. Það hefur verið lagt til að bifreiðar, sem ekki eru skráðar í París verði látnar greiða toll við komuna til borgarinnar. Það hefur einn- ig verið lagt til að strætisvagn- í svona kös er fljótlegra að nota tvo jafnfljóta. ar, sem nú sniglast áfram á um 7 km hraða fái sérstakar ak- greinar utan veganna. Það hef- ui' verið lagt til að ýmsar göt- ur eða hverfi verði lokuð fyrir bifreiðaumferð. Það hefur ver- ið talað um, að umferðamál borgarinnar verði sett undir eina stjórn, til að tryggja betri þjónustu. Það hefur einnig ver- ið lagt til að stórfyrirtæki flytji úr miðborginni út í útjaðarinn Bandarískar matvörur á stórmarkaði í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.