Frjáls verslun - 01.09.1971, Síða 16
Aðalstöðvar EBE.
EBE
Fjárfestmgafjármagnið
freistar margra þjóða
ÞaS sem stuðlaSi hvað mest
að því að verðbólguklausan vai'
sett inn var hvernig fór fyrir
sænsku skipasmíðastöðinni
Göteverken AP, sem er stærsta
skipasmíðastöð Svíþjóðar. Á
síðasta áratug gerði fyrirtækið
marga smíðasamninga á föstu
verði þar sem verðbóigan var
ekki tekin nægilega með í
reikninginn og afleiðingin varð
sú að fyrirtækið var næstum
farið á hausinn. Salen Shipping
Co. tók þá stöðina yfir og hef-
ur ásamt sænsku ríkisstjórn-
inni lagt 45 milljónir dollara af
nýju fjármagni í reksturinn.
Þá hafa viðskiptavinir Göte-
verken lofað að greiða alls 35
milljónir dollara umfram hið
fastákveðna smíðaverð, til að
tryggja að þeir fái skip sín af-
hent. Bandaríkin hafa hingað
til ekki verið hættulegur
keppinautur fyrir japanskar og
evrópskar skipasmíðastöðvar,
en nú vilja þau fá sinn bita af
kökunni og eru nú 19 olíuskip
í smíðum þar í landi, miðað við
tvö árið 1965. Þetta er að þakka
lögum, sem sett voru ekki alls
fyrir löngu og segja fyrir um
að olíu megi ekki flytja milli
bandarískra hafna nema með
skipum smíðuðum í Bandaríkj-
unum.
■Jr Spánverjar smíða stærst.
Hvað stærð skipanna snertir
vill svo undarlega til að þar
eru ekki Japanir né Evrópu-
menn fremstir í flokki, heldur
Spánverjar. Spánverjar byggja
nú stærstu olíuskip sem um
getur eða 350 þúsund lestir og
hefur fyrirtækið ASTANA
pantanir á 5 slíkum skipum frá
Gulf Oil Corp. Það eru aðeins
4 ár siðan spænskar skipasmíða-
stöðvar fóru að smíða olíuskip
svo nokkru næmi, er stjórn
landsins jók stórlega lánafyrir-
greiðslu til stöðvanna. Þetta
gerði stjórnin vegna þess að
hún gerði ráð fyrir stórauk-
inni eftirspurn eftir olíuskip-
um, er Súezskurðinum var
lokað 1967. Þetta reyndist hár-
rétt athugun, sem hefur reynzt
Spánverjum mjög arðbær, því
að þeir eru nú fjórðu í röðinni
á eftir Japönum, Svíum og
Frökkum í smíði olíuskipa.
Þeir láta heldur ekki stærðina
vaxa sér í augum því að nú
standa yfir samningaviðræður
við bandarískt fyrirtæki um
smíði stöðvar, sem á að geta
byggt allt að milljón lesta
skip, og þannig slegið öll met.
í Rómarsáttmálanum um
Efnahagsbandalag Evrópu eru
m.a. ákvæði um Fjárfestingar-
banka Evrópu, sem aðildarþjóð-
irnar stofnuðu á sínum tíma.
Þessi banki byrjaði með 90
milljarða króna, en aðildarþjóð-
irnar lögðu fram fjórðung
þeirrar upphæðar á fyrsta ári
bankans og gengu í ábyrgð fyr-
ir lántökum á alþjóðlegum pen-
ingamarkaði sem námu þrem
fjórðu. í vor var þessi upphæð
hækkuð í 135 milljarða króna.
Fjármagn Fjárfestingarbank-
ans mun að sjálfsögðu aukast
enn við inngöngu fleiri landa
í Efnahagsbandalagið, en þeim
verður gert að leggja fram fé
í hlutfalli við stofnþjóðirnar,
og eiga þau að greiða fjórðung-
inn á fyrstu þrem árum aðild-
ar sinnar. Þarna er því um
geysilega öfluga stofnun að
ræða. sem út af fyrir sig freist-
ar þeirra þjóða, sem ekki hafa
nægilegt eigið fjármagn til
margs konar meiriháttar fjár-
festingar.
Hlutverk Fjárfestingarbanka
Evrópu er að lána til fjárfest-
ingar, sem lýtur að efnahags-
legri framþróun í þeim löndum,
sem aðild eiga að EBE, en þar
undir falla t.d. aðgerðir til end-
urskipulagningar í atvinnu-
rekstri eða til að koma á fót
nýjum atvinnugreinum, svo og
í byggðaþróun með tilliti til
náttúruauðæva og vinnuafls
m.a. Á síðustu 14 árum hafa
þannig verið veitt lán til þró-
unaraðgerða á Suður-ftalíu og
til framkvæmda í samgöngu-
málum, sem hafa átt að auð-
velda samskipti aðildarþjóð-
anna og tengja þau þannig nán-
ari böndum.
Fjárfestingarbankinn lánar
ekki að fullu til viðkomandi
framkvæmda eða aðgerða, og
að meðaltali nema lán fians
23% heildarkostnaðar. Útlán
hans 1970 námu um 32 millj-
örðum króna.
Síðan 1963 hefur starfað sem
deild í Fjárfestingarbankanum,
Þróunarsjóður Evrópu, en hlut-
verk sjóðsins er að veita stuðn-
ing þeim ríkjum. sem tengd
eru EBE í gegn um hina svo-
kölluðu þróunaraðstoð.
Þar undir falla allmörg Af-
ríkuríki, Tyrkland og Gri'kk-
land, en Grikkland hefur þó
ekki notið góðs af sjóðnum síð-
an herforingjastjórnin tók við
völdum. Þróunarsjóðurinn að-
stoðar þessar þjóðir með löng-
um lánum á lágum vöxtum.
oft vaxtalausum framan af. í
árslok 1970 hafði sjóðurinn til
ráðstöfunar 18 milljarða króna,
sem eru utan við f jármagn Fjár-
festingarbankans.
Eins og fyrr segir, er aðild
að Fjárfestingarbanka Evrópu
Europa Investment Bank —
EIB) eitt af því sem freistar
þeirra þjóða. sem nú sækja um
aðild að EBE. M.a. hafa sprott-
ið upp hugmyndir um það í
Danmörku. að í gegn um aðild
Dana að EBE gætu þannig skap-
azt möguleikar til að byggja
brú yfir Stórabelti og tengja
Danmörku meginlandinu.
14
FV 9 1971