Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 8
ÍSLAIMD
Ríkisstjórnin
Eru viðskiptamálin vanrækt?
Nýja ríkisstjórnin. stjórn
Framsóknarflokksins, Alþýðu-
bandalagsins og SFV, hefur að-
eins setið rúma tvo mánuði að
völdum og starfsaðferðir ráð-
herranna eru því í mótun. Þó
eru þær óðum að koma í ljós. f
byrjun er flestöllum helztu
málaflokkum gerð einhvers
konar skil, og þar sem ráðherr-
arnir telja sig ekki geta annað
öllu einir, hafa þeir ráðið i
þjónustu sína ráðherraritara,
sem sum stjórnarblöðin kalla
aðstoðarráðherra. En það vekur
sérstaka athygli, að hvergi er
minnst á viðskiptamálin, þótt
viðskipti séu slagæð atvinnu-
lífsins og þjóðlífsins yfirleitt.
Þess vegna hlýtur sú spurn-
ing að vakna, hvort viðskipta-
málin eigi að sitja á hakanum.
Fyrrverandi viðskiptamála-
ráðherra. Gylfi Þ. Gislason, var
almennt talinn sinna viðskipta-
málunum minna en skyldi,
enda var hann jafnframt
menntamálaráðherra og þar
var víða pottur brotinn og nóg
um að sýsla. Núverandi við-
skiptamálaráðherra. Lúðvík Jó-
sefsson, er jafnframt sjávarút-
vegsmálaráðherra, og skv. yfir-
lýsingum ríkisstjórnarinnar,
mun sérstök áherzla verða lögð
á þau mál og skyld mál. Hefur
Rœður Lúðvík sér aðstoðar-
viðskiptaráðherra?
Lúðvik nokkurn tíma fyrir við-
skiptamálin? Eða er þess að
vænta að skipaður verði aðstoð-
ar-viðskiptaráðherra?
Það gefur tilefni til að spyrja
á þessa leið, þegar ekkert heyr-
ist um viðskiptamálin frá hinni
nýju ríkisstjórn, annað en það,
að viðskiptaráðherra hafi lýst
því yfir við sendinefnd við-
skiptalífsins. að ekki væri að
vænta neinna umtalsverðra að-
gerða í viðskiptamálum á næst-
unni.
Nú kann það að vera skoðun
sumra þeirra, sem að viðskipt-
um vinna. að bezt fari á að-
gerðaleysi af hálfu stjórnvalda,
meðan núverandi ríkisstjórn
situr að völdum. Þótt margt sé
að, búast menn allt eins við að
róttækar aðgerðir „vinstri
manna“ í viðskiptamálum, leiði
til verra ástands fremur en
betra. Og vissulega hníga ýms-
ar skoðanir „vinstri manna“ að
því að þessi grunur reynist rétt-
ur. En hvað sem því liður, verð-
ur fyrst og síðast að líta á það,
að viðskiptalífið er í raun og
veru ein af mikilvægustu lífæð-
unum, og svo mikilvæg, að sé
hún ekki virk, hefur það nei-
kvæð áhrif um allt þjóðlífið.
Þess vegna er það lámarks-
krafa, að viðskiptamálum sé
sinnt ekki síður en öðrum þjóð-
félagsmálum, sem mestu skipta.
IXIióurg'reíðslur
Þrefalt hærri en fyrir verðstöðvun
Vísitöluleikfimin í þjóðfélag-
inu er í algleymingi. Það er
hamlað gegn verðhækkunum
með margvíslegum frestunum
og þar á meðal niðurgreiðslum
úr ríkissjóði, sem nú nema á
ársgrundvelli einum 1.750 millj-
ónum eða því sem næst. Frá
því fyrir verðstöðvun hafa þess-
ar niðurgreiðslur hækkað úr
590 milljónum á ársgrundvelli,
eða u. þ. b. þrefaldast á einu
ári. Þar með er genginn aftur
gamall púki í efnahagslífinu,
sem mun krefjast sinna fórna,
þegar hann verður kveðinn nið-
ur næst.
Þegar verðstöðvunin var á-
kveðin, var gert ráð fyrir að
niðurgreiðslur ykjust á verð-
stöðvunartímabilinu úr þessum
6
FV 9 1971