Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 56

Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 56
Frystihúsin KAUPUM ALLAR TEGUNDIR FISKS TIL HRAÐFRYSTINGAR OG SÍLD TIL SÖLTUNAR SELJUM BEITUSÍLD OG FISK Hraðfrystihús Bolungarvíkur hf. Bolungarvík. Símar 94-7200 og 92-7203. TOGARAÚTGERÐ FRYSTIHÚS SALTFISKVERKUN SKREIÐARVERKUN BÆJARÚTGERÐ HAFNAFJARÐAR STOFNSETT 1931. Astandið er mjög mismun- andi, en hvergi fuilkomið Til þess að draga upp litla mynd af ástandinu hjá frysti- húsunum, hafði FV samband við ýmsa aðila víðs vegar á landinu. og er það meginniður- staðan, að ástandið sé mjög mis- munandi. Á allmörgum stöðum eru þegar hafnar framkvæmdir til úrbóta í rekstri og á hrein- lætisaðstöðu húsanna, sums- staðar er þeim jafnvel að ljúka í aðaldráttum. eins og á ísa- firði og Akureyri. En víðast er flest skemmra á veg komið, einkum þó hjá mörgum minni húsunum. Það er þó sameigin- legt, að hvergi er ástandið full- komið, þannig að öllum kröfum sé fullnægt, bæði innan og utan dyra. Mismunurinn er svo gífur- legur, að tölur voru nefndar allt frá 8-9 hundruðum þúsunda upp í 100 milljónir á stað. Það kom jafnframt fram, sem vitað var fyrir og verður e. t. v. fjallað um síðar, að framkvæmdir sveitarfélaga þurfa að beinast mjög að sama marki og endurbætur á frysti- húsunum. En þar er einnig um mjög mismunandi ástand að ræða. Menn tóku misjafnlega til orða um úrbótaþörfina. „Ef vel ætti að vera, færi bezt á að setja ýtu á draslið og byggja upp frá grunni.“ Þannig var til að menn svöruðu, og e.t.v. verður þetta einhvers staðar að áhrínsorðum. En aftur á móti töldu sumir, að ekki þyrfti að gera annað hjá þeim en snur- fusa, — eða svo til ekki meira. Hér á eftir fara svo stutt viðtöl við fjóra frystihússtjóra, og sýna þau. hve ólíkt ástandið er milli staða og fyrirtækja. HÖFINI Ásgrímur Halldórsson kaup- félagsstjóri á Höfn í Hornafirði. 54 FV 9 1971

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.