Frjáls verslun - 01.09.1971, Qupperneq 49
Útkoman á þessu 7 ára tímabili
er hreinn hagnaður að upphæð
2.400.000 kr., að meðaltali tæp-
lega 343.000 kr. á ári. Vitas'kuld
er ekki hægt að setja fram svo
einfalda útkomu í raunveru-
leikanum. og þar að auki er
eftir að taka tillit til beinna
skatta, sem dragast frá.
Erfiðleikatímabilið 1966-1968
setur vissulega mikinn svip á
dæmið okkar, og svo var í raun-
veruleikanum, þótt það hafi e.
t. v. verið nákvæmt reiknað
eitthvað á annan veg í tölum
talið. Hins vegar ber svo að
líta til batnandi tíma, og eins
þess að verðjöfnunarsjóður er
að myndast, sem á að geta átt
þátt í að tryggja betur en áður,
að áföll kross'bregði ekki fótum
fyrir hraðfrystiiðnaðinn í einni
andrá. Útlit og horfur sýnast
því betri. En getur hraðfrysti-
iðnaðurinn lagt óstuddur út í
alla þá endurnýjun, sem fram-
undan er? Er ástandið bjart
eða svart? Til þess að fá svör
við spurningum, sem nú koma
fram í hugann, skulum við
snúa oikkur að viðtali við for-
ystumenn í hraðfrystiiðnaðin-
um. Það eru þeir Einar G.
Kvaran framkvæmdastjóri og
Guðjón B. Ólafsson fram-
kvæmdastjóri, sem verða fyrir
svörum.
NÝ HOLDMYNDUN
FV: Hvernig stendur hrað-
frystiiðnaðurinn raunverulega
að vígi fjárhagslega?
EGK: Hann stendur nokkurn
veginn í báða fætur. eftir síð-
ustu 2 ár, sem hafa reynzt góð.
Úr sal nýs frystihúss Sjöstjörnunnar hf. í Ytri-Njarðvík. Þarna er
allt fágað . ..
. . . og flísar á veggjum . ..
GBÓ: Já, það má segja að nú
sé að koma á hann hold í stað
þess, sem hann missti á síðasta
áratug. Það var búið að plokka
af hraðfrystiiðnaðinum allt,
sem plokkað varð; auðvitað
varð það mest vegna afla-
brests og verðfalls, en kerfið
var einnig úrelt.
EGK: Ef til vill skipti það
þó mestu máli, að á meðan
síldin var og hét, hugsuðu
menn fyrst og fremst um að
raka henni saman og moka upp.
Hráefnisöflun til hraðfrystihús-
anna sat á hakanum, af því að
þau gátu ekki keppt um verð,
og aflavon á þorskfiskveiðum
var hvergi í líkingu við síld-
veiðarnar. Nú hafa aðstæður
að vísu breytzt mikið, og menn
hafa séð betur þýðingu hrað-
frystiiðnaðarins með hverju
árinu, sem liðið hefur.
. . . raflagnir í stokkum.
FV 9 1971
47