Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Side 51

Frjáls verslun - 01.04.1971, Side 51
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 hins vegar, þrátt fyrir verzl- unarfrelsið, hneppt í verðlags- fjötra, sem í einu og öllu er stjórnað af öðrum aðilum und- ir forystu ríkisvaldsins. Jafn- framt hefur aðbúð verzlunar- innar að öðru leyti verið í mik- ilvægum atriðum mjög ábóta- vant. Þar sem fastast er að verzluninni kreppt, hefur hún beint og óbeint verið rekin með tapi, eins og sýnt hefur verið fram á hvað eftir annað bæði af einkaverzluninni og samvinnuverzluninni. Þetta hefur leitt til þess, að verzl- unin hefur haft sáralítið eða ekkert svigrúm til umbóta í rekstri sínum, nema með því að taka til þess fé að láni. En verzlunin er einmitt_ sá at- vinnuvegur, sem hvað'þrengst- an aðgang hefur að lánsfé, og á sjálf litla sjóði til ráðstöfun- ar. Það er enda ekki von, að lánastofnanir fýsi að lána at- vinnuvegi, sem er svo hart keyrður og raun ber vitni. Nú er það svo, að öðrum at- vinnuvegum eru einnig settar ýmsar skorður. En það er ó- hagganleg staðreynd, að þeir njóta þó allir með tölu mill- jónatuga af almannafé til fé- lagsstarfsemi sinnar, rann- sókna og uppbyggingar, allir nema verzlunin.. Þetta fé verð- ur ekki talið eftir hér, þótt ó- neitanlega væri æskilegra og heilbrigðara, að atvinnuvegirn- ir hefðu aðstöðu til þess að sjá sjálfum sér farborða í þessum efnum. Hins vegar verður ekki fram hiá því komizt, að með stórfelldri ríkisaðstoð er öðr- um atvinnuvegum en vei’zlun- inni gert kleift, þrátt fyrir hömlur, að byggja sig upp fé- lagslega, skipulagslega og tæknilega og bæta þannig að- stöðu sína til að gegna skyldum sínum. Það, að verzlunin skuli sitia eftir, væri ekki tiltöku- mál, ef hún hefði sjálf nægi- legt bolmagn. Því miður er ekki svo, og þess vegna er verzlunin vanmegnug að auka og bæta þjónustu sína. sem aftur leiðir af sér, ásamt verð- iagshöftunum, margs konar ó- heilbrigð einkenni. En verzlun- in hefur ekki áhuga á ríkisað- stoð, þótt aðrir atvinnuvegir njóti siíkrar aðstoðar í rikum mæli. Hún telur eðlilegra og raunar lífsnauðsynlegt til fram- búðar, að atvinnuvegunum verði sköpuð sú rekstursað- staða, að geta sjálfir valdið innri málum. Ríkisstyrkir til GREINAR OG VIÐTÖL 51 ALLT TIL ÚTGERÐAR Heildsala — Smásala oaaaaaa ©.aíULaaaaac] rap Elzta og stærsta veiftafæraverzlun landsins CUDO GLER

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.