Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 10

Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 10
hannessonar, um að líklega yrði farið að fordæmi Norð- manna og Svía. En nú vill svo til, að kerfin hjá hessum þjóð- um eru g.iörólík. Islenzka kerf- ið er upphaflega komið frá Dön- um, eins og fleira, og lyfjadreif- ingin hér er nauðalík og í Dan- mörku. I Noregi er heildsölu- dreifing lyfja í höndum ríkis- ins, en smásalan með líku sniði 350 milljóna lyfjasala á ári er ekki svimandi upphœð . . . en lyfsalar eru þó vinsœlir menn hjá ríkissjóði og sveitarstjórn- um. og hér og í Danmörku. í Sví- þjóð er heildsöluverzlunin frjáls, en smásöluna annast fyr- irtæki, sem að meirihluta er í eigu ríkisins en að minnihluta í eigu apótekara. Hér á landi hefur ríkið náin afskipti af lyfjadreifingunni, á- kveður álagningu og markar verð á innlendri framleiðslu, þar sem Lyfjaverzlunin er það stór framleiðandi, að hún hef- ur ráðandi áhrif á verðlagning- una. Erfitt er að imynda sér grundvallarbreytingar, nema þjóðnýting í einhverri mynd komi til skjalanna. Hins vegar gætu ýmsar smærri breytingar, eins og í tollamálum, komið lyfjanotendum til góða. Olíudreifing Heildarsalan 1970 2,222 milljónir, 30% fóru til hins opinbera v Btj Olíufélagið hf. hefur mesta veltu meðal olíufélaganna, en hin fylgja fast á eftir. Heildarsala íslenzku olíufél- aganna á árinu 1970 nam 2.222 miifjónum króna. Af þeirri upp- hæð runnu um 30%, eða 600- 700 milljónir, til ríkissjóðs og sveitarsjóða. Þeir aðilar höfðu þó meiri tekjur af olíudreifing- unni, þar sem umboðsmenn um land allt greiða vitanlega skatta og skyldur, svo og allir launþegar, sem hafa atvinnu við þennan rekstur. Mest var salan hjá Olíufélag- inu hf. (ESSO), eða um 1.449 milljónir, en hjá Oliuverzlun fs- lands hf. (BP) var hún um 909 mil.ljónir og hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. (SHELL) um 864 milljónir. Söluskattur er talinn með að svo miklu leyti, sem um hann er að ræða. EfTA Sæigæti, öl og sement á kvóta um Næstu bre^ytingar vegna EFTA-aðildar Islendinga verða um áramótin næstu, þegar sæl- gæti, öl og sement fer á kvóta, en sá kvóti á síðan að stækka ár fná ári unz þessar vörur kom- ast á frílista frá ársbyrjun 1975. Um leið og sælgæti og öl fara á byrjunarkvótann. verður lagt á tollvörugjald sambærilegt og áramót innlend framleiðsla býr við. Nýlega voru auglýstar lækk- anir á tollum af mikilvægustu hráefnum til sælgætisgerðar, og gekk sú breyting í gildi 1. ágúst sl. Engar tollabreytingar eiga að verða vegna EFTA-aðildarinn- ar. frekari en urðu í byrjun, fyrr en frá ársbyrjun 1974. 8 FV 9 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.