Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 65

Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 65
FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 65 UM HEIMA OG GEIMA Þetta er ekki sjónhverfing. Þær eru að baða sig í Dauðahafinu, þar sem ekki er hætta á að maður sökkvi! Ódauðlegt fólk! — Hvort fólkið er heil- brigt. . Já, við urðum að skjóta einn umferðarsala til þess að geta vígt kirkjugarð- inn! O, jæja Við jarðarför vildi þannig til, að hagsýslustjóri borgarinnar stóð við hlið elzta borgarans, þegar kastað var rekunum á kistu hins látna. — Hvað eruð þér orðinn gamall, Páll minn, hvíslaði hagsýslustjórinn. — Níutíuogeins, snarkaði í gamalmenninu. —■ Níu tíu og eins. Þá borgar sig varla fyrir yður að fara heim aftur. Látið þér flengja yður! Sigurður Guðjónsson kenn- ari við Verzilunarskólann, sem allir verzlingar þekkja að frá- bærri kurteisi og fágaðri fram- komu. lenti einstaka sinnum í útistöðum í starfi, eins og eðli- legt er í hita erfiðra starfsdaga. Eitt sinn, þegar kennslustund var nýbyrjuð, kvað við hvellur mikill fyrir utan gluggann, og inn gaus megn stybba. Flest- um varð hverft við, kannski ekki sízt Sigurði kennara. En hann brá skjótt við, setti stól undir gluggann og steig upp á hann virðulegur í fasi að vanda, opnaði lúguna upp á gátt og kallaði út í gegn um reykj armökkinn til 4ra ára af- brotamanns, sem stóð á gang- stéttinni: — Þér eruð óskamm- feilinn, farið þér heim og látið þér flengja yður! Það veltur á árgangnum —• Tja, kæri forstjóri, sagði læknirinn, ég verð að segja þér það í fullri hreinskilni, að heilsa yðar er afar slæm, þú ert að fara með þig á víni og konum. Hvoru viltu heldur sleppa? —• Það veltur nú í fyrsta lagi á árangnum! Nýtnin er sjálfsögð — Heima hjá mér kemur aldrei víndropi á borð. — Nei, ég er líka mjög var- kár, þegar ég helli í glösin. Stýrið týnt — Dyravörður, dyravörður, hrópaði bargesturinn nýkom- inn af barnum út í bíl sinn, — það hefur einhver stolið stýr- inu! — Afsakið herra minn, sagði dyravörðurinn, þér sitjið í aftursætinu! Spurning dagsins Hvernig í ósköpunum stend- ur á því, að fólk drekkur sig alltaf fullt daginn áður en það er að sálast úr þorsta? Kröfuharka — Má bjóða þér bolla af kaffi? — Nei takk, ekki kaffi. — En þá bolla af te? — Nei takk, ekki te. —• Kannski viský og sóda? — Takk, ekki sóda. Nöldur — Hvernig stóð á því, að þér stáluð aðeins silfurfötunum en létuð 5 þúsund krónur í pen- ingum eiga sig, sagði dómar- inn í yfirheyrzlunni. — Æ, herra dómari, þér megið nú ekki líka byrja á þessu, konan mín hefur talað nóg um það!

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.