Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 55
er mikil þörf og vaxandi, eftir
því sem þessi iðnaður þróast og
verður fjölþættari og vanda-
samari. Það er því vafalaust,
að Fiskiiðnskólinn á eftir að
gegna mikilvægu hlutverki, ef
vel tekst til.
GBÓ: í þessu sambandi er
rétt að minna á það. sem aðeins
var.vikið að áðan, að umgengis-
hættir i matvælaiðnaði hafa al-
mennt ekki verið eins og á-
kjósanlegt er. í fyrsta lagi
virðist það hafa verið þannig
í sambandi við frystihúsin, að
umhverfi þeirra hafi setið á
hakanum af hálfu sveitarfélag-
anna og raunar hjá sjálfum
frystihúsunum, og getur þar
verið um að ræða fjármagns-
skort að einhverju leyti. í öðru
lagi hefur fólk almennt tæplega
gert sér grein fyrir þeim hrein-
lætiskröfum, sem nú er nauð-
synlegt að gera, og það á jafnt
við um stjórnendur og starfs-
fólk. Að sjálfsögðu eru til und-
antekningar, sem eru til fyrir-
myndar. Þetta allt stendur nú
vonandi til bóta, en það hefur
geysimikla þýðingu, að fólk
hugsi um þetta og hver og einn
leggi sig fram í sínu fyrirtæki.
Aðstaða fyrir starfsfólkið þarf að vera í þess-
um dúr.
þér fáiö yóar ferö hjá okkur
hringió í síma 25544
FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5
KAUPUM OG SELJUM
SJÁVARAFURÐIR
SELJUM
IS OG BEITU
FISKVINNSLAN HF.
HAFNARGÖTU 47, SEYÐISFIÐI.
Símar 124 og 122.
FV 9 1971
53