Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.04.1971, Qupperneq 27
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 27 hafa kosið að efla söluna almennt, fremur en að einskorða sig við EFTA, þar eð aðildin sem slík varð til almennrar útflutningsörvunar. Að öðru jöfnu mætti með hlutfallslegri aukn- ingu til mismunandi landssvæða greina áhrif inngöngunnar í EFTA. Hér hefur þó ekki verið reynt að einangra önnur „truflandi áhrif“, þann- ig að töflurnar 2 og 3 sýna (hlutfallslega) út- flutningsbreytingu vegna allra mögulegra þátta; vegna byggingar álbræðslu og kísilgúr- verksmiðju, vegna hagstæðra áhrifa gengis- breytinganna síðustu á samkeppnisaðstöðu í ull og skinnum, eftirspurnar erlendis og sölu- mennsku, aflabragða, umþóttunar í sjávarút- vegi, niðurfellingu tolla í EFTA-ríkjum o.s.frv. 3. Helztu viðhorf í markaðsmálimi. Það er trú mín, að auka megi útflutning iðn- aðarvöru úr innlendum hráefnum verulega á næstu árum. Til þess þarf ekki nauðsynlega stórar framleiðslueiningar, en aftur á móti sam- stöðu um sölu og skipulagningu framleiðslunnar. Okkur hefur tekizt að selja frystan fisk með þessu móti með góðum árangri. Af hverju skyldi ekki hið sama geta gilt um niðursoðnar sjávar- afurðir? (Hér þarf auðvitað að taka tillit til launakostnaðar, skatta, hráefnisöflunar o.fl., en spurningin á eigi að síður rétt á sér.) Vonandi verður eitthvað úr Stevenson & Kellogg-skýrsl- unni, þar sem bent var á, að stórkostlegir mögu- leikar séu fyrir hendi í niðursuðuiðnaði. Við vitum, að söluaukningin í ullarvörum er að verulegu leyti árangur af sameiginlegri mark- aðsleit og sölustarfsemi ásamt stuðningi frá út- flutningsskrifstofu Félags íslenzkra iðnrekenda. Miklar vonir eru bundnar við Útflutningsmið- stöð iðnaðarins, en frumvarp þar að lútandi var til umræðu á síðasta þingi. Við vitum, að einstaka framsýnir menn í grein- um, þar sem sameiginlegt söluátak hefur vant- að eins og í húsgagnagerð og innréttingasmíði, hafa riðið á vaðið og kannað sölugetu sína er- lendis og það jafnvel borið árangur. Við vitum jafnvel, að meðan viðkvæðið „að það gengur of vel“, klingir í eyrum, verður erf- itt að hvetja fyrirtækin til útflutnings. Við ættum einnig að hafa í huga, að flestar vænlegustu útflutningsafurðir okkar úr íslenzk- um hráefnum eru háðar árstíðarsveiflum í eftir- spurn eða sveiflum í aflabrögðum, (eða þá hvoru tveggja og verðsveiflum að auki). Þannig selj- ast ullarvörur aðallega á vetrum og væntanlega verða framleiðslufyrirtækin að kaupa ull og skinn í sláturtíðinni á haustin. Fyrir fyrirtæki, sem vill halda framleiðslunni nokkuð stöðugt gangandi (ekki sízt vegna vinnuaflsins), þýðir þetta aukna fjárbindingu í hráefnum og/eða afurðum. Er þá orðið hæpið að halda því fram, að sjávarvörur og landbúnaðarvörur eigi að ganga fyrir um afurðarlán, ekki sízt, ef mark- miðið er að auka framleiðslu og sölu iðnaðarvara af framangreindu tagi. Rétt er að hafa í huga, að þótt útflutnings- verðmæti iðnaðarvara úr íslenzkum hráefnum geti stórum aukizt hlutfallslega reiknað, getur iðnaðarvarningur ekki orðið verulega stærri hluti vöruútflutnings, nema meiri stóriðja komi til sögunnar. Unnið er að áætlunum í þessum efnum og mun ég e.t.v. hafa tækifæri til að víkja að þeim síðar á þessum vettvangi. Ef við hugum að lokum- að viðskiptamynztr- inu árið 1970 og viðhorfum til Efnahagsbanda- lags Evrópu, þá var innflutningur mestur þetta ár frá Vestur-Þýzkalandi, þá Bretlandi og Dan- mörku, en útflutningur mestur til Bandaríkj- anna, Bretlands og Vestur-Þýzkalands. 43.1% innflutningsverðmæta (á cif-verði) kom frá EFTA-löndum og 27.5% frá EBE-löndum. 38.3% útflutningsverðmæta (á fob-verði) fór til EFTA- landa, en 16,8% til EBE-landa. Ef reiknað er með að Bretland, Danmörk, írland og Noregur gangi í EBE og önnur EFTA-ríki tengist Efnhagsbanda- laginu með einum eða öðrum hætti, koma 70% innflutnings okkar frá slíku markaðssvæði og yfir 50% útflutnings okkar fara til þess. Ekki skal hér gerð tilraun til að meta óhagræði af hugsanlegum tolli á vörum okkar til slíks svæð- is, en greinilegt er, að ísland til'heyrir því nú þegar viðskiptalega séð og því álít ég eðlilegt, að ísland stefni að tengslum við „útvíkkað" Efnahagsbandalag á grundvelli EFTA-samstarfs- ins. ÓLAFS- FIRÐ- INGAR! HEIMILT STÆKI, GÓLFTEPPI, afborgunarskilmálar. ATLAS kæliskápar, 14 gerðir. Frystiskápar, 4 gerðir. Frystikistur, 4 gerðir. NILFISK ryksugur. HUSQVARNA saumavélar. ÁLAFOSS gólfteppi. ÓLAFSFIRÐI — Símar; 62208, 62255, 62122.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.