Frjáls verslun - 01.09.1971, Síða 36
RÆKJUVINNSLA
RÆKJUFRYSTING
SELJUM FRYSTA RÆKJU
HRAÐFRYSTIHÚS
Þórðar Júlíussonar
Isafirði. Sínii 94-3308.
BJÖRGUN HF.
Vatnagörðum, Reykjavík
Tökum að okkur alhliða
BJÖRGUNARSTÖRF
á sokknum og strönduðum skipum.
önnumst ennfremur sölu á alls konar
steypuefm, fyllingarefni, skeljasandi
og pússmngarsandi.
BJÖRGUN HF.
Símar: 33255, 36990
Starfsmennirnir sérhæfa sig í
tilteknum vöruflokkum og
sami maðurinn fylgist yfirleitt
með sömu verzlununum. Þetta
hefur bæði kosti og ókosti.
Kostirnir eru þeir, að starfs-
maðurinn fær reynzlu til að
byggja á, en ókosturinn getur
verið sá, að hann slaki á í
störfum sínum, t. d. vegna
þess, hve einhæft það verður,
þegar til lengdar lætur. Starfs-
menn eru bundnir þagnar-
skyldu að viðlagðri refsingu
samkvæmt almennum hegn-
ingarlögum.
ALMENNINGSTENGSL
Einn þáttur í starfsemi skrif-
stofunnar hefur ekki verið
nefndur. Hann er sá að svara
fyrirspurnum fólks og kanna
réttmæti umkvartana frá al-
menningi. í þetta getur farið
mikill tími Vart líður sá dag-
ur að einhver óbreyttur borg-
ari hringi ekki til skrifstofunn-
ar, stundum allt upp í tuttugu
einn daginn, og spyrji um,
hvort tiltekið verð sé rétt eða
til að láta í Ijós grunsemdir
um vérðlagningu. Sumum þess-
ara fyrirspurna og athuga-
semda er fljótsvarað, en önn-
ur tilfelli útheimta sérstaka,
stundum tímafreka, athugun.
Verðlagsstjóri kvaðst í sam-
tali sínu við FV ávallt leitast
við að leysa úr öllum ágrein-
ingsmálum við viðskiptamenn
stofnunarinnar á þann hátt að
til sem minnstra árekstra gæti
komið. Þess vegna tekur hann
ekki hart á smávægilegri óná-
kvæmni, ef hún er ekki öll á
einn veg, til hækkunar, og aug-
ljóslega vísvitandi eða dæmi
um alvarlegt kæruleysi. Hann
segist heldur ekki eltast við
menn. bótt þeir bvrji að selja
vöru áður en skrifstofan hefur
farið yfir verðútreikninga, þó
að því tilskildu, að skrifstofan
tréysti viðkomandi og verði
ekki vör vísvitandi rangra út-
reikninga að dómi skrifstof-
unnar.
VERÐLAGSDÓMUR
Verðlagsstjóri telur sig að-
eins fara til Verðlagsdóms og
kæra menn, ef um alvarleg
brot er að ræða, eða í þeim
tilfellum, að viðkomandi sinni
ekki áminningum og ábending-
um skrifstofunnar. Þó er Verð-
lagsdómurinn svo mikið atriði
í hans augum, að hann telur
seinagang í málarekstri fyrir
34
FV 9 1971